Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 47

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 47
ÁHRIF DAGSBIRTU Á PÖRUNARTÍMA HJÁ ÍSLENSKUM MINKUM Verkefni LOÐ 1-97 Siguijón Bláfeld og Bjami Ólafsson 1. Yfirlit í skýrsluhaldi loðdýrabænda hjá Bændasamtökum íslands hefur komið í ljós að heppilegustu pörunardagamir hjá minkum em nokkm fyrr á árinu en almennt er talið vera best meðal bænda. Samkvæmt skýrsluhaldinu lítur út fyrir að byija eigi pörun á minkum 5-7 dögum fyrr en gert er og 7-9 dögum fyrr en ráðlagt er á Norðurlöndum. Þessi pörunartilraunin er gerð í þeim tilgangi að finna bestu pörunardagana fyrir íslenska aliminka, miðað við birtumagn og birtulengd. Byijað var á tilrauninni 16. febrúar 1997 og er áætlað að henni ljúki eftir 5 pömnartímabil eða 15. maí 2001. Að þeim tíma liðnum eiga að liggja fyrir nægi- legar upplýsingar um pörunarmynstur íslenskra minka, samhliða uppsöfhuðum birtumælingum hjá Veðurstofii íslands. Allir útreikningar varðandi fylgni á milli pömnar dýranna og dagsbirtu verða byggðir á þeim mælingum. Þær niðurstöður sem nú verður sagt frá em niðurstöður fyrsta árs. Tilraunin var gerð á loðdýrabúi Bændaskólans á Hvanneyri og var tilraunadýrunum, 110 að tölu (55 Scanblck- og 55 Scanbrownlæðum) skipt upp í 5 jafnstóra hópa. Til að finna best út pömnar- vilja (eða pörunarkúrfu) dýranna vom hópamir látnir hefja pömn með 5 daga millibili. Þannig var byrjað að para 1. hópinn 16/2, 2. hópinn 21/2, 3. hópinn 26/2, 4. hópinn 3/3 og 5. og síðasta hópinn 8/3, svo öll pörunarkúrfan næðist. Allir hópamir höfðu sama fóður og aðbúnað á tilraunatímanum. 2. Helstu niðurstöður tilraunarinnar • Læðuhópurinn sem byijað var að para 16/2 hafði lægstu pömnarprósentuna ásamt hópnum sem byijaði 8/3 eða 77%, hæstu geldprósentuna, næst fæstu hvolpa á gotna læðu og langfæstu hvolpa á paraða læðu. • Hópur II sem byijað var að para 21/2 hafði næst hæstu pörunarprósentuna eða 95%, næst minnstu geldprósentuna ásamt hópnum sem byijaði 26/2, og næst flestu hvolpa á gotna- og paraða læðu. • Læðuhópur III sem byijað var að para 26/2 var með 100% pömn og næst minnstu geldprósentuna, stystu meðgönguna og flesta hvolpa á gotna- og paraða læðu. • Hópur IV sem hóf pömn 3/3 var með 82% pömn en fæstar læður geldar, næst fæstu hvolpa á gotna læðu og þriðju fæstu á paraða. • Fimmti og síðasti hópurinn sem byijað 8/3 var með lélegustu pömnarprósentuna ásamt fyrsta hópnum frá 16/2 eða 77% pörun, næst hæstu geldprósentuna, fæsta hvolpa á gotna læðu og næst fæstu hvolpa á paraða læðu. • Við þær aðstæður sem em hér á Hvanneyri benda fyrsta árs niðurstöður til að 0,14 hvolpar á læðu tapist fyrir hvem dag sem dregið er að para minkana eftir 26. febrúar og ffarn til 8.mars. 40

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.