Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Síða 29

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Síða 29
INNGANGUR Undir heitinu síslátrun vorlamba var sótt um fjárstuðning til Fagráðs í sauðfjárrækt vorið 1992. Tilgangur verkefnisins var að: 1. Auka fjölbreytni sauðfjárframleiðslunnar. 2. Kynna gæði fersks kjöts fyrir neytendum, samanborið við kjöt sem hefur verið fryst. 3. Auka neyslu kindakjöts. 4. Koma á gæðastjóm í framleiðslu kindakjöts hjá bændum með því að meta "sláturhæfni" lambanna lifandi. Með gæðastjórn er átt við að reynt sé að meta sláturgæðin á lambinu lifandi. Innifalið í verkefninu voru því eftirfarandi markmið: Að kanna samhengi á lifandi lambinu og á fallinu. Að meta hagkvæmni slátrunar utan hefðbundins sláturtíma. Eftir að ljóst varð að verkefnið hlaut góðar undirtektir hjá forsvarsmönnum sauðfjárbænda var undirbúningur hafinn. Upphatlega sóttu Bændaskólinn á Hvanneyri og Afurðasvið Kaupfélags Borgfirðinga (KB) um styrk til verkefnisins. Þegar farið var að undirbúa verkið var haft samband við Félag sauðfjárbænda í Borgarfirði. Það lýsti strax áhuga á þátttöku. Þá var ákveðið að félagið kannaði hveijir gætu hugsað sér að leggja til lömb og aðstöðu og slátra 4-5 sinnum veturinn 1992-93. Eftir könnuna skuldbundu eftirfarandi aðilar sig til þátttöku og jafnframt að þeir væm með ákveðinn fjöida lamba tiltækan til slátrunar yrði þess óskað: * Ámi Ingvarsson, Skarði * Ásbjörn Sigurgeirsson, Ásbjamarstöðum * Finnbogi Leifsson, Hítardal * Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli (kom inn í verkefnið í lok "siátur- tíðarinnar", þar sem í Ijós kom að lömb vantaði í síðustu slátrunina) * Jóhann Oddson, Steinum * Jón Þór Jónasson, Hjarðarholti * Skúli Kristjónsson, Svignaskarði * Bændaskólinn á Hvanneyri Upphafleg loforð um fjölda hljóðuðu upp á 151 lamb til slátrunar. 15

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.