Rit Búvísindadeildar - 10.07.1996, Blaðsíða 41
Afbrigðið Varna virðist hafa töluverða yfirburði yfir önnur afbrigði, sem
reynd hafa verið, þó er það í verðlistum aðeins talið í meðallagi fljótvaxið.
Árin 1993 - 1995 var fléttuð sarnan athugun á mismunandi stofnum og því
að ala einn blaðlauk upp í 2 lítra potti eða tvo upp í 3,5 lítra potti. Árin 1993,
1994 og 1995 gaf seinni aðferðin 24%, 15% og 20% meiri uppskeru af flatar-
einingu. Á þessu er ekki auðvelt að finna góða skýringu. Hugsanlega verða rætur
plantnanna fyrir minna hnjaski við gróðursetningu, þegar þær eru aldar upp í
stærri pottum. Það sem mælir gegn þessari skýringu er að í Noregi og trúlega
víðar kaupa garðyrkjumenn og aðrir, berróta blaðlauksplöntur af garðplöntu-
sölum. Það er mjög lítil mold, sem hlífir rótum þessara plantna (Aamlid,K. 1987).
Þessi aðferð væri varla notuð þyldu plöntumar meðferðina illa.
Rauðlaukur
í nálægum löndum er rauðlaukur ræktaður í stórum stíl með miklum vélbúnaði.
Ef litið er á hagkvæmni ræktunarinnar, virðist vonlítið að keppa við hana hér á
landi, jafnvel í ódýrum gróðurhúsum. Hins vegar getur fólk ræktað lauk til
heimilis í plastgróðurhúsum, með það fyrir augum að fá ljúfengan og nýjan lauk á
eigið borð.
Á norðlægum slóðum er rauðlaukur fyrst og fremst notaður sem krydd,
þ.e. til að skerpa bragðið að matnum. Sunnar er laukur notaður sem kolvetnafæða.
Menn hafa verið að reyna að kynbæta rauðlauk þannig, að bragðið verði nógu
milt fyrir smekk Norður- Evrópumanna, svo að þeir geti t.d. notað hann í salat.
Afbrigðið Expando er ávöxtur slíkra kynbóta.
Basilíka
ítalir nota blöð basilíku mikið í mat, t.d. í salöt og tómatarétti. Það eru til tvær
tegundir af basilíku. Ocimum basilicum var reynd á Hvanneyri, en af þeirri
tegund eru til tvö litarafbrigði, rautt og grænt og voru þau bæði reynd. Hafsteinn
Hafliðason (1989) segir að rauða basilíkan þoli ögn betur kulda.
Það var mikill áramunur á því hve vel heppnaðist að rækta basilíku á
Hvanneyri. Hugsanlega var það vegna þess, að plönturnar voru ætíð hafðar við
plastvegginn í gróðurhúsinu, en basilíka virðist frekar hitakær. Hafsteinn H.
(1989) telur varla unnt að rækta basilíku undir berum hirnni. í Finnlandi var
meðaluppskera í tilraunum 0,96 kg/m2 af basilíku, sem ræktuð var á bersvæði, en
1,91 kg/m^ undir trefjadúk. í plasthúsinu á Hvanneyri var uppskeran mest árið
1991, það ár var hún svipuð og undir trefjadúk í Finnlandi.
Esdragon
Það virðist fátt því til fyrirstöðu að rækta rússneskt esdragon í óupphituðu
plastgróðurhúsi. Rússneska esdragonið, sem var í athugunum á Hvanneyri, vex
upp af fræi á vorin, gagnstætt frönsku esdragoni, sem er fjölgað með græðlingum
(Hoppe, E. 1988).
35