Fjölrit RALA - 20.05.1997, Page 41

Fjölrit RALA - 20.05.1997, Page 41
31 Jarðvegslíf 1996 Um haustið, þann 28. október, voru tekin jarðvegssýni á hefðbundinn hátt. Efnamælingar á jarðvegssýnum úr 5 efstu sentimetrunum gáfu eftirfarandi niðurstöðu: Spilda Nafn spildu Lífrænt pH % P K Ca Mg 1 Hólmi 24 5,5 10,2 0,3 13,5 5,8 2 Nes 32 5,7 2,2 1,3 15,0 7,8 3 Miðmýri 70 5,5 27,8 1,5 21,0 8,0 4 Grundarmýri 30 5,5 6,4 2,0 11,0 5,6 5 Slættir 40 5,4 23,4 1,6 17,0 5,0 6 Beitarhúsapartur 50 5,6 11,0 3,4 17,5 8,0 Lífrænt efni er svipað í samsvarandi ræktuðum og óræktuðum spildum nema 1 mýrar- spildunum. Lífrænt efni er miklu minna í Grundarmýrinni, sem er óræktuð, en í Miðmýrinni, sem er ræktuð. Skýringin kann að vera sú að ólífrænum uppgrefti hafi verið dreift um Grundarmýrina. Burtséð frá þessu þá eru efnaeiginleikar nema fosfór hærri í óræktinni en ræktuðu túnunum. Ræktunin virðist rýra efnaforða jarðvegsins, svo og lífrænan hluta hans, og sýrustigið lækkar. Lífrænu efnin hafa afgerandi áhrif á efna- og eðliseiginleika jarðvegsins. Þau eru minnst í sandkennda jarðveginum (24-32%), miðlungs mikil í móajarðveginum (40- 50%) og mest í mýrarjarðveginum (30-70%) með því fráviki sem fyrr er nefnt. Söfnun smádýra hófst 20. maí 1996 eftir einstaklega mildan og hagstæðan vetur. Var yfir- borðsdýrum safnað í fallgildrur (Barbergildrur), sem grafnar voru niður þannig að yfirborð dósanna, 200 ml plastdósa, nam við jarðvegsyfirborðið. Endurtekningar sex (A-F) voru í beinni línu með eins metra millibili og þá yfirleitt þannig að A var á lægsta hluta spildunnar og F á þeim hæsta. Nokkurn veginn vikulega var skipt um dósir og þá var bætt í þær isóprópanóli, þannig að sýnin voru geymd í um 50% isóprópanóli. Þegar leið á haustið og um veturinn var endurtekningum á hverri spildu fækkað niður í tvær (C og F) og sýni um veturinn voru einungis tekin með tveggja til þriggja mánaða millibili. Þá var lítið í gildrunum og oft erfitt að ná sumum þeirra upp, vegna þess að leysingarvatn hafði runnið yfir þær og frosið. Reynt var að greina öll dýr í gildrunum, en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið. Samtímis vikulegum hitamælingum og dósaskiptum voru á hverri stöð tekin jarðvegssýni, 12 sm djúp og 4 sm í þvermál, og þau vegin blaut og síðan aftur eftir þurrkun. Var síðan reiknað út holurými jarðvegsins. Hlutdeild lífrænna efna var mæld á tvo vegu, annars vegar með því að vega ákveðið rúmmál af þurrum jarðvegi og lesa hana af línu sem notuð er á rannsókna- stofu Ræktunarfélags Norðurlands, en hins vegar með því að brenna 1-2 grömm af jarðvegi við 500°C í einn sólarhring. Meðaltal þessara tveggja mælinga er notað, en allgott samræmi reyndist á milli þeirra. Einungis er búið að vinna úr sýnunum, sem tekin voru 28. október. Niðurstöður úr þeim mælingum urðu sem hér segir: Númer spildu Nafn spildu Lífrænt, % Holurými, % 1 Hólmi 12 49 2 Nes 14 57 3 Miðmýri 58 59 4 Grundarmýri 14 53 5 Slættir 31 59 6 Beitarhúsapartur 20 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.