Fjölrit RALA - 10.10.1992, Page 12

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Page 12
8 Niðurstöður Ýmsar upplýsingar um túnin Hér á eftir eru ýmsar upplýsingar um túnin kynntar. Ástæðan fyrir því að summan af fjölda túna í einstökum töflum er ekki alltaf sú sama er sú, að stundum vantaði upplýsingar um túnin. Stœrð túna og lega Túnunum á hverjum bæ var skipt eftir aldri, meðferð og því hverju var sáð í þau, og hver túnaflokkur skoðaður fyrir sig. Þó var reynt að skipta þeim ekki mikið upp svo að spildum sem vom áþekkar að aldri, meðferð og fleiru var gjaman slegið saman. Þá vom litlir blettir sem höfðu verið unnir sér eða fengið óvenjulega meðferð oft ekki skoðaðir sérstaklega, heldur var þeim sleppt, en stærð þeirra þó reiknuð með nærliggjandi túni. Reynt var að hafa bróðurpart túnanna á hverjum bæ með í úttektinni til að komast hjá skekktu úrtaki. Eftirfarandi tafla gefur ýmsar upplýsingar um bæina. 1. tafla. Ýmsar upplýsingar um bæina. A-Sk. V-Sk. A-Lá. V-Lá. Uppsv. Meðalt. Fjarlægð frá sjó, km 4,6 17,0 5,0 10,8 43,8 20,0 Hæð yfir sjó, m 21 37 19 21 104 49 Meðalstærð spildu, ha 6,5 5,6 6,7 6,9 6,2 6,4 Fjarlægð frá sjó var mæld á korti og var miðað við beina loftlínu stystu leið til sjávar án tillits til þess hvort fjallgarðar væm á milli. Hæð yfir sjó var einnig áætluð út frá korti. Hvomg þessara mælinga er mjög nákvæm. Að meðaltali var túnunum á hveijum bæ skipt í 5,8 hluta, minnst 2 en mest 13. Heildarstærð túna á hverjum bæ var rúmir 37 ha að meðaltali. Halli Túnin vom flokkuð eftir því hvort þaú em á flatlendi eða í halla. Tölumar í töflunum hafa þessa merkingu: 1 = Túnið því sem næst flatt. 2 = Greinilegur vatnshalli. 3 = Það mikill halli að bíll þarf að vera í handbremsu til að renna ekki. 4 = Óþægilegur halli fyrir vélavinnu. 5 - Hættulegur halli fyrir vélar.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.