Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 20
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Upphrópanir og svívirð- ingar þykja alltof oft virka betur, samanber dónana á netinu. Tilkynn- ingum um heimilisof- beldi hefur fjölgað um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Fólk sem hellir úr skálum reiði sinnar gerir engum greiða – síst sjálfu sér. Það hefur misst alla stjórn á sér og glatar um leið stórum hluta af virðingu sinni, sem er ekki gott. Þess vegna er skrýtið að þessir sömu einstaklingar, sem ættu að vera skömmustulegir vegna stjórnleysis síns, skuli leika sama misráðna leikinn hvað eftir annað. Þeir æpa í ofstopa en eru um leið ansi ánægðir með sjálfa sig og virðast jafnvel dást að eigin orðheppni. Hvað gefur einstaklingum rétt til að kalla aðra manneskju „aula“ – „aumkunarverða kellingu“ – „kvensnift“ – „fyrirlitlega manneskju“. Allt eru þetta orð sem féllu nýlega á athugasemdakerfi fjölmiðils. Þar var verið að beina spjótum að þingmanni Sjálf­ stæðisflokksins, Sigríði Á. Andersen, sem hefur gagn­ rýnt sóttvarnaaðgerðir vegna COVID harðlega. Hún er sannarlega ekki ein um þá skoðun að þar sé alltof hart gengið fram, en ekki þora allir að setja þær skoð­ anir jafn skilmerkilega fram og hún. Margir kjósa svo einfaldlega að þegja, enda er það þægilegast. Í aðgerðum sem hafa áhrif á lífsafkomu fólks, skaða andlega heilsu of margra og valda ýmiss konar tjóni er mikilvægt að einhverjir standi lýðræðisvakt­ ina, spyrji spurninga og gagnrýni. Það er illa komið þegar fólk þorir ekki lengur að segja skoðun sína og spyrja spurninga af ótta við ofsafengin viðbrögð. Og ofsafengin eru þau svo sannarlega – eins og Sig­ ríður Á. Andersen hefur fengið að reyna, en ekki er langt síðan hún var í athugasemdakerfi beðin um að drepa sig. Ekki verður séð að Sigríður kippi sér upp við þann viðbjóð sem reglulega er hellt yfir hana af ofstopafólki á netinu. Hún virðist hafa óvenjulega sterk bein og það er vel. Ekki veitir af! Það á að takast á um sóttvarnaaðgerðir vegna COVID en ekki tölta á eftir þríeykinu með hlýðni­ svipinn blýfastan á andlitinu. Það verður að spyrja krefjandi spurninga um það af hverju þessi og hin tilskipunin þyki svo nauðsynleg. Fjöldi fólks, þar á meðal ungmenni, þjáist vegna þeirra hafta sem sett hafa verið á. Einstaklingar horfa fram á gjald­ þrot, sumir þegar orðnir gjaldþrota, og atvinnuleysi eykst. Mannréttindi fólks hafa síðan verið verulega skert. Vegna alls þessa er bráðnauðsynlegt að spyrja spurninga og gagnrýna. Um leið er gott að hafa í huga að þegar COVID­aðgerðir verða gerðar upp um allan heim, þá er langlíklegast að niðurstaðan verði sú að farið hafi verið offari. Fólk þarf svo sannarlega ekki að vera sammála í hinum ýmsu málum. Það er hollt að rökræða. Nútíminn er hins vegar merkilega lítið gefinn fyrir rökræður. Upphrópanir og svívirðingar þykja alltof oft virka betur, samanber dónana á netinu. Þeir sjá það örugglega ekki sjálfir, en skítkastið sem þeir grípa til sýnir glöggt að mikil vansæld býr innra með þeim. Þeir vilja gera sig gildandi í umræðunni en kunna enga aðra aðferð en að svívirða þann sem þeir eru ósammála. Um leið eru þeir að dæma sjálfa sig sem ómerkinga. Aumt er þeirra hlutskipti! Ómerkingar Helgi John Mikil tímamót verða nú um næstu helgi. Á sama tíma og þjóðin verður í spennufalli að loknum Svörtum fössara, einnig þekktur sem föstudagurinn langi, þá munu Helgi Björns og Reiðmenn kóvitanna, halda sína síðustu tónleika í sjónvarpinu. Helgi, sem hefur verið eins og fjórði Bítillinn í þríeykinu, hefur svo sannarlega náð að hressa þjóðina við á djammlaus- um laugardagskvöldum þessa síðustu mánuði. En hafa skal í huga, að Elton John, svar Breta við Helga Björns, tilkynnti árið 1977 að hann væri hættur að koma fram á tónleikum. Allir vita hvernig það fór. Hámarkshraðinn Til stendur að stíga löngu tíma- bært skref við orkuskipti í f lug- samgöngum. Vilja þingmenn að umhverfisvænni orkugjafar leysi blýbættra steinolíu af hólmi. Ef ekki er hægt að treysta á vetni í þeim efnum þá verður skoðað hvort ekki megi nota batterí. Stærsta vandamálið við það verður þó ekki hvort vélin verði batteríslaus á leiðinni í Hvassahraun, eða hvar í ósköpunum sem f lugvöllur framtíðarinnar á höfuðborgar- svæðinu verður, eða ekki. Vandinn verður að halda vélinni á lofti þegar aðeins má ferðast á 30 kílómetra hámarkshraða í þéttbýli nái hugmyndir um það fram að ganga á þingi. Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis Fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 20:00 er boðað til aðalfundar knattspyrnudeildar Fylkis í samkomusal Fylkishallar Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins Önnur mál. Upplýsingar um fjöldatakmarkanir vegna fundarins verða settar á heimasíðu félagsins þegar þær liggja fyrir. Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis. Nú stendur yfir alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Gærdagurinn markaði upphaf átaksins sem ætlað er að hvetja til umræðu og vitundarvakningar um að samfélagið allt standi saman gegn slíku ofbeldi og knýi á um afnám þess. Þetta árið beinist átakið að áhrifum heimsfarald­ urs COVID­19 á kynbundið ofbeldi. Vitað er að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til víða um heim í þeim tilgangi að ná tökum á faraldr­ inum valda félagslegri einangrun. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Barnaverndartilkynningum hefur fjölgað um rúmlega fjórtán prósent á sama tímabili og hlutfalls­ lega hefur mest fjölgað í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Þetta er hryggileg mynd sem við okkur blasir. Þess vegna er mikilvægt sem aldrei fyrr að leggja sér­ staka áherslu á forvarnir og viðbrögð við ofbeldi. Við félags­ og barnamálaráðherra settum á fót aðgerða­ teymi sem hefur skilað tillögum sem mörgum hefur þegar verið hleypt af stokkunum. Má í þessu samhengi nefna opnun nýs Kvennaathvarfs fyrir konur á Akur­ eyri, opnun rafrænnar gáttar 112 og vitundarvakningu lögreglunnar til barna um ofbeldi. Þá hefur skilvirkni verið aukin í málaflokknum með auknum rafrænum samskiptum innan kerfisins. Þannig berast upplýs­ ingar hratt og örugglega milli stofnana sem koma að ofbeldisbrotum og samhæfa betur aðgerðir gegn þeim. Á yfirstandandi þingi hef ég mælt fyrir lagabreyt­ ingum sem málefninu tengjast um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi sem styrkja vernd brotaþola gegn margs konar ofbeldi. Mikil framför hefur orðið í meðferð mála er varða kynferðislegt ofbeldi á síðustu árum. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið, áfram þarf að vinna að úrbótum hjá lögreglu og ákæruvaldi og passa að gætt sé að réttindum brotaþola á öllum stigum málsins í réttar­ vörslukerfinu. Ég mun ekki skorast undan ábyrgð í þeim verkefnum. Ábyrgð og aðgerðir Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmála- ráðherra 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.