Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 26
Esther er fædd árið 1994 í borginni Livermore í Kali-forníu. „Ég kem úr stórri
fjölskyldu en foreldrar mínir
eignuðust tíu börn. Ég dýrka
kvikmyndir frá þriðja til sjöunda
áratugarins, gamla tónlist, nýja
tónlist, að syngja, lesa, skrifa,
yrkja, teikna og auðvitað að
breyta útliti mínu. Hárkollur,
farði, allt þetta stelpulega dót. Ég
klippi og lita hárið mitt sjálf en ef
það er eitthvað sem ég get lært í
gegnum netið þá kýs ég frekar að
gera það sjálf. Það er of skemmti-
legt til þess að láta einhvern
annan gera það.“
Klæddist bolum af pabba
Það var ástin sem leiddi Esther á
hjara veraldar. „Ég f lutti til Íslands
fyrir tæpum tveimur árum. Við
Trausti Laufdal, eiginmaður minn,
ákváðum að á Íslandi væri mun
öruggara umhverfi fyrir dóttur
okkar Alice, sem er nú tveggja
ára gömul. Auk þess sem ég hata
hitann í Kaliforníu, kýs frekar að
vera ískalt en að svitna eins og
foss.“
Þetta reyndist hárrétt ákvörðun
þar sem Esther kolféll fyrir Íslandi.
„Ég elska að búa hérna. Ég elska
löngu, dimmu veturna þar sem
ég get verið innandyra og skapað.
Ísland er núna heimili mitt.“
Þegar hún er spurð hvers hún
sakni nefnir hún nokkra hluti. „Ég
sakna fjölskyldunnar minnar og
að sjálfsögðu San Fransisco, allra
þjóðgarðanna, fallega landslags-
ins og Target.“
Esther segist ekki hafa haft
ákveðnar skoðanir á því hverju
hún klæddist á sínum yngri árum.
„Nei, reyndar klæddist ég bolum
af pabba mínum í skólanum þegar
ég var í fjórða bekk. Ég hafði ekki
tískuvitund, klæddist bara því
sem ég vildi og mér var gefið. Ég
hafði ekki mikið um það að segja
hvaða föt ég ætti svo ég lærði bara
að láta það ganga. Í stað þess að
mislíka það, þá elska ég núna
þegar fólk gefur mér gömul föt af
sér.“
Hefurðu áhuga á tísku?
„Ég held að ég sé minna hrifin
af tísku og frekar hrifin af því að
skapa. Fyrir mér er það að klæða
mig, velja hárkollu, farða eða
engan farða, bara enn ein leiðin
fyrir mig til þess að fá útrás fyrir
sköpunargleðina.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Esther sækir
innblástur víða,
hvort sem það
er frá ókunn-
ugum eða úr
tónlist, og segir
tilfinningar og
líðan hafa mikil
áhrif á fataval.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Esther hyggst
gefa út sína
aðra ljóðabók í
vetur sem hún
mun sjálf sjá
um að mynd-
skreyta.
Hvernig myndirðu lýsa þínum
stíl?
„Ég á mér í raun engan stíl, ég
fíla að blanda saman fötum í göml-
um stíl við dót úr nútímanum.“
Hvar færðu innblástur?
„Frá tilfinningum mínum, alltaf.
Á hverjum degi upplifum við nýjar
tilfinningar og klæðum okkur því
á nýjan hátt.“
Áttu þér tískufyrirmynd/ir?
„Ég verð að segja Rihanna,
Rihanna, Amy Winehouse, Yoko
Ono, Marilyn Monroe, Veronica
Lake, Brody Dalle og Harry Styles,
svo eitthvað sé nefnt. Almennt
fæ ég innblástur frá ókunnugum,
kvikmyndum, tilfinningum og
ég fæ hugmyndir að fatavali með
því að fylgjast með heiminum í
kringum mig.“
Hvaða f lík keyptirðu síðast?
„Ekki hugmynd, sennilega
eitthvað leiðinlegt eins og hlý
undirföt.“
Hver er þinn helsti veikleiki
þegar kemur að fötum?
„Ég gleymi því að það er ég sem
klæðist fötunum en ekki öfugt. Ég
horfi á líkama minn og hugsa: lík-
ami minn er í ólagi, hann verður
að líta svona út svo að ég verð að
klæðast þessu. Ég er smám saman
að losna undan þessum hugsunar-
hætti. Geri þetta skemmtilegt.
Ofhugsa ekki hvernig líkami minn
lítur út. Það sem skiptir máli er að
finnast maður lifandi þegar maður
klæðir sig, og skapandi.“
Fjársjóðsleit og ljóðabók
Esther kaupir að mestu leyti notuð
föt. „Ég elska að grúska í búðum
sem selja notuð föt eins og Hertex,
Loppunni, Extraloppunni og
Nytjamarkaðinum. Líka í fata-
skáp eiginmanns míns. Ég finn svo
svalt dót í skápnum hans, gamla
hatta og stuttermaboli. Ég elska
búðir sem selja notuð föt vegna
þess að þegar þú ferð í góða þann-
ig, þá veistu, að einhvers staðar í
búðinni er f lík sem er svo algjör-
lega einstök að þú munt aldrei
sjá neinn annan klæðast henni.
„Vintage“ eða bara gamaldags
f líkur. Þetta er eins og fjársjóðsleit
og veskið mitt er mér þakklátt,“
segir hún.
„Ég fann helling af gömlum
höttum af eiginmanni mínum í
geymslunni nýlega, svo að ég er
aðeins farin að prófa mig áfram
með þá. Þú veist ekki að þú sért
hattamanneskja fyrr en þú finnur
þann rétta.“
Það er ýmislegt fram undan í
vetur hjá Esther. „Næst á dagskrá
hjá mér er að setja saman mína
aðra ljóðabók og gera hana tilbúna
fyrir útgáfu. Fyrsta bókin mín,
Drunk driving into your soul, var
ekki með neinar teikningar eftir
mig, svo að núna er ég mjög spennt
fyrir því að bræða þetta tvennt
saman, blekteikningarnar mínar
og ljóðin mín.“
Esther elskar langan og dimman íslenska veturinn.
TAKK FYRIR
blóðgjafirnar á árinu
Ég fann helling af
gömlum höttum af
eiginmanni mínum í
geymslunni nýlega og er
aðeins að prófa mig
áfram með þá. Þú veist
ekki að þú sért hatta-
manneskja fyrr en þú
finnur þann rétta.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R