Fjölrit RALA - 20.05.1997, Síða 39

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Síða 39
29 Jarðvegslíf 1996 2. Áhrif ræktunar á smádýralífið. Sumarið 1996 var hafin söfnun smádýra á sex spildum á Möðruvöllum. Sýnum var safnað af þremur túnum og hliðstæðum úthaga. Sex gildrum, endurtekningum merktum A-F, var komið fyrir á hverri spildu. Spildurnar voru þessar: Spilda nr. Heiti spildu Nýting Jarðvegur 1 Hólmi Tún Sandkenndur 2 Þýfðaspilda Beitiland Sandkenndur 3 Miðmýri Tún Mýrkenndur 4 Gmndarmýri Beitiland Mýrkenndur 5 Slættir Tún Mókenndur 6 Beitarhúsapartur Beitiland Mókenndur Þann 30. maí voru teknar myndir af tilraunablettunum sex og var þá gerð eftirfarandi vettvangslýsing: Spiida 1, Hólmi. Þetta er gamalt flæðiengi sem hefur verið heyjað mjög lengi og sennilega notað sem tún í meira en 30 ár. Ovíst er hvort það hefur nokkurn tíma verið unnið og það hefur aldrei fengið búfjáráburð. Ríkjandi gróður er snarrót, háliðagras, vallarsveifgras og túnvingull. Landið er flatt með náttúrulegum skorningum, og náði tilraunasvæðið úr botni eins skorningsins og upp á flatann. Gildra A var í lægð þar sem snarrót ríkti, en gildra F stóð hæst og þar var háliðagras ríkjandi. Spilda 2, Þýfðaspilda er stórþýft land sem aldrei hefur fengið áburð en hefur stundum verið beitt. Þúfurnar eru snarrótarþúfur, allt að 40 sm háar. Landið er mjög sinuríkt og á milli þúfnanna er iíngresi og svolítið af vallarsveifgrasi og túnvingli, og umfeðmingur var að koma upp. Landið er stórþýft en flatt og eru gildrur A, B og C á milli þúfna, gildra D uppi á þúfnakolli og E og F utan í þúfum. Spilda 3, Miðmýri er þurrkuð mýri sem líklega var fyrst ræktuð á milli 1950 og 1960 en síðast endurunnin upp úr 1980. Túninu hallar örlítið til austurs. Það hefur alltaf fengið tilbúinn áburð og oft einnig búfjáráburð, og á því er talsverð sina frá árinu áður. Gróður er aðallega vallar- sveifgras, vallarfoxgras og snarrót, en í kallægð er varpasveifgras, haugarfi og blóðarfi. Gildra A er í kalinni lægð, B á mörkum hins kalna og gróna lands. Aðrar eru í graslendi og við gildru F er vallarfoxgras ríkjandi. Spilda 4, Grundarmýri er um 100 metra breið ræma á milli skurða, sem grafnir voru fyrir 1960. Sennilega hefur uppgrefti úr skurðunum verið dreift yfir spilduna. Hún er flöt en stórþýfð og aðallega vaxin snarrót, vallarsveifgrasi og língresi. Spildan hefur aldrei fengið tilbúinn áburð, en oft verið beitt. Landið er flatt og gildrur A, C og E eru í lægðum á milli þúfna, B á smáhæð á milli þúfna, D ofan á þúfu og F utan í þúfu. Spilda 5, Slættir er ævagamalt tún sem fær tilbúinn áburð árlega og mjög oft búfjáráburð. Aðalgróðurinn er háliðagras, snarrót, vallarfoxgras, vallarsveifgras og túnvingull. í kallægð er varpasveifgras, haugarfi, njóli, túnfífill og blóðarfi. Tilraunalandinu hallar nokkuð til austurs, en gildrurnar ná úr kallægð og upp á flata. Gildra A er í lægðinni, B á mörkum kals og gróins lands, C í snarrót, D í háliðagrasi, E í vallar-sveifgrasi og F, sem stendur hæst, er í túnvingli. Spilda 6, Beitarhúsapartur, er beitiland sem alltaf er mikið beitt og þar er allmikill skítur frá beitargripum. Þó er nær aldrei borinn á búfjáráburður. Aðalgróðurinn er snarrót, língresi og háliðagras, og þarna er talsverð sina frá fyrra ári. Spildan er slétt og hallar til austurs. Gildra A er neðst og er á flata, gildra B í háliðagrasbrúski, C í sinuþófa, D utan í lítilli snarrótarþúfu, E ofan á lítilli snarrótarþúfu og F í snarrótar- og háliðagrasbrúski.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.