Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 8

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 8
® Það fékkst ekki góð uppskera af höfuðsalati, nema það væri alið upp í heitu gróðurhúsi. Vaxtardagar eftir gróðursetningu voru 35-45. Ef salatfrœi var sáð út í kalt plastgróðurhús, þurfti 60-70 vaxtardaga fyrir smjörsalat og 70- 80 vaxtardaga fyrir íssalat til aðfá ásœttanlega uppskeru. Það var því meiri hætta á skemmdum af völdum ýmissa kvilla eftir því sem lengra leið á vaxtartímann. © Blaðrandaskemmdir á salati voru algengar í plastgróðurhúsunum á Hvanneyri, líklega vegna þess að hitinn á daginn hefur verið of hár og loft- rakinn of mikill. Bjartar nætur á íslandi auka e.t.v. hættuna af vaxtar- sjúkdómum. Eftirtalin afbrigði voru með lítið skemmdar blaðrendur og virtust þola aðstœður í plasthúsunum vel: Oresto, Tannex, Nabucco og Hansen Improved. © Það tókst í flestum árum að rækta blaðsillu með viðunandi árangri í óupphituðu plasthúsi. Hnúðsillu tókst ekki að rækta. © Það afbrigði, sem gafmesta uppskeru af blaðlauk í kalda gróðurhúsinu, var Vama. ® Betur heppnaðist að ala tvær plöntur afblaðlauk saman í 3,5 lítra potti, en að ala eina plöntu upp í 2 lítra potti. © Unnt er að rœkta rauðlauk (höfuðlauk eða kepalauk) í óupphituðu plastgróðurhúsi, ef laukurinn vex upp af fræi í heitu gróðurhúsi. Það er ólíklegt að slík ræktun borgi sig vegna þess hve rauðlaukur er ódýr í verslunum. En ræktun til heimilis getur átt rétt á sér, m.a. vegna þess að fólk getur ræktað rauðlauk með mildu bragði, sem hentar vel í salöt. Dæmi um slíkt afbrigði er Expando. ® Krydd- og tejurtir, sem heppnaðist að fá viðunandi uppskeru af í köldu gróðurhúsi voru: Dillja, esdragon, garðablóðberg, kamilla, kerfill, mintur og steinselja. Jurtir, sem gáfu óvissa uppskeru voru: Basilíka, koríander, meiran og salvía. Jurtir, sem gáfu óviðunandi uppskeru voru: Anís, rósmarín og sígóð. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.