Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 25
15
Túnrækt 1996
Prófun yrkja á markaði (132-9317)
Árið 1995 hófust tilraunir með prófun yrkja af ensku (fjölæru) rýgresi, hávingli og hvítsmára
eftir óskum yrkishafa. Sáð var á tveimur stöðum, Korpu og Sámsstöðum, 1995. Árið 1996 var
samkvæmt áætlun bætt við tilraunum á tveimur stöðum, Þorvaldseyri og Möðruvöllum. Enn
fremur var á báðum stöðum sáð í tilraun nr. 725-96, NOR og beringspuntur. Loks var bætt við
einni tilraun með hvítsmára á Korpu umfram áætlun og eru í henni þrjú yrki sem ekki eru í
öðrum tilraunum.
Samreitir eru 3 í öllum þessum tilraunum.
Þorvaldseyri
Tilraunin er á landi þar sem fóðurkál hefur verið ræktað í nokkur ár. Undir er framburður og
sums staðar það grófur að upp koma steinar. Byggi var sáð í stykkið og borið á um leið. Sáð-
magn var 170 kg/ha. Á eftir var sáð til tilraunanna. Rýgresi og hávingli var sáð með vél 20.
apríl og hvítsmára og vallarfoxgrasi var sáð með höndum 30. apríl. Sáðmagn var svipað og
árið áður, nema ekki var tekið tillit til lakari spírunar á Raigt5.
Þegar kom fram á sumar kom í ljós að byggið þreifst ekki á stykkinu. Jarðvegssýni var
tekið í júlí og reyndist pH vera 4,4. Kalkað var með um 500 kg/ha af dólómítkalki í ágúst.
Byggið og grasið var svo slegið í byrjun september.
Tilraunirnar voru metnar 30. sept. og voru þær taldar vera ýmist viðunandi eða í góðu
lagi. Rýgresið er nógu þétt til að halda öðrum gróðri niðri. Þó eru nokkrar skellur í laut.
Hávingullinn er ekki eins þéttur og nokkuð ber á öðrum gróðri. M.a. er nokkuð um njóla í
flestum reitum.
Möðruvöllum
Tilraunirnar eru í Fjallastykki, sem er gamall kartöflugarður og því auðugt af illgresi, efst í
túninu. Hinn 23. maí var sáð, borið á og valtað. Borið var á með höndum og var sáðmagn hátt
í tvöfalt miðað við tilraunirnar á hinum stöðunum. Áburður var 30 kg N/ha í Græði la. Áður
var borin á vatnsblönduð mykja. Miðað var við að alls væru borin á um 80 kg N/ha.
Arfi var sleginn í ágúst og var hann þá mikill í öllu stykkinu. Hinn 9. sept. var stykkið
slegið aftur. Víðast var arfi ríkjandi, en einnig var rýgresi og jafnvel hávingull svo mikið
sprottið að það þurfti að slá. Sprettan var hins vegar mjög misjöfn. Getur það verið bæði
vegna niturs í jarðvegi og jarðvegsraka, en þarna er hætt við þurrki.
20. okt. Þekja rýgresis metin í tilraun nr. 740-96. Hún var að meðaltali 72%. Líklegt er
að þekjan sé nægileg á flestum reitum. Þekja hávinguls var metin í tilraun nr. 741-96. Hún var
að meðaltali 36% og tvísýnt er að þessa tilraun megi nýta til uppskerumælinga. Ekki var unnt
að meta einstaka reiti í hinum tilraununum, en hvítsmára er alls staðar að finna í tilraun nr.
742-96 svo að sú tilraun virðist í lagi.