Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 33

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 33
andi þroskastigi allt sumarið og skepnur geta fundið sér plöntur í sprettu og með miklu næringarinnihaldi allt sumarið, ólíkt því sem gerist í láglendismýrinni. Ein aðferðin til að auka ffamboð af gróðri með háu næringargildi allt sumarið á lálendi, er að beita á endurvöxt. Erlendis er sú aðferð alþekkt undir nafninu “rotation grazing”. Hugmyndin að baki slíku beitarkerfi er að taka tillit til þarfa beitardýranna og afurða þeirra, jafnfram því að tekið er tillit til gróðurvemdar og þarfa einstakra plantna. í slíku kerfi skiptist á töluvert þung beit og friðun á afmörkuðum hólfum eða girðingum. Við friðunina endumýjar gróðurinn sig, nær endurvexti og styrkir rætumar líka. Erlendis er skiptibeit ofitast nær stunduð með aðeins einni tegund búfjár, þar sem hópurinn er fluttur á milli hólfa/girðinga og friðað á eftir. Sami hópur kemur síðan aftur á endurvöxtinn síðar. Þar sem beit á sér stað stóran hluta úr árinu er reynt að breyta friðunartíma á hveiju hólfi milli ára þannig að ekki sé alltaf haustbeit á sama stað og ekki alltaf snemmvorbeit á öðmm. Hérlendis hagar öðmvísi til og er nauðsynlegt að aðlaga skiptibeitarhug- myndina íslenskum aðstæðum. Markmið Markmið tilraunarinnar var að kanna áhrif skiptibeitar hrossa og sauðijár á vöxt og þrif sauðfjár þegar beitt var á framræstra láglendismýri. Skipulag beitarinnar miðaði við að láta hrossin bíta landið fyrst og að beita sauðfénu á endurvöxtinn. Framkvæmd í úthaganum á Hvanneyri (“suður í landi”), á mýrlendi sem að hiuta til er framræst, var girt 36 ha girðing sem skipt var í 6 hólf, hvert um 6 ha að stærð. Ekki þurfti að girða nema hluta vegna þess að notast var við fjárhelda skurði á svæðinu. Girðingarframkvæmdum seinkaði töluvert og var ekki lokið fyrr en undir mánaðarmótin júní/júlí. Vegna þess hve þá var liðið á beitartímann var ákveðið að nota þetta fyrsta ár tilraunarinnar sem “reynsluár”, þ.e. að halda öllum kostnaði í lágmarki, sleppa gróðurrannsóknum en beita einungis hrossum og sauðfé og fylgjast með þrifúm sauðfjárins. Sett var í girðingarhólfin 26. júní, tíu hross og 32 ær. Samanburðarhópur var valinn til að ganga á landinu umhverfis hólfin svo og hópur sem gekk á afrétti. Fé var fyrst sett í hólf nr.3 en hross í hólf nr. 2. Fært var á milli hólfa á 14 daga fresti og fór fé næst í hólf nr. 1, svo í hólf nr. 2 og síðan í kjölfar hrossanna í hólf nr. 4 og 5 og að lokum á nýjan leik í hólf nr. 3 (sjá mynd 1). Fé var viktað við hveija færslu milli hólfa. 26

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.