Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 74

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 74
Möðruvellir 1996 64 Fóðuröflun og ástand túna á nokkrum bæjum í Eyjafirði Vorið 1996 var efnt til námskeiðs í fóðuröflun á vegum Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) og Rala á Möðruvöllum. Markmiðið var að leiðbeina eyfirskum bændum um ræktun og heyverkun og ræða þá valkosti sem þeir hefðu til að bæta og auka eigin fóðuröflun. í framhaldi af þessu námsskeiði var ákveðið að starfsmenn Rala (Þóroddur Sveinsson og Bjarni E. Guðleifsson) og ráðunautar BSE (Alfhildur Olafsdóttir og Olafur Vagnsson) heimsæktu þátttakendur snemmsumars (fyrir slátt) til að skoða betur ástand valinna túna hjá hverjum og einum. Einnig var þátttakendum gefinn kostur á því að fá vigtaðar rúllur sem flestir þáðu. Þá tóku flestir hirðingarsýni úr þessum túnum og efnagreindu. Hér á eftir er samantekt úr þessum athugunum. Ástand túna Alls voru skoðuð 58 tún, samtals um 157 ha, á 14 bæjum í Eyjafirði. Um 20% túnanna voru 5 ára eða yngri en 39% voru eldri en 20 ára. Flest túnin voru í móum (71%) og/eða mýrum (43%) en 12% voru á melum eða áreyrum. í sumum túnum var fleiri en ein jarðvegsgerð eða jarðvegsraki var breytilegur og féllu þau þá í fleiri en einn flokk. Jarðvegsraki í túnunum var að mati bónda yfirleitt hæfilegur (81%) en þó var að finna bletti eða tún sem voru of þurr (33%) eða of blaut (24%). Rakastig og frjósemi er oft afar breytileg í sama túninu, sérstaklega í móatúnum. Um 59% túnanna voru tvíslegin og 64% þeirra fengu tilbúinn áburð milli slátta. Tæplega helmingur túnanna eða 45% hefur fengið búfjáráburð árlega en 19% aldrei. Dreifingartími búfjáráburðar skiptist nokkuð jafnt á vor (35%), haust (33%) og ýmsa tíma (32%). Kal er aldrei eða sjaldan vandamál í 81% túnanna, en 19% þeirra hafa oft skemmst af kali. Beitt er á meira en helming túnanna eða um 57% en 17% þeirra hafa aldrei verið beitt. Ástand túnanna var ákaflega misjafnt. Mikið beitt tún voru gisnari og gróðurfarslega rýrari en önnur tún. Heimatún eða elstu túnin fengu yfirleitt hæstu heildareinkunn. Gróðursamsetning Alls greindust 34 tegundir jurta í túnunum, þar af voru 10 tegundir grasa. Að jafnaði voru skráðar 9 tegundir í hverju túni, en nokkuð víst er að ekki tókst að skrá þær allar. Ríkjandi eru 5 tegundir grasa með um 80% af heildarþekju túnanna. Það eru vallarsveifgras, vallarfoxgras, háliðagras, snarrót og túnvingull. Þá fannst língresi í um 20% túnanna, en þekjan var yfirleitt mjög lítil (<10%) nema í tveimur túnum þar sem það var ríkjandi. Húsapuntur fannst í tveimur túnum og var hann ríkjandi í öðru þeirra ásamt umfeðmingi. Samkvæmt þessari úttekt ráða aldur og jarðvegsgerð mestu um tegundasamsetningu túna, og beit í minna mæli. Sjálfsagt ráða einnig aðrir þættir miklu eins og t.d. langtímaáburðarsaga og veðursæld sem er talsvert mismunandi þrátt fyrir litlar fjarlægðir, en því ná þessi gögn ekki að lýsa. í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða áhrif jarðvegsgerðin hafði á hlutdeild og tíðni helstu tegunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.