Fjölrit RALA - 20.05.1997, Blaðsíða 41
31
Jarðvegslíf 1996
Um haustið, þann 28. október, voru tekin jarðvegssýni á hefðbundinn hátt.
Efnamælingar á jarðvegssýnum úr 5 efstu sentimetrunum gáfu eftirfarandi niðurstöðu:
Spilda Nafn spildu Lífrænt pH % P K Ca Mg
1 Hólmi 24 5,5 10,2 0,3 13,5 5,8
2 Nes 32 5,7 2,2 1,3 15,0 7,8
3 Miðmýri 70 5,5 27,8 1,5 21,0 8,0
4 Grundarmýri 30 5,5 6,4 2,0 11,0 5,6
5 Slættir 40 5,4 23,4 1,6 17,0 5,0
6 Beitarhúsapartur 50 5,6 11,0 3,4 17,5 8,0
Lífrænt efni er svipað í samsvarandi ræktuðum og óræktuðum spildum nema
1 mýrar-
spildunum. Lífrænt efni er miklu minna í Grundarmýrinni, sem er óræktuð, en í Miðmýrinni,
sem er ræktuð. Skýringin kann að vera sú að ólífrænum uppgrefti hafi verið dreift um
Grundarmýrina. Burtséð frá þessu þá eru efnaeiginleikar nema fosfór hærri í óræktinni en
ræktuðu túnunum. Ræktunin virðist rýra efnaforða jarðvegsins, svo og lífrænan hluta hans, og
sýrustigið lækkar. Lífrænu efnin hafa afgerandi áhrif á efna- og eðliseiginleika jarðvegsins.
Þau eru minnst í sandkennda jarðveginum (24-32%), miðlungs mikil í móajarðveginum (40-
50%) og mest í mýrarjarðveginum (30-70%) með því fráviki sem fyrr er nefnt.
Söfnun smádýra hófst 20. maí 1996 eftir einstaklega mildan og hagstæðan vetur. Var yfir-
borðsdýrum safnað í fallgildrur (Barbergildrur), sem grafnar voru niður þannig að yfirborð
dósanna, 200 ml plastdósa, nam við jarðvegsyfirborðið. Endurtekningar sex (A-F) voru í
beinni línu með eins metra millibili og þá yfirleitt þannig að A var á lægsta hluta spildunnar
og F á þeim hæsta. Nokkurn veginn vikulega var skipt um dósir og þá var bætt í þær
isóprópanóli, þannig að sýnin voru geymd í um 50% isóprópanóli. Þegar leið á haustið og um
veturinn var endurtekningum á hverri spildu fækkað niður í tvær (C og F) og sýni um veturinn
voru einungis tekin með tveggja til þriggja mánaða millibili. Þá var lítið í gildrunum og oft
erfitt að ná sumum þeirra upp, vegna þess að leysingarvatn hafði runnið yfir þær og frosið.
Reynt var að greina öll dýr í gildrunum, en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið.
Samtímis vikulegum hitamælingum og dósaskiptum voru á hverri stöð tekin jarðvegssýni, 12
sm djúp og 4 sm í þvermál, og þau vegin blaut og síðan aftur eftir þurrkun. Var síðan reiknað
út holurými jarðvegsins. Hlutdeild lífrænna efna var mæld á tvo vegu, annars vegar með því
að vega ákveðið rúmmál af þurrum jarðvegi og lesa hana af línu sem notuð er á rannsókna-
stofu Ræktunarfélags Norðurlands, en hins vegar með því að brenna 1-2 grömm af jarðvegi
við 500°C í einn sólarhring. Meðaltal þessara tveggja mælinga er notað, en allgott samræmi
reyndist á milli þeirra. Einungis er búið að vinna úr sýnunum, sem tekin voru 28. október.
Niðurstöður úr þeim mælingum urðu sem hér segir:
Númer spildu Nafn spildu Lífrænt, % Holurými, %
1 Hólmi 12 49
2 Nes 14 57
3 Miðmýri 58 59
4 Grundarmýri 14 53
5 Slættir 31 59
6 Beitarhúsapartur 20 57