Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 35

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 35
TILRAUN MEÐ GELDINGU UNGRA FOLALDA Gunnar Gauti Gunnarsson og Ingimar Sveinsson Inngangur Er folald fæðist eru venjulega bæði eistu niðri í pung en fljótlega dragast þau upp í kviðarhol og koma ekki aftur niður fyrr en nálgast fer kynþroska aldur, eða þegar folinn er kominn á annað ár. í gömlum heimildum er að finna tilskipun frá Ólafur Stephensen stiftamtmanni um geldingu allra hestfolalda, sem ekki á að brúka til undaneldis, innan þriggja nátta frá fæðingu. Gelding folalda á þessum aldri hefir að mestu lagst af og ekki verið framkvæmd á síðari tímum nema í litlum mæli. Sumarið 1997 var hafin tilraun með geldingu ungra hestfolalda í samstarfi þeirra Ingimars Sveinssonar kennara á Hvanneyri og Gunnars Gauta Gunnarssonar dýralæknis í Borgamesi. Tilgangur tilraunarinnar er að kanna hvort heppilegt sé og hagkvæmt að gelda folöld á þessum aldri og jafnframt að kanna hvaða áhrif slíkt hefði á þroska þeirra, byggingarlag og notagildi siðar á ævinni. 28

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.