Fréttablaðið - 26.11.2020, Qupperneq 6
S TJ Ó R N M Á L Fjárlagavinnan á
Alþingi er töluvert á eftir áætlun í ár,
miðað við það sem lagt var upp með í
starfsáætlun þingsins, sem gerði ráð
fyrir umræðu um breytingatillögur
nefndarinnar í þingsal í upphafi
þessarar viku. Ljóst er að breytinga-
tillögur koma ekki fram fyrr en í
fyrsta lagi í næstu viku og mögulega
ekki fyrr en í þarnæstu viku.
„Vinnan nú hefur tafist aðallega
vegna aðstæðna,“ segir Willum Þór
Þórsson, þingmaður Framsóknar-
f lokksins og formaður fjárlaga-
nefndar, aðspurður um hvenær von
sé á nefndaráliti nefndarinnar og
breytingatillögum meirihlutans.
Ástæður tafanna séu margar. Fjár-
lögin voru lögð fram mánuði síðar en
venjulega, á grundvelli endurskoð-
aðrar stefnu frá í september. Þá hafi
nefndin þurft að fjalla um ríkisfjár-
málaáætlun sem var lögð fram sam-
hliða af sömu ástæðu, en sé venju-
lega lögð fram að vori. Í þriðja lagi
hafi breytingar á lögum um opinber
fjármál verið til umræðu í nefndinni
í haust vegna skilyrða um heildar-
jöfnuð og skuldahlutfall sem taka eigi
úr sambandi út áætlunartímabilið.
Þá sé von á fimmta fjárauka-
lagafrumvarpinu sem verði óvenju
umfangsmikið og eigi að mæta
COVID-kostnaði heilbrigðiskerfis-
ins, fjármögnun mótvægisaðgerða,
vinnumarkaðar og atvinnuleysis,
fjölgun nemenda í framhaldsskólum
og háskólum og fleiri kostnaðarliði
tengda faraldrinum. Að lokum sé
kominn til nefndarinnar viðbótar
bandormur um forsendur fjárlaga,
en aðeins einn hafi verið afgreiddur
úr nefndinni.
„Allt þetta kallar á mikið púsluspil
og þá á eftir að raða nauðsynlegum
breytingatillögum vegna mótvæg-
isaðgerða inn á næsta ár, í samhengi
við fjáraukalagafrumvarp, forsend-
ur fjárlaga og mögulegar breytingar
á fjármálaáætlun,“ segir Willum.
Nefndin þurfi að sjá fram úr
öllu þessu auk yfirsýnar um fjölda
umsagna um fjárlögin og samtölum
sem nefndin hefur átt vegna frum-
varpsins.
„Við erum enn að taka á móti
gestum, nú síðast Landspítalanum,
og eigum von á ráðuneyti vegna
spítalans á föstudag, sem og kynn-
ingu á fjáraukalagafrumvarpi, sem
stefnt er á að fjármálaráðherra mæli
fyrir í dag,“ segir Willum.
Fulltrúar minnihlutans í fjárlaga-
nefnd telja margt óklárað í fjárlaga-
vinnunni. Björn Leví Gunnarsson,
þingmaður Pírata, nefnir hallarekst-
ur Landspítalans sem dæmi. Hann
sé meðal annars tilkominn vegna
vanáætlunar fjármálaráðuneytis-
ins á launahækkunum samkvæmt
kjarasamningum og kostnaði vegna
mönnunarvanda.
„Hvernig getur verið boðlegt að
það þurfi að skera niður þjónustu
til þess að koma til móts við halla-
rekstur sem er að miklu leyti tilkom-
inn vegna klúðraðra kjarasamninga
ríkisins sem hafa endað hjá gerðar-
dómi?“ spyr Björn Leví.
Hann nefnir einnig fjárþörf bæði
hjá Persónuvernd og Umboðsmanni
Alþingis sem þurfi að bregð ast við og
skuldbindingar stjórnvalda vegna
Lífskjarasamningsins, einkum í
almannatryggingakerfinu.
Ágúst Ólafur Ágústsson, Sam fylk-
ing unni, segir of litla áherslu lagða
á atvinnusköpun og fjárfestingar.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gangi
ekki nógu langt til að sporna gegn
stórauknu atvinnuleysi.
„Fjárlög þurfa að fókusera á
atvinnu sköpun og fjárfestingar.
Þessi fjárlög gera það ekki, enda er
fjárfestingarátakið einungis 1 pró-
sent af landsframleiðslu og lækk-
ar það atvinnuleysi einungis um
1 prósentustig. Síðan er haldið í
að halds kröfu á sjúkrahús og skóla
sem er furðuleg pólitík á tímum
COVID,“ segir Ágúst Ólafur.
adalheidur@frettabladi.is
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323
UMBOÐSAÐILI
SKIPULAGSMÁL „Íbúaráð Kjalarness
harmar það að á kynningarfundi
Reykjavíkurborgar um breytingar
á aðalskipulagi 18. nóvember, var
hvergi hægt að sjá Kjalarnes á kort-
um né minnst á skipulag þar,“ segir
í bókun íbúaráðs.
Verið var að ræða um drög að til-
lögum að breytingu á Aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar 2010-2030, end-
urskoðun á stefnu um íbúabyggð og
blandaða byggð og framlengingu
skipulagstímabils til ársins 2040.
Þar er hvergi minnst á Kjalarnes,
sem íbúaráðið er ósátt við, og bend-
ir borginni á að Kjalarnesið sé hluti
af Reykjavík og óásættanlegt að það
sé ekki tekið með þegar fjallað er
um skipulagsbreytingar.
Sigrún Jóhannsdóttir, formaður
ráðsins, varðist frétta og benti á
borgina. Þar fengust þau svör að
sú aðalskipulagstillaga sem sé nú
til umræðu og kynningar nái ekki
til aðalskipulagsins í heild. Ekki
sé verið að boða nýtt aðalskipu-
lag fyrir Reykjavík, þrátt fyrir að
skýrslurnar Aðalskipulag Reykja-
víkur 2010-2040, Landnotkun og
helstu byggingarsvæði og Reykja-
vík 2040 og Nýr viðauki við Aðal-
skipulag Reykjavíkur 2010-2030,
hafi verið lagðar fram.
„Til stendur að ráðast í aðra stóra
breytingu á aðalskipulaginu á næsta
ári, samhliða gerð hverfisskipulags
í Grundarhverfi og nágrenni, þar
sem horft er á Kjalarnesið í heild,
landbúnaðarsvæðin og önnur opin
svæði.“ – bb
Reykjavíkurborg gleymdi Kjalarnesi í tillögum sínum
Íbúaráð Kjalarness harmar af-
skiptaleysið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NÁTTÚRA Nýr stígur hefur verið lagð-
ur við Sólheimajökul, en hann leiðir
gesti að útsýnissvæði þar sem mögu-
legt er að horfa til jökuls og lóns.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, opnaði stíginn
í gær.
Gerð stígsins var samstarfsverk-
efni atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins og hagsmunaaðila á
svæðinu í tengslum við Safe Travel
verkefni Landsbjargar.
Sólheimajökull er einn af vin-
sælli viðkomustöðum ferðamanna
á Íslandi en aðstöðu fyrir gesti hefur
verið ábótavant.
Með umbótunum hefur útsýnis-
svæðið stækkað talsvert og með
einföldum hætti verður upplifun
gesta meiri og betri á þessum vin-
sæla áfangastað en áður. Þá er öryggi
meira með tilkomu stígsins og hæg-
ara um vik að stýra fjölda þeirra sem
ganga um svæðið hverju sinni.
„Við Sólheimajökul voru veruleg
tækifæri til úrbóta en staðurinn
fellur af ýmsum ástæðum ekki sér-
lega vel að tveimur helstu tækjum
stjórnvalda á þessu sviði, sem eru
Framkvæmdasjóður ferðamanna-
staða og Landsáætlun um uppbygg-
ingu innviða á ferðamannastöðum.
Það er því ánægjulegt að samstarf
skyldi takast á milli ráðuneytisins,
landeigenda og Safe Travel um að
ráðast í þessar mikilvægu úrbætur,“
sagði Þórdís Kolbrún um fram-
kvæmdina, sem kostaði 11 milljónir.
Um 70 prósent af svæðinu sem fram-
kvæmdirnar ná yfir eru á þjóðlendu
og 30 prósent eru í einkaeign. – hó
Aðstaðan við
Sólheimajökul
bætt til muna
Mikið álag tefur fjárlagavinnu
Aðstæður í þjóðfélaginu valda álagi á fjárlaganefnd og atkvæði verða greidd um fjárlög seinna en ella.
Fulltrúar í minnihluta telja enn eiga eftir leysa vanda Landspítalans og efla aðgerðir gegn atvinnuleysi.
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir starf nefndarinnar ærið þetta haust og erfitt að halda yfirsýn
vegna allra þeirra ráðstafana sem grípa hefur þurft til vegna heimsfaraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ráðherra fór á Sólheimajökul i gær
og opnaði stíginn. MYND/AÐSEND
Hvernig getur verið
boðlegt að það
þurfi að skera niður þjón-
ustu til þess að koma til
móts við hallarekstur sem er
að miklu leyti tilkominn
vegna klúðraðra
kjarasamninga
ríkisins?
Björn Leví Gunn-
arsson, þing-
maður Pírata
Fjárlög þurfa að
fókusera á atvinnu-
sköpun og fjárfestingar.
Þessi fjárlög gera það ekki.
Ágúst Ólafur
Ágústsson, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð