Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Side 57

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Side 57
3. tafla. Áburðarhættir og uppskera túns - við hirðingu Spilda Uppskera Rúllu- Buffer- Prótein Meltan- FE/ha t þe./'ha fjöldi hæíhi % af þe. leiki % reiknaðar A: með búfjáráburði 4,26 36 143 9,5 64 3025 V: með tilb. áburði 5,20 43 136 12,9 68 4005 Allnokkur munur reyndist vera á uppskerumagni spildnanna og eiginleikum heysins. Á nú eftir að sjá hvort og þá hvaða munur kann að vera á verkun heysins. 3. Hjálparefni við verkun heys í rúliuböggum Verkefnið er framhald þess sem áður hefur verið greint frá (A.I.). Hydro Nutrition óskaði eftir að reynd yrði endurbætt gerð Foraform-hjálparefnisins en það nefhist GrasAAT. Meginefhi þess er maurasýra. Því var gerð tilraun með GrasAAT í há, sem bundin var í rúllur við tvenn þurrkstig, 35 og 63% þe. Heyið var gefíð fjórum hópum haustlamba (10 lömb í hópi) á tímabilinu 20. okt. til 17. des. en þann dag var þeim slátrað. í fóðrunartilraunina voru valin lömb sem bötunar þurftu við; meðalþungi þeirra í byrjun tilraunar var 29 kg. Sýni voru tekin úr heyinu við hirðingu og við gjafir. Áhrif íblöndunar og forþurrkunar verða metin á grundvelli heyáts, þungabreytinga og fallþunga lambamia svo og efnainnihalds heysins. Skýrsla um niðurstöður tilraunarinnar er í undirbúningi. Hydro Nutrition greiðir beinan kostnað við þessa tilraun. 4. Gerjun heys - áhrif umhverfishita og þurrkstigs Tilraun þessi er tvenns konar: Annars vegar er um að ræða framhald tilraunar sem sagt var frá undir lið A.2. hér að framan, þar sem reynd voru áhrif þurrkstigs heysins á gerjun þess við mismunandi geymsluhita. Sú tilraun var gerð á rannsóknastofu. Fyrstu niðurstöður úr henni eru birtar í 4. töflu. Hins vegar var tilraun gerð með verkun heys í rúlluböggum þar sem reyna skyldi úti- og innigeymslu bagganna (veðrun og hitaáhrif). Heyið var bundið við þrenn þurrk- stig (34, 31 og 59% þe.) og hjúpað 6-foldu plasti annars vegar en 9-földu hins vegar. Allir baggamir voru tengdir hitarita. Fullverkað heyið verður tekið til rannsóknar á útmánuðum 1998. 50

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.