Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Blaðsíða 21

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Blaðsíða 21
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1982 14, 1-2: 19-27 Reyniáta (Cytospora rubescens Fr. ex Fr.) á íslandi Halldór Sverrisson Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Keldnaholti YFIRLIT Grein þessi fjallar um rannsóknir á átusveppum á reyni (Sorbus aucuparia L.), sem að mestu voru gerðar sumarið 1980. Auk þess er rætt nokkuð um erlendar rannsóknir, sem þessu efni tengjast. Athugun leiddi í ljós, að greinadauði á reyni er mun algengari í Reykjavík en á Akureyri, en á þessum stöðum voru flest tré athuguð. Sár á stofni reyndust vera algengari á Akureyri en í Reykjavík, en þess ber að gæta, að tré voru yfirleitt eldri fyrir norðan. Frá skemmdum trjáberki á greinum var í flestum tilfellum unnt að einangra sveppi, en sjaldan úr stofnsárum. í smitunartilraunum, sem gerðar voru á heilbrigðum greinabútum, kom í ljós, að aðeins ein tegund sveppa, Cytospora rubescens Fr. ex Fr., gat vaxið á heilbrigðum berki. Við prófun á vaxtarhraða 11 mismunandi ísólata við stofuhita reyndist það ísólat, sem hraðast óx, vaxa 14,8 mm að meðaltali á 10 dögum, en það, sem hægast óx, reyndist aðeins vaxa 3,8 mm á sama tíma, og er þessi munur marktækur. Niðurstöður prófunar á mótstöðu í berki mismunandi trjáa gegn sveppnum benda til þess, að mótstaða sé misjöfn í ólíkum einstaklingum. Ofangreindar niðurstöður ásamt niðurstöðum skozkrar rannsóknar benda til þess, að C. rubescens leggist aðallega á reynitegundir á svæðum, þar sem veðurfar er þeim erfitt af einhverjum orsökum. Frostáhrif á vetrum og óhagstæð sumarveðrátta gætu vegið þar þyngst. Erlendar athuganir sýna, að varnaraðgerðir, svo sem meðhöndlun með sveppalyfjum og smitun með varnarsvepp (Trichoderma-tegundum), geta gagnað. Þessar aðgerðir eru árangurslausar, ef sveppurinn er kominn í tréð. Framvegis ber því að leggja áherzlu á ræktun tijáa með mótstöðu gegn Cytospora rubescens hér á landi. I. INNGANGUR Reynir (Sorbus aucuparia L.) hefur verið eitt helzta garðtré hér á landi, síðan trjárækt hófst. Þrátt fyrir ræktun nýrra trjátegunda á síðari áratugum heldur reynir enn velli sem vinsælasta garðtréð, enda hefur hann marga kosti, og nægir að nefna skemmtilegt blaðform, fallega blóm- og berjaklasa og fagra haustliti. 2 Það hefur skyggt nokkuð á gleði garð- ræktenda víða um land, að skemmda verður oft vart á berki reynitrjáa, bæði á stofni og greinum. Oft eru þessi sár og dauðar greinar mikil lýti á trjánum. Skemmdir þessar hafa einu nafni verið nefndar reyniáta og einkum eignaðar tveimur tegundum sveppa, Nectria gal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.