Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 53

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 53
43 Kynbætur 1996 skrið voru gefnar einkunnir fyrir uppskeru, sprotamagn, hæð o.fl. Að mati loknu voru allar plönturnar klipptar. 14.-16. ágúst var metin uppskera, sprotamyndun o.fl. Að lokum var strámagn metið, þann 22. ágúst. Öll gögn hafa verið send til NGB, þar sem úrvinnsla fer fram og er verkefninu því lokið. Melhveiti (132-9304) Bakvíxlun á tegundablendingum hefur verið reynd í miklum mæli en hefur ekki borið árangur, sem bendir til þess að ekki sé unnt að nota melgresi sem frjókornsgjafa á tegundablendingana. Hins vegar hefur sjálffrævun gefið betri árangur, samanber fræmyndun sem átti sér stað 1995. Framkvæmd hefur verið víxlun við nýtt hveitiafbrigði (PHHP frá Arnuld Merker, Svíþjóð) sem inniheldur litningsbút frá rúgi á litningi 5B. Þessi breyting hefur aukið hæfni hveitsins til að hvetja pörun og endurröðun litninga og gena í tegundablendingum. Skoðuð var rýriskipting melhveitis með það fyrir augum að meta möguleika þess á að mynda eðlilegar kynfrumur. Sýnt var fram á litningaparanir milli foreldrategundanna tveggja sem benda til þess að endurröðun milli genamengjanna geti átt sér stað. Erfðabreytileiki og skyldleiki íslenskra melgresisstofna hefur verið metinn með nýrri sameindaerfðafræðilegri aðferð sem nefnist AFLP (Amplified Fragment Length Polymorphic DNA). Verklegur hluti verkefnisins var unninn í Englandi (John Innes Centre, Norwich) og notaðir voru 16 íslenskir melgresisstofnar (L. arenarius) og þeir bornir saman við dúnmels- stofna (L. mollis) frá Alaska og dúnmelsstofn sem hefur verið í ræktun hér í Múlakoti í um 60 ár. Niðurstöðurnar hafa sýnt fram á að lítill erfðabreytileiki er hjá íslensku melgresi. Verkefnið er styrkt af Tæknisjóði Rannís og Framleiðnisjóði í þrjú ár og hófst árið 1995. Elymus hveiti (132-9950) Nokkrar tegundir Elymus ættkvíslarinnar, t.d. kjarrhveiti (E. caninus), eru sameiginlegar fyrir Norðurlöndin, en aðrar finnast aðeins á sérstökum svæðum, til dæmis finnst bláhveiti (E. alaskanus) aðeins á íslandi og E. fibrosis aðeins í Finnlandi. Megináhersla verkefnisins er að varðveita erfðaauðlindir og að skoða eiginleika sem eru mikilvægir fyrir komkynbætur. Hlutur RALA í verkefninu er að lýsa erfðabreytileika í Elymus hveiti með sameindaerfðafræðilegum aðferðum sem byggjast á notkun RAPD tækninnar. Tilraunir til aðgreiningar kjarrhveitistofna frá fslandi, Svíþjóð og Finnlandi benda eindregið til þess að íslensku stofnarnir séu erfðafræðilega frábrugðnir stofnunum frá Finnlandi og Svíþjóð, en þeir eru innbyrðis líkir. Notaðir voru 4 tíubasa erfðavísar við aðgreininguna. Hugsanlegar skýringar á þessu eru landnámshrif, erfðafræðilegt rek og náttúrlegt val. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann í Svalöv, Svíþjóð og við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og styrkt af Norræna Genbankanum. Tegundablöndun birkis og fjalldrapa (132-9323) Tegundablöndun birkis og fjalldrapa, svo nefnt erfðaflæði, gerist í náttúrunni, en umfang hennar hefur ekki verið rannsakað. Markmið verkefnisins er að reyna að lýsa betur með kynbóta- og litningaaðferðum hversu mikið erfðaflæðið er og meta þau áhrif sem það hefur haft á millistig tegundanna og aðlögun í íslensku birki. Þegar hafa verið framleidd fræ og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.