Fjölrit RALA - 30.11.2003, Síða 56
Fræ 2002
48
Frærækt (132-1144)
Endurnýjun á stofnfræi
Beringspuntinum Tuma og snarrótinni Teiti var sáð í fræræktarreiti á Korpu sumarið 2000.
Sú sáning tókst ekki sem skyldi og reitimir vora dæmdir ónýtir vegna illgresis. Sáð var aftur
á Korpu sumarið 2002 í 1500 m2 ffærræktarspildu af hvoru yrkinu um sig, Tuma og Teiti.
Ætlunin er að skera af þeim stofnfræ haustið 2004.
Sprotar af vallarfoxgrasinu Öddu voru sóttir í gamalt hnausasafn á Geitasandi og settir
í Jónshús í vetur. Alls náðust 90 hnausar, sem ætlunin er að fjölga og koma upp stofhfræi.
Tveir valhópar af háliðagrasi eru í hnausasöfnum á Korpu. Um vorið voru hreinsaðir
úr þeir hnausar sem skáru sig úr að útliti til. Það voru um 10 % hnausanna. Fræ var skorið
um haustið.
Frærækt fyrir Norræna genbankann (132-9907)
Á undanfömum árum hefur jarðræktardeild séð um endumýjun á nokkmm grasstofnum sem
em í vörslu Norræna genbankans (NGB). I ár var tekið fræ af þeim 9 stofhum, sem settir vora
í hnausasöfn sumarið 2001. Nægt fræ fékkst af öllum stofnum. Fræið var hreinsað og sent til
Genbankans.
Frærækt innlendra landbótaplantna (132-9346)
Fræuppskera var mæld í tilraunareitum. Reyndur var fræslátttur giljaflækju og umfeðmings
með sláttuþreskivél. Með vélslætti er það fræ hirt sem fullþroskað er á plöntunni þá stundina.
Um mánaðarmótin ágúst-september var uppskera giljaflækjunnar um 200 kg/ha, en uppskera
umfeðmings í byijun október um 50 kg/ha. Stofhfræ af þessum tegundum var afhent
Fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti.
Fjölmargir stofhar belgjurta era varðveittir á Geitasandi á Rangárvöllum. Eru þetta
bæði innlendir og erlendir stofnar, afrakstur nokkurra söfnunarferða á áranum 1992-1997. Er
um að ræða hátt í 100 stofna sem varðveittir era.
Á áranum 1994-1997 fór fram samanburður á fjölmörgum íslenskum belgjurtalínum,
sem safnað hafði verið að mestu árið 1993. Valdir vora 7 erfðahópar til að prófa betur og
reyna að rækta af fræ. Þeir era innlendur landgræðslustofn af hvítsmára, 2 erfðahópar
umfeðmings (nr. 74 og 77), 2 af vallertu (nr. 120 og 121) og 2 af baunagrasi (nr. 30 og 34).
Var þeim plantað í stórreiti þar sem fylgst verður með ffæsetu, vexti þeirra og viðgangi á
næstu áram.
Verkun víðifræs (132-9356)
Unnið hefur verið við rannsóknarverkefni í samvinnu við Raimsóknastöð Skógræktar ríkisins
að Mógilsá og Landgræðslu ríkisins frá árinu 1997, þar sem markmiðið er að nýta innlendan
víði í landgræðslu. Hlutur RALA var að finna aðferðir til að safna, verka og geyma víðifræ í
meira en eitt ár. Mæld var spíran í víðfræi sem var í geymslutilraun. Helstu niðurstöður era
þær að hægt er að geyma loðvíðifræ í a.m.k. þijú ár í frysti ef það er þurrkað í yflr 90%
þurrefni.
Þessu verkefni er nú lokið og verða niðurstöður birtar í skýrslu ffá Landgræðslunni.