Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Qupperneq 32
SKIPTIBEITARTILRAUN MEÐ HROSS OG
SAUÐFÉ
Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Inngangur
Alla þessa öld og fram á áttunda áratuginn fór stór hluti sumarbeitar sauðfjár fram
á afféttum landsins. Á síðastliðnum áratug hefur sumarbeit sauðfjár hins vegar
verið að færast í æ ríkara mæli niður á láglendi. Kemur þar fleira en eitt til. Með
mikilli fækkun sauðljár hefur kostnaður á kind við afréttanotkun víðast vaxið
mjög mikið og getur svo farið að beií á mörgum afréttum leggist alfarið af á
komandi árum. Umræða um gróður- og jarðvegsvemd hefur einnig farið vaxandi
ásamt kröfiz um vistvænan landbúnað sem hefur leitt af sér lokun afrétta, eins og
t.d. affétti Vestur-Eyfellinga. Útlit er fyrir að þessi þróun muni halda. Samfara
þróuninni í sauðfjárrækt hefur hrossaeign landsmanna vaxið ört og er merkjanleg
veruleg aukning beitarálags á láglendi af völdum lirossa á síðustu árum. Nýting
láglendisins til beitar hefur þannig aukist mikið á síðasta áratug og er útlit fyrir að
sú aukning muni enn halda áfram á komandi árum.
I beitartilraunum Rala sem fóm ffam á fjölmörgum stöðum á landinu á tímabilinu
1975-1989 var beit sauðfjár, nautgripa og hrossa könnuð. Á nokkrum stöðum var
blönduð beit sauöíjár og nauígripa (kálfa) rannsökuð en hvergi blönduð beit
hrossa og sauðfjár. Skiptibeit, þar sem búfjártegundir skiptast á að bíta landið en
bíta ekki samtímis, var ekki rannsökuð. Niðurstöður beitartilraunar Rala vom
m.a. þær að vöxtur lamba víða á láglendi, sérstaklega á framræstum láglendis-
mýrum væri engan veginn viðunandi og vemlegur munur væri á vexti lamba sem
beitt væri á afréttum og þeirra sem beitt væri á láglendismýrar. Em það engin ný
sannindi þar sem bændur hafa í áratugi kvartað yfir lélegum vexti lamba sem ekki
fara á fjall. Ekki var unnt að skýra ástæður lélegri þrifa og vaxtar útfrá beitartil-
raunum Rala og stendur það enn að þetta vandamál í íslenskum landbúnaði er
óskýrt og óleyst. Skýringar þær sem nefndar hafa verið em jarðvegssveppir sem
finnast ffekar á láglendi og hafi fukkalyfsáhrif á vambarflómna, jafiit fall
meltanleika gróðurs á láglendi og þar af leiðandi minni möguleikar á vali, og
fóðurleiði í einsleitu gróðurlendi láglendismýranna. Fleira mætti nefna en eflaust
er engin ein skýring sú eina rétta heldur er um að ræða nokkra eða marga
samverkandi þætti. Efitir stendur hins vegar að kaxma þá þætti nánar sem nefndir
hafa verið sem hugsanlegir orsakaþættir.
Á láglendi er gróður fljótari tií á vorin en á hálendi, en sprettur að jafnaði einnig
fýrr úr sér. í ffamræstum mýrum á láglendi er tegundafjöldinn að jafnaði ekki
mjög mikill og oftast örfáar tegundir ríkjandi. Þessar plöntur spretta að öllu jöfiiu
nokkuð jafnt og fylgjast að í þroskastigi allt sumarið. Á afréttum aftur á móti, era
aðstæður að mun fjölbreyttari, hæðamismunur mikill, grunnvatnsstaða og snjóa-
lög breytileg svo og gróðurlendi. Á afféttum er því að finna gróður á mismun-
25