Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Blaðsíða 35

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Blaðsíða 35
LANDSNYTJAKORT Á {SLANDI 33 hentar öllum notendum, af því að þarfir þeirra og sjónarmið eru svo ólík. Einnig eru skiptar skoðanir um, hvað kalla má land- nýtingu eða hvernig á að skilgreina hana. M. a. þess vegna er talað um flokkun lands og landsnytja (1. og 2. tafla). Fjarkönn- unargögn sýna einungis yfirborð landsins, gróðurþekju og mannvirki og gefa því aðeins óbeina hugmynd, um hvernig land er notað. T. d. er ýmiss konar land, opin svæði í bæjum, skógar, beitilönd og auðnir, notað til útivistar. Vegna slíkra fjölþættra nytja er erfitt eða ókleift að draga glögg mörk milli flokka. Af þessum sökum nægja ekki fjarkönnunargögnin ein til slíkrar kortagerðar, heldur þarf upplýsingar til viðbótar ásamt vettvangsvinnu. Tegundir og fjöldi landnýtingarflokka, sem unnt er að greina, fara eftir mæli- kvarða og greinihæfni á myndum. Sé mæli- kvarði 1 : 100 000 eða minni, verða varla greindir með vissu nema fáeinir megin- flokkar. Flestir hallast því að flokkunar- kerfi, þar sem skipt er í tvö til fjögur stig flokkunar eftir mælikvarða frumgagna og kortsins, sem unnið er að (Rhind, D. & Hudson, R. 1980). Til fyrsta og annars stigs flokkunar nægja gervihnattamyndir og háflugsmyndir, teknar í meira en 12 km hæð, en eigi að reyna flokkun sem er þrjú eða fjögur flokkunarstig, þarf myndir úr minna en 5000 m hæð og þá má gera kort, sem er í mælikvarða 1 : 20 000 eða stærra (Anderson, J.R. o.fl., 1976). Lágmarksstærð svæða á landsnytjakorti ræðst líka af mælikvarða og greinihæfni á myndum, sem kortlagt er eftir. Stærð eða mælikvarði korta setur því líka skorður, hversu litla bletti unnt er að sýna, og má oftast telja, að óhugsandi sé, að reitir á korti séu minni en þrír mm á hvern veg. Hins vegar má oft skýrt greina minni bletti á vinnukortum. Venjulega er kortaefni fært afvinnukort- um á einhvers konar grunnkort. A þeim eru oftast upplýsingar, sem haldið er á lands- nytjakortinu og fremur bætist iðulega við efni af öðrum kortum, svo sem staðfræði- kortum, afþví að nákvæmni þeirra er meiri en fjarkönnunargagna sem notuð eru: Ymis þau skilyrði önnur, sem fullnægja þarf, þegar unnið er að landsnytjakortum, fara nokkuð eftir mælikvarða kortanna og tilgangi notenda. En margar þær vinnu- reglur, sem farið er eftir, eiga alltaf við. Eftirfarandi atriði má nefna: 1. Flokkun þarf að vera auðskilin og ótvíræð. 2. Flokkun ætti að vera þannig gerð að henni megi beita hvar sem er í sama landi (og helzt í mörgum löndum). 3. Hún þarfeinnigaðveraþannig, að beita megi misjafnlega mörgum stigum flokkunar, eftir því, sem við á hverju sinni (1-4 stigum). 4. Flokkun á að vera tæmandi, og flokkar ættu ekki að skarast. 5. Gerð flokkunar tryggi sem bezt sömu eða sambærilegar niðurstöður hjá mörgum starfsmönnum á ýmsum svæðum og frá einum tíma til annars. 6. Flokkun sé nægilega rúm til þess, að viðbætur séu mögulegar vegna nýrra greina landnýtingar og vegna saman- burðar við landsnytjakort eða kannanir síðar meir. Landsnytjakort í jarðfrœðaskor A síðustu árum hafa nokkur B.S.-verkefni landfræðinema fjallað um landnýtingu og landsnytjakort eru hluti affjórum þessara verkefna. Tvö kort eru í mælikvarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.