Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 60
Korn 1996
50
verður svo nokkurs konar einkunn fyrir þroska við skurð. Skrið táknar miðskriðdag og talan á
við dagetningu í júlí.
I dálkinum, sem merktur er korn, er uppskera staðalyrkja í hkg þe./ha. Við hvern stað er
gefin uppskera annað hvort tví- eða sexraðayrkja, þess er betur reyndist á hverjum stað. í
aftasta dálki er svo hlutfallið milli uppskeru tvíraða og sexraða staðalyrkja. Sé talan minni en
einn hafa sexraðayrkin borið af hinum og öfugt.
Þús. korn Rúmþ. Korn/heild Þroski Skrið- Uppskera Hlutfall
g g/lOOml % mt. dagur korn hkg/ha 2r/6r
1. Miðgerði 42 70 43 52 15 48 0,91
2. Vindheimum 40 65 46 51 4 48 0,79
3. Ökrum 34 61 49 48 16 24 0,98
4. Skógum 34 60 47 47 20 27 0,82
5. Þorvaldseyri 31 59 45 45 9 30 1,82
6. Birtingaholti 34 58 43 45 8 30 2,79
7. Eystra-Hrauni 32 62 41 45 17 24 1,27
8. Neðri-Hundadal 34 60 40 44 21 39 0,86
9. Árnanesi 33 65 35 44 - 23 1,39
10. Korpu 2 35 58 40 44 14 40 1,48
11. Selparti 32 56 45 44 10 24 2,61
12. Vestri-Reyni 31 59 41 44 14 34 1,08
13. Voðmúlastöðum 29 57 43 43 9 26 5,03
14. Ásgarði 33 61 35 43 15 33 1,20
15. Ósi 30 60 37 42 13 18 2,58
16. Húsatóftum 28 52 40 40 13 28 1,21
17. Páfastöðum 31 58 25 38 - 35 0,77
18. Korpu 1 32 53 28 38 16 35 1,12
19. Leirá 29 51 31 37 14 33 0,91
20. Lágafelli 22 45 38 35 14 25 3,62
21. Stóru-Ásgeirsá 18 34 4 19 24 10 0,27
í Miðgerði og Vindheimum var korn fullþroska og uppskera mikil og allt eins og best
varð á kosið. Á Ökrum og í Skógum var líkast því að kornið hefði hlaupið í bráðan þroska.
Það var lágvaxið og gisið og er freistandi að kenna sýrustigi jarðvegs um á báðum stöðum.
Tilraunirnar í 5.-16. sæti voru allar á Suður- og Vesturlandi og kornið í þeim eins vel þroskað
og hægt var að búast við á rigningahausti. Þar hefur vantað þá heitu daga, sem þarf til að ljúka
kornfyllingu. Tilraunirnar í 17.-20. sæti voru á framræstri mýri og sýrustig á hættumörkum. Á
Stóru-Ásgeirsá hafði kornið frosið í ágúst og þroski stöðvast.
Sexraðakorn skilar meiri uppskeru en það tvíraða á Norðurlandi og Vesturlandi suður
undir Akranes. Á sunnanverðu landinu hefur tvíraðakornið aftur á móti yfirburði og mesta þar
sem hvassast hefur orðið svo sem í Landeyjum, enda voru sexraðayrkin þar alveg í rúst.
Vindurinn á þó ekki alla sökina. Af einhverjum ástæðum fyllist sexraðakomið illa
sunnanlands einkum á þurrlendi og má taka tilraunirnar á Korpu til vitnis um það, en þar hafði
veður engu spillt.