Fjölrit RALA - 30.11.2003, Page 32
Smári 2002
24
Tilraun nr. 794-02. Rauðsmári, sáðtími, sáðmagn.
Skipulögð var tilraun til að meta áhrif sáðtima og sáðmagns rauðsmára á endingu
rauðsmáratúns. Sáðtímar voru 3; 15. mai, 15. júní og 15. júlí. Sáð var Betty rauðsmára í
blöndu með Öddu vallarfoxgrasi. Sáðmagn grassins var ávallt 15 kg/ha í blöndu með fems
konar sáðmagni af rauðsmára; 6 kg, 9 kg, 12 kg eða 15 kg á ha. Endurtekningar em 3.
Sáning tókst vel. Mikill arfi kom að vanda í reitina og vom reitir ffá fyrri tveimur
sáðtímum slegnir 1. ágúst og ffá þriðja sáðtíma þann 16. ágúst.
Dagana 29. og 30. ágúst vom taldar smáraplöntur í reitunum. Talið var í þremur
18x18 sm römmum, sem hent var tilviljanakennt í reitina. Munurinn var mikill eftir
sáðmagni, en ekki eftir sáðtíma.
Fjöldi smáraplantna/m2
Sáðtími / Sáðmagn 6g 9g 12 g 15 g Meðaltal
15. mai 132 200 230 316 219
15.júní 120 139 200 244 176
15. júlí 150 177 257 282 216
Meðaltal 134 172 229 281
Staðalskekkja mismunarins er 32,5.
í september vom tekin borsýni úr sverði, 2 sívalningar úr hveijum reit, 12 sm í þvermál og um
10 sm að dýpt. Öll mold þvegin af sýnunum og smárinn talinn og greindur í plöntuhluta.
Niðurstöður verða sýndar í næstu skýrslu.
Tilraun nr. 766-02. Prófun á rauðsmára og maríuskó frá Kanada, Korpu.
Sáð var í einfalda tilraun með 3 stofna af rauðsmára og 3 af maríuskó (Lotus) í blöndu með
vallarfoxgrasi, Öddu. Til samanburðar em sænsku rauðsmárastofnamir Betty og Bjursele.
Sáðmagn var sem svara til 6 kg/ha af belgjurt og 15 kg/ha af Öddu. Sáð var 16. maí 2002 og
áburður við sáningu var 50 kg N/ha. Endurtekningar em 2.
Að hausti leit tilraunin vel út, þekja nokkuð góð og jöfh.
Tilraun nr. 776-99. Norstar hvítsmári, svarðarnautar og N-áburður, Korpu.
Þetta er lokaár þessar tilraunar, þar sem borin em saman áhrif mismunandi svarðamauta á
hvítsmára. Áburðarmeðferð er þrenns konar, 0N, 20N að vori og 20N að vori og aftur milli
slátta. Allir reitir fá auk þess 30P og 50K að vori. Borið var á 22. maí. Endurtekningar era 3.
Allir reitir vom slegnir á sama tíma tvívegis, 26.6. og 6.8.
Uppskera grass og smára, hkg/ha
Fylking Adda Svea Salten Meðaltal
0 N að vori 46,1 29,9 46,8 42,9 41,4
20 N - 47,5 43,1 52,9 48,6 48,0
20 N - og milli sl. 52,7 42,3 54,8 52,6 50,6
Meðaltal 48,8 38,4 51,5 48,0
Staðalsk. mismunar 3,83