Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Page 40

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Page 40
haustið 1992. Vísað er til töflu 8 hvað niðurstöður áhrærir. Notuð voru verð samkvæmt verðlagsgrundvelli sauðfjárafurða, 1. sept. 1991, sem er síðasti grundvöllur áður en beingreiðslur hófust. Réttara þótti að nota þau en verð eftir að beingreiðslumar vora teknar upp. Niðurstaðan er birt sem kr. á lamb sem eftir era þegar búið er að borga upphafiega lambið og fóðurkostnað. Niðurstaðan sýnir hversu margar krónur eru til að greiða annan kostnað, húsa- leigu, fjármagnskostnað og laun. Ekki verður lagt mat á það hér hversu góð sú greiðsla er fyrir annan kostnað og vinnu. Þó má benda á að hér er um vemiegar upphæðir að ræða, eða frá 619 kr. upp í 2890 kr. á larrsb. í fyrra tilfellinu er unr að ræða greiðslu fyrir 34 daga vinnu og annan kostnað en í hinu síðari 174 daga. Þá skal á það bent að fóðurkostnaður er í öllum tilvikum metinn á 20 kr/FE. ÁLYKTANIR OG UMRÆÐUR Hér að framan eru birtar nokkrar niðurstöður úr verkefninu síslátrun voríamba. Sé tilgangurinn verkefnisins skoðaður má benda á eftirfarandi: /. markmið, að auka fjölbreytni hefur náðst að því leyti að varan seldist og fram- leiðslan gekk hjá bændunum. Að mati forstöðumanns frarrdeiðslusviðs KB gekk salan vel. Þeir sem seldu kjötið til neytenda vilja áfram fá ferskt kjöt og það er e.t.v. besti dómurinn á þennan þátt. 2. markmið. Hvort markmiði 2, að kynna gæði fersks kjöts, hafi verið náð er hæpið að fullyrða, en það er væntanlega hluti af því að kjötið selst. Þó má minna á að athugun sem gerð var 1980 bendir til þess að íslenskum neytendum þyki ferskt kjöt betra en kjöt sem hefur verið fryst (Jón R. Bjömsson 1980). 3. markmið. Það er sömuleiðis erfitt að draga ályktun um hvort 3. markmíð hafi náðst; að auka neyslu dilkakjöts/kindakjöts, enda þótt benda megi á að viss rök hníga að því að aukin neysla á fersku kjöti leiði til aukinnar neyslu á kjöti almennt. 4. og 5. markmið. Hér skal hins vegar fjallað nokkuð ítalegar um 4. og 5. atriði; gæðastjóm dilka-/kindakjötsframleiðslunnar og samhengi milli maLs á eiginleikum íambsins lifandi og á fallinu. Fyrst ber að nefna að af þeim lömbum sem slártað var fóru 4 í 2 fl. og eitt var talið sjúkt. Öll lömbin sem ekki fóru í stjömu-flokk eða í 1 fl. A voru talin á mörkunum að vera sláturhæf, utan eitt. Því má segja að aðeins eitt lamb hafi flokkast öðruvísi en búist var við. Það verður að teljast viðunandi árangur. 26

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.