Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 3

Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 3
S TJ Ó R N M Á L Fjárlagavinnan á Alþingi er töluvert á eftir áætlun í ár, miðað við það sem lagt var upp með í starfsáætlun þingsins, sem gerði ráð fyrir umræðu um breytingatillögur nefndarinnar í þingsal í upphafi þessarar viku. „Vinnan nú hefur tafist aðallega vegna aðstæðna,“ segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar- f lokksins og formaður fjárlaga- nefndar, aðspurður um hvenær von sé á nefndaráliti nefndarinnar og breytingatillögum meirihlutans. – aá / sjá síðu 4 — M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 bioeffect.is — BIOEFFECT verslun, Hafnartorgi VIÐSKIPTI Samtök atvinnulífsins kalla eftir að stjórnvöld nýti reynsl- una af baráttunni við útbreiðslu kórónaveirunnar og útbúi skýran ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Það er kominn tími til að draga markvisst úr þessari langvarandi óvissu og setja fram skýra áætlun um aðgerðir til loka faraldursins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Frétta- blaðið. Hann telur að sóttvarnaað- gerðir næstu mánaða þurfi að upp- fylla þrjú skilyrði. Í fyrsta lagi að skýr og tíma- sett áætlun sé um afléttingu tak- markana. Í öðru lagi þurfi liðkun og hömlur að vera tengdar við töluleg viðmið, til dæmis nýgengi smits. Og í þriðja lagi að sóttvarnaráðstafanir séu innbyrðis samkvæmar, skiljan- legar almenningi og höfðað sé til ábyrgðar hvers og eins. Nýgengi kórónaveirusmits, það er smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur, mælist hvergi lægra en á Íslandi samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC). „Núverandi ástand kallar ekki á lömun samfélagsins eða viðvarandi krísuástand. Góður árangur við takmörkun útbreiðslu smita náðist með samstilltu átaki,“ segir Halldór. Þá leggur hann áherslu á að persónu- legar sóttvarnir verði áfram undir- staða í baráttunni gegn veirunni og að þjóðin hafi lært mikið á þessu ári. „Rýmkun takmarkana á sama tíma og almenningur er hvattur til ábyrgrar hegðunar þarf ekki að valda sjálfkrafa aukningu nýrra til- fella,“ bætir hann við. Núverandi takmarkanir, sem miða við að tíu manns megi koma saman, falla úr gildi 2. desember. Halldór bendir á að smit muni halda áfram að greinast þar til landsmenn verði bólusettir. „Í því ljósi er mikil- vægt að sóttvarnaaðgerðir séu ítar- lega rökstuddar og njóti skilnings og samstöðu samfélagsins alls.“ – þfh / sjá síðu 12 Tímabært að draga úr óvissu Samtök atvinnulífsins kalla eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Hægt sé að tengja liðkun og hömlur við töluleg viðmið eins og nýgengi smits. Ekki séu forsendur fyrir lömun samfélagsins. Það er kominn tími til að draga mark- visst úr þessari langvarandi óvissu. Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA Álag tefur fjárlagavinnu Willum Þór Þórs- son, formaður fjárlaganefndar Fólk flykktist út á götu í Napólí þegar fregnir bárust af andláti argentínsku goðsagnarinnar Diego Armando Maradona en hann var í guðatölu í borginni á meðan hann spilaði þar. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. „Það var unun að sjá hann spila og njóta þess heiðurs að vera inni á sama velli og hann,“ segir Arnór Guðjohnsen um Maradona. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.