Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 47
37
Smári 1996
Norðsmári (132-9934)
í norðurhéruðum Norðurlandanna er rauðsmári sú belgjurtategund sem best hentar við
ræktun á gróffóðri. Hann sómir sér vel í blöndu með vallarfoxgrasi og má auðveidlega verka
í rúlluhey. Aukin notkun rauðsmára á þessum slóðum byggist á því að til séu nægilega
harðgerir stofnar sem þolað geta bæði harða vetur og skjúkdóma og meindýr sem þar finnast.
Góður árangur í samnorrænum kynbótum á vallarfoxgrasi hvatti menn til þess að leggja út á
svipaða braut í kynbótum á rauðsmára. Verkið hófst 1991 með tilstuðlan Norræna gen-
bankans og hefur nú nýverið fengið styrk til næstu þriggja ára eða allt fram til ársins 1999.
Meginmarkmið verkefnisins er að fá fram vel aðlagaðan kynbótaefnivið í rauðsmára
með tiltölulega breiðan erfðagrunn sem hægt sé að byggja frekari kynbætur á fyrir
norðursvæðin.
Kynbótaferillinn byggist á grunnstofnum, sem fengist hafa við samvíxlun valdra,
aðhæfðra stofna á tilraunastöðvunum í L(£ken (N) og Lannas (S) til þess að sameina æskilega
eiginleika. Síðan tekur við náttúruval í tilraunareitum á nokkrum norðlægum stöðum við
mismunandi ræktunarskilyrði. Samhliða er valið fyrir bættu sjúkdómsþoli og fræræktar-
eiginleikum, bæði í tilraunastofu og í útitilraunum. Stefnt er að því að þetta sé endurtekið í
fleiri kynslóðir. í hverjum hring verða valdir út einstaklingar fyrir næstu samvíxlun. Auk
þess verður hægt að bæta inn nýjum plöntum með eftirsóknarverða eiginleika sem prófaðar
hafa verið í stofnasamanburði o.þ.h.
í tengslum við kynbótaverkefnið var bæði tvílitna og ferlitna rauðsmára sáð í blöndu
með Öddu vallarfoxgrasi á tilraunastöðinni á Sámsstöðum 27. maí 1994 og 7. júní 1995.
Tilraunaliðir eru þrír: 20 kg N/ha, 2. sláttur um 20. ágúst; 20 kg N/ha, 2. sláttur um 15. sept.;
100 kg N/ha, 2. sláttur um 20. ágúst. Fyrri sláttur á öllum reitum er um mánaðamót júní/júlí.
Stefnt er að því að rækta fræ á tilraunareitunum haustið 1998.
Hvítsmári og bakteríur (132-9315)
Tilraun, sem var lögð út í Gunnarsholti sumarið 1994 með þremur þekktum bakteríustofn-
um á hvítsmára (norsk lína HoKv9238) og Leik túnvingli, var slegin og sýni af bakteríum
tekin. Sýnin voru send til Tromsp í Noregi og bakteríurnar þar greindar með DNA fingra-
faraaðferð til að mæla hvernig þeim reiðir af í jarðvegi. Upprunalegu bakteríurnar eru enn
einráðar í tilrauninni, en eru nokkuð farnar að blandast innbyrðis. Tilraunin er gerð í sam-
vinnu við háskólann í Tromsp. Samreitir eru 4, reitastærð 2x5m.
Uppskera, þe. hkg/ha
1996 Meðaltal 2 ára
Smári Gras Alls Smári Gras Alls
1 Bakteríustofn nr. 1 7,8 46,8 54,5 5,3 35,2 40,6
2 - nr. 2 7,3 53,5 60,8 5,6 38,5 44,0
3 - nr. 3 8,0 54,3 62,3 4,9 37,8 42,7
4 - nr. 1,2 og 3 8,8 61,2 70,0 7,7 42,7 50,4
5 Ósmitað 6,0 36,7 42,6 3,6 33,4 36,0
Meðaltal 7,6 50,5 58,0 5,4 37,3 42,7
Staðalskekkja mismunarins 1,85 7,09 8,12 1,08 3,82 4,53
P-gildi 0,66 0,04 0,05 0,03 0,16 0,08