Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 37

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 37
Hjúpber í heitum gróðurhúsum eða gróðurskálum er unnt að rækta hjúpber, en uppskera af plöntu var í flestum tilfellum fremur lítil. Hins vegar heppnaðist ekki að rækta þau í óupphituðu gróðurhúsi á Hvanneyri. Hjúpber döfnuðu vel í upphitaðri sólstofu í Borgamesi, Hjónin Kristín Jónasdóttir og Bragi Jóhannesson kvörtuðu einna helst undan því að plöntumar legðu undir sig sólstofuna, ef ekki væri stöðugt verið að klippa þær og binda upp. Ávextirnir em litlir, gulir eða rauðgulir og líkjast bæði tómötum og ananas á bragðið. Nýlega er farið að flytja inn hjúpber til íslands og em þau notuð sem veislukostur. Beðja Auðvelt er að rækta beðju (blaðbeðju eða strandbeðju) á Ísíandi og óþarfi að rækta hana irini í plastgróðurhúsi. Tvær gerðir sem margir þekkja era silfurblaðka og spínatblaðka (Lucullus), þó kunna fáir á íslandi að nota beðju. Beðjan er aðalleg ræktuð vegna leggjanna, sem má nota á sama hátt og aspargus eða blaðlauk. Blöðin má einnig nota eins og spínat (Aamlid, K., 1987). Blómasalat Síðan á miðöldum hafa menn í Bretlandi notað krónublöð ýmissa blóma til að skreyta salöt, kökur, búðinga, drykki o.fl. (The Thompson & Morgan Seed Catalogue, 1994). Á Hvanneyri var ræktuð blanda fimm blómjurta. Krónublöð jurlanna fimm, voru talin fremur bragðdauf. Garðsúra Garðsúra er fjölær jurt, náskyld túnsúru sem kemur með blöð snemma vors. Einar Helgason (1926) segir, að garðsúra vaxi villt um alla Evrópu. óli V. Hansson o.fl. (1978) segja: "Garðsúra er einhver besta spínatjurtin, sem til er, og stundum kölluð "enskt spínat". Miklu mildaii á gragðið en túnsúran." Hún er töluvert notuð í mat sunnar í álfunni. f Norður-Evrópu er garðsúra lítið ræktuð og líklega eingöngu í heimilisgörðum. Hún er notuð á vorin áður en annað grænmeti er nýtanlegí. Það er auðvelt að rækta garðsúm á bersvæði á íslandi, en eigi að nota hana snemma vors verður að hafa hana undir gróðurhlífum. Nýsjálenskt spínat Einar Helgason (1926) segir að nýsjálenskt spínat hafi komið til Evrópu frá Nýja Sjálandi árið 1772. Það hefur ekki hlotið mikla útbreiðslu, né athygli, t.d. hefur ekkert nafnkennt afbrigði komið fram enn þá. Aamlid, K. (1987) segir að jurtin þoli ekki frost. Það virðist vera vandalítið að rækta nýsjálenskt spínat í óupphituðu plastgróðurhúsi eða undir öðram gróðurhlífum. Hitt er annað mál, hvort menn telja það nógu góða matjurt til að ljá því rými. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.