Fjölrit RALA - 15.04.1988, Side 42

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Side 42
-36- Þar kom einnig fram, að gróðurbreytingar tóku yfirleitt lengri tíma á svæðum sem voru lítið gróin, þegar áburðargjöf hófst. Áhrif beitar á gróður em í flestum tilfellum mjög flókin og margslungin og em þau m.a. háð beitarþunga, tegund beitardýra og beitartíma (Harper 1977, Ingvi Þorsteinsson, 1980b). Hófleg beit stuðlar yfirleitt að meiri fjölbreytni gróðurs, því að hún hindrar að dugmiklar tegundir verði of ríkjandi í gróðri. Óbein áhrif beitardýra, svo sem traðk og áburður, sem dýmnum fylgir, valda því að betri lífsskilyrði skapast oft fyrir ýmsar tegundir (Harper 1977). Má í því sambandi nefna, að beitardýr bæta oft spímnarskilyrði ýmissa tegunda. í þessari skýrslu hefur aðeins verið rætt um hlutdeild einstakra tegundahópa í þekju. Ástæða þessa er einkum sú, að upplýsingar um þekju einstakra tegunda grasa, mosa og fléttna lágu ekki fyrir, en greining þeirra krefst mikillar þjálfunar, er tímafrek og þar af leiðandi kostnaðarsöm. Æskilegt er að innan nokkurra ára verði einnig gerð úttekt á gróðurfari tilraunareitanna á grundvelli einstakra tegunda, bæði háplantna og lágplantna, því slíkar upplýsingar lýsa gróðurfari betur en tegundahópar. Uppskera sumarið 1987 var talsvert misjöfn eftir meðferðum og svæðum. Sé uppskera O-reitanna þá borin saman við uppskem fyrri ára kemur í ljós, að hún hefur yfirleitt farið minnkandi. Meðaluppskera á friðuðum reitum á svæðum 3,4 og 6 var 0,60 tonn/ha 1985, (Ingvi Þorsteinsson og fl., 1986), 1986 var hún um 0,25 tonn/ha, en var 0,26 tonn/ha 1987. Samsvarandi tölur fyrir beitta reiti vom þessar: 0,50 tonn/ha 1985, 0,30 tonn/ha 1986 (Ása L. Aradóttir og fl., 1987) og 0,13 tonn/ha 1987. Uppskeran á tilraunareitunum 1987 verður að teljast óvenju mikil, ekki síst þegar miðað er við uppskeruhæstu reitina. Á árlega ábomum friðuðum reitum fengust t.d. 3-4 tonn/ha af þurrefni fyrir 400 kg af áburði, 1986 fengust 2,8 tonn/ha (Ása L. Aradóttir og fl., 1987) og 1985 ekki nema um það bil 1,2 tonn/ha (Ingvi Þorsteinsson og fl., 1986). Þetta er sérstaklega athyglisvert þegar tekið er tillit til þess, að tilraunalandið liggur í um 500 hæð yfir sjó norður undir heimsskautsbaug. Athuganir Sturlu Friðrikssonar á uppskem í tilraunareitum á Tungnáröræfum (Sturla Friðriksson 1969b) sýndu að túnvingulsreitir, sem fengið höfðu alhliða áburð (N,P,K) gáfu 1,9 - 3,8 tonn af þurm heyi að meðaltali á hektara, en það samsvarar um 1,6 - 3,2 tonnum af þurrefni á hektara. Á Mosfellsheiði fékkst uppskera er svarar til 1,9 tonnum þurrefnis á hektara í 670 m hæð yfir sjó, (Sturla Friðriksson 1969a). Uppskera áborins úthaga var könnuð á ámnum 1967 - 1979 á ýmsum stöðum á landinu m.a. á nokkmm stöðum á hálendinu (Andrés Amalds og fl. 1980). Meðaluppskera kvistlendis í 450 m hæð yfir sjó var 3,3 tonn þurrefnis á hektara, en mosaþembu með smámnnum í 500 m hæð var um 0,1 tonn/ha. Samkvæmt rannsóknum Landnýtingardeildar Rala á uppskeru óáborinna gróðurlenda á hálendi (>400 m h.y.s), er meðaluppskera blómlendis 1,4 tonn þurrefnis á hektara (Ingvi Þorsteinsson 1980a), en blómlendi gefur samkvæmt þessum rannsóknum mesta uppskem gróðurlenda hálendisins. Graslendi á

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.