Fjölrit RALA - 15.04.1988, Side 16

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Side 16
-10- Á uppgræðslusvæðinu Lurk, sem byrjað var að græða upp 1983, var farin sú leið sem telja má æskilega við uppgræðslu, þ.e. svæðið var friðað fyrstu tvö árin, en síðan hóflega beitt. Eftir þrjú ár var gróðurþekja þar að meðaltali orðin um 63%, gróska mikil og sina hófleg í lok beitartímans, á hinum bitna hluta svæða 3,4 og 6 var þekjan 40-45% eftir jafnlanga uppgræðslu (Ingvi Þorsteinsson o.fl. 1986). Súluritin á 4. 5. og 6. mynd sýna, að mjög svipuð þróun hefur orðið á öllum * þremur uppgræðslusvæðunum. A friðaða hlutanum virðist þekjan vera að nálgast hámark. Hún er orðin 80-90%, hefur lítið breyst undanfarin 2-3 ár og ✓ eykst naumast meira, því að hluti af yfirborði landsins er grýttur. A hinum beitta hluta svæðanna hefur þróun gróðurþekjunnar frá upphafi verið hægari og þrátt fyrir verulega aukningu 1987, er hún ennþá lægri, eða um 70-80%. 1981 1982 1983 1984 1 9 85 1986 1987 4. mynd. Gróðurþekja á uppgræðslusvæðinu við Sandá - svæði 3 (h.y.s. 500- 520 m).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.