Fjölrit RALA - 30.11.2003, Page 60

Fjölrit RALA - 30.11.2003, Page 60
Möðruvellir 2002 52 Sumarið 2001 var heildaruppskera sú mesta sem mælst hefur frá upphafi. Sumarið 2002 er uppskeran svipuð en fóðurgildið heldur lægra. Bæði árin fer vegin meðaluppskera af ha yfir 5 tonn þurrefnis sem verður að teljast mjög gott. Það er bæði vegna þess að sprettutíðin var góð og hlutur engjatúna hefur minnkað umtalsvert, en þau gefa yfirleitt minnstu uppskeruna. Heyskapur hófst 20.6. og lauk 20.7. Seinni sláttur hófst 12.8. og lauk 21.8. Kom var fullskriðið 25.7. og uppskorið 8.10. Talið er mögulegt að næturfrost í byrjun eða lok september hafi stöðvað komþroska. Þann 3.9. mældist frost í 3 tíma í veðurstöð, mest —1,7°C og 30.9. mældist frost í 6 tíma, mest -2,4°C (í 2 m hæð). Ræktuð vom afbrigðin Arve og Olsok og skreið Arve á undan. Við skurð var Arve með 72 - 74% þurrefni en Olsok með 65 - 69% þurrefni. Komuppskeran var um 3300 Fem af ha og var hún votverkuð í stórsekkjum sem síðan vom pakkaðir inn í plastfílmu. Verkun komsins tókst vel og ekkert skemmdist. Mikilvægt er að láta komið verkast í um mánuð áður en það er gefið því að fyrr verður það ekki lystugt. Hálmuppskeran var tæp 2 tonn þurrefnis af ha og var henni pakkað í plast og notuð sem undirburður fyrir geldneyti. Á meðfylgjandi mynd em sýnd áhrif sláttutíma á meltanlega orku og prótein við hirðingu. Meltanleikinn féll að jafnaði um 0,36% og hrápróteinið um 0,37% við hvem dag sem slætti er seinkað. 80 -| 70 - 60 - o -a. ra 40 j Meltanleiki = 79 - 0,36x 0 -------------------------,---------------,--------,-------, 15 20 25 30 35 40 45 50 Dagar frá 1. júní Rœktunarkostnaður Úr búreikningum Möðmvallabúsins og skýrsluhaldinu má fmna út ræktunarkostnað á hveija fóðureiningu eftir fóðurflokkum. Fóðurflokkamir em þrír, beit, hey og kom. Sameiginlegur ræktunarkostnaður er hér lagður jafnt á hveija fóðureiningu óháð flokkum. Sértækur kostn- aður er hins vegar, lagður á þann flokk sem hann tilheyrir, t.d. verktakakostnaður við sáningu og þreskingu, sáðvara o.fl. Laun bóndans em ekki innfalin. Niðurstöður em í meðfylgjandi töflu. Flokkur Kr./Fe, Beit 10,14 Hey 12,25 Kom 19,61 Vegið meðaltal 12,26

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.