Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 8

Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Page 8
® Það fékkst ekki góð uppskera af höfuðsalati, nema það væri alið upp í heitu gróðurhúsi. Vaxtardagar eftir gróðursetningu voru 35-45. Ef salatfrœi var sáð út í kalt plastgróðurhús, þurfti 60-70 vaxtardaga fyrir smjörsalat og 70- 80 vaxtardaga fyrir íssalat til aðfá ásœttanlega uppskeru. Það var því meiri hætta á skemmdum af völdum ýmissa kvilla eftir því sem lengra leið á vaxtartímann. © Blaðrandaskemmdir á salati voru algengar í plastgróðurhúsunum á Hvanneyri, líklega vegna þess að hitinn á daginn hefur verið of hár og loft- rakinn of mikill. Bjartar nætur á íslandi auka e.t.v. hættuna af vaxtar- sjúkdómum. Eftirtalin afbrigði voru með lítið skemmdar blaðrendur og virtust þola aðstœður í plasthúsunum vel: Oresto, Tannex, Nabucco og Hansen Improved. © Það tókst í flestum árum að rækta blaðsillu með viðunandi árangri í óupphituðu plasthúsi. Hnúðsillu tókst ekki að rækta. © Það afbrigði, sem gafmesta uppskeru af blaðlauk í kalda gróðurhúsinu, var Vama. ® Betur heppnaðist að ala tvær plöntur afblaðlauk saman í 3,5 lítra potti, en að ala eina plöntu upp í 2 lítra potti. © Unnt er að rœkta rauðlauk (höfuðlauk eða kepalauk) í óupphituðu plastgróðurhúsi, ef laukurinn vex upp af fræi í heitu gróðurhúsi. Það er ólíklegt að slík ræktun borgi sig vegna þess hve rauðlaukur er ódýr í verslunum. En ræktun til heimilis getur átt rétt á sér, m.a. vegna þess að fólk getur ræktað rauðlauk með mildu bragði, sem hentar vel í salöt. Dæmi um slíkt afbrigði er Expando. ® Krydd- og tejurtir, sem heppnaðist að fá viðunandi uppskeru af í köldu gróðurhúsi voru: Dillja, esdragon, garðablóðberg, kamilla, kerfill, mintur og steinselja. Jurtir, sem gáfu óvissa uppskeru voru: Basilíka, koríander, meiran og salvía. Jurtir, sem gáfu óviðunandi uppskeru voru: Anís, rósmarín og sígóð. 2

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.