Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 21

Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 21
Enn sem komið er hefur enginn flokkur lagt fram kosninga-stefnuskrá. Eigi að síður eru umræður hafnar um hvers konar stjórnarmynstur séu möguleg að kosningum loknum. Forsætið Forsætisráðherra og formaður VG er varfærin í yfirlýsingum um þetta efni umfram það að stað- festa ánægjuna með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Fjármála- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur lagt áherslu á að leiða næstu ríkisstjórn. Samkvæmt þessu kemur til samninga milli VG og Sjálf- stæðisflokksins um forsætið haldi stjórnarflokkarnir velli. Stjórnar- samstarf þessara flokka tók úr leik átökin um hlut ríkisins í þjóðar- kökunni, sem lengstum hafa rist dýpst í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði minni ríkisumsvif og lægri skatta og VG aukin ríkisumsvif og hærri skatta. Í reynd hefur hlutfall ríkis- útgjalda haldist óbreytt það sem af er þessari öld. Segja má að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi keypt sam- starf við aðra flokka nær miðjunni því verði. Það snerist við þegar þessi stjórn var mynduð. Aukin varanleg ríkisútgjöld Þá urðu óbreytt ríkisútgjöld gjald VG fyrir forsætið. Ætli Sjálfstæðis- flokkurinn sér forsætið hlýtur það aftur á móti að leiða til samninga um verulega aukin varanleg ríkisútgjöld óháð tímabundnum kostnaði vegna veirunnar. Vand- séð er að VG geti varið umskiptin með öðrum hætti. Ákveði kjósendur að veita stjórnarflokkunum áframhald- andi umboð þýðir það því tvennt: Annars vegar nýjan forsætisráð- herra og hins vegar stærri hlut ríkisins í þjóðarbúskapnum. Prinsippið varðandi aukin útgjöld vegna veirukreppunnar hefur snúist um það að þau væru tímabundin en ekki varanleg. Í síð- asta pakka gaf fjármálaráðherra þetta prinsipp upp á bátinn. Það gæti bent til að hann væri farinn að huga að endurnýjun stjórnar- samstarfsins á þessum grundvelli. Opnar dyr og lokaðar Formaður Samfylkingarinnar, sem er næst miðjunni vinstra megin, hefur talað mjög skýrt í þá veru að hann telji samstarf við Miðflokk og Sjálfstæðisflokk mjög fjar- lægt, en er opinn gagnvart öðrum flokkum. Þetta getur samt orðið snúið því að líta verður svo á að núverandi stjórnarsamstarf hafi falið í sér það mat VG að Sjálfstæðisflokkur- inn standi þeim málefnalega nær en Samfylkingin. Samstarfið í ríkisstjórninni er vísbending um að það sé rétt mat. Formaður Viðreisnar hefur sagt að hún útiloki engan kost fyrir- fram og málefni verði alfarið látin ráða. En sú staða er líka snúin fyrir f lokk, sem er næst miðjunni hægra megin. Það hefur nefnilega ekki breyst að Sjálfstæðisflokkurinn telur sig standa nær VG en bæði Viðreisn og Samfylkingu. Þetta eru útlínurnar í þeirri mynd, sem við blasir tíu mánuðum fyrir kosningar. Ýmsum spurn- ingum er þó enn ósvarað. Munu Hvers kyns ríkisstjórn verður í boði? AF KÖGUNARHÓLI þjóðernispopúlískar skoðanir ná einhverju flugi? Fá sósíalískar hug- myndir frá kreppuárum síðustu aldar stuðning? Hvort tveggja getur sett strik í reikninginn. Einfaldar málefnalínur en flókin stjórnarmyndun Þungamiðjan í pólitík næsta ára- tugar verður að koma í veg fyrir að greiðslubyrðin af skuldum ríkis- sjóðs skerði velferðarkerfið. Til þess að svo megi verða þurfa tölur um hagvöxt að vera töluvert hærri en vextir. Aðeins þannig vinnum við okkur út úr skuldafarginu. Áframhaldandi stjórn Sjálfstæð- isflokks og VG mun leiða til þess að hlutur ríkisins mun vaxa á kostnað atvinnulífsins, engin kerfisleg upp- stokkun verður í efnahagslífinu og ný tækifæri í fjölþjóðasamvinnu ekki nýtt. Þessi stefna byggir á því að endurreisn ferðaþjónustunnar dugi ein og sér til að búa til hag- vaxtartölur sem verða hærri en vextirnir. Þetta gæti heppnast en áhættan er mikil. Allsendis er óvíst hvort Við- reisn og Samfylking ná saman um umfang ríkisumsvifa. En f lokk- arnir tala báðir með svipuðum hætti um breytingar í efnahags- málum og alþjóðasamvinnu. Þær miða að því að ryðja hindrunum úr vegi fyrir mun fjölbreyttara atvinnulíf. Þetta er ekki trygging en eykur líkurnar á að atvinnu- lífið geti hlaupið hraðar til að verja velferðina. Kjósendur geta valið út frá þessum tiltölulega einföldu mál- efnalínum. En stjórnarmyndunin sjálf verður væntanlega f lóknari. Þorsteinn Pálsson S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.