Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 33
Plöntur af hrokkinmintum hafa stundum lifað af veturinn á bersvæði á
Hvanneyri, þegar búið var að taka plastið af húsunum. Piparmintan lifði ekki af
veturinn. Frá 1989-1995 voru plöntumar að meðaltali aldar upp í heitu gróðurhúsi
í 52 daga. Uppskera stóð venjulega frá mánaðarmótunuin júní/júlí og fram í
byrjun september.
5.9 Rósmarín (Rosmarinus officinalis)
Árin 1989 og 1994 var reynt að rækta rósmarín í köldu plastgróðurhúsi. Fyrra
árið var fræið frá Mj-frö. Eftir uppeldi í 52 daga var plöntunum plantað í húsið
25. maí. Uppskeran var nánast engin. Seinna árið var fræið frá Sper. Þá voru
plöntumar hafðar í 93 daga í uppeldi í upphituðu gróðurhúsi. Uppskeran var mjög
léleg, 20 g af plöntu.
5.10 Salvía (Salvía officinalis)
Árið 1982 vom gróðursettar nokkrar plöntur af salvíu frá Garðyrkjuskóla ríkisins.
Uppskeran var ágæt en plönturnar dóu um veturinn (Magnús Óskarsson, 1989).
Árin 1990, 1992 og 1994 var aftur reynt að rækta salvíu í óupphituðu
plastliúsi og 1995 vom plöntur, sem lifað höfðu frá árinu áður, uppskornar og var
uppskeran allgóð. Uppskeran var lítil 1990, 1992 og 1994, árin sem plöntumar
uxu upp af fræjum,79 g af plöntu eða 0,33 kg/m^.
5.11 Sígóð (Fennika) (Foeniculumvulgaris)
Árið 1993 var sígóð ræktuð í óupphitaða plasthúsinu. Plönturnar náðu allgóðum
þroska en blómstmðu snemma sumars.
5.12 Steinselja (Pétursselja eða persilla) (Petroselinum crispum)
Árin 1988-1989 var ræktuð steinselja með fremur sléttum blöðum (ítölsk
steinselja). Ræktunin tókst vel. Uppskera af plöntu var 430 g. Árin 1991-1993
var ræktuð steinselja, sem var með hrokkin blöð. Uppskeran var 1,67 kg/m.2.
Uppeldi í heitu gróðurhúsi tók 52 daga að meðaltali og var það sennilega
óþarflega langur tími. Uppskera fór fram á tímabilinu 23. júní til 10. ágúst.
27