Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 83

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Side 83
ERFÐIR FELDGÆÐA OG SKINNGÆÐA 81 stækka, þroskast og eldast, fari feldgæðum að fara aftur, þegar ákveðnum aldri eða þroska hefur verið náð. Þetta gæti að einhverju leyti verið skýringin á því, að hrútar eru með lakari feldgæði en gimbrar. Þar er að vísu ekki um aldursmun að ræða, heldur þroskamun. Erlendar rannsóknir sýna brey tileg áhrif aldurs lamba á feldgæði. Þannig fannst í sænskri rannsókn, að feldgæði fimm mán- aða lamba af Gotlandskyni voru miklum mun betri heldur en feldgæði sömu lamba við tveggja mánaða aldur (Skárman, 1963). í norskum rannsóknum jókst út- breiðsla lokks með aldri og auknum þroska, en lokkurinn stækkaðijafnframt og varð opnari, eftir því sem lömbin urðu eldri. Jafnframt hækkuðu einkunnir fyrir gljáa, toggæði og þéttleika felds með auknum aldri og auknum þunga lamb- anna. (Eikje og Steine, 1974). Nýlegar sænskar rannsóknir sýndu, að feldgæði fóru batnandi með auknum þunga lamb- anna, en aldursáhrif á feldgæði voru lítil. Þó kom fram í þeirri rannsókn, að lokkur á lifandi lömbum minnkaði að útbreiðslu og varð lausari í sér við það að láta lömb bíða slátrunar frá 130 daga aldri til 160 daga aldurs (Ahlén, 1978). í rannsóknámokka- sútuðum lambsgærum árið 1977 komu fyrir gærur af lömbum í haustbeitartilraun á Skriðuklaustri. Þar kom fram, að sá lambahópurinn, sem slátrað var í byrjun tilraunar, var með hæsta meðaltalið fyrir útbreiðslu lokks (Stefán Aðalsteinsson, óbirtar niðurstöður). Sú niðurstaða ásamt því, sem í ljós hefur komið í erlendu rannsóknunum bendir til, að lokkur á lömbum nái hámarki að útbreiðslu og gerð við ákveðinn aldur og þroska. Má leiða getum að því, að úrval að auknum feldgæð- um í Svíþjóð og Noregi hafi leitt til þess að mestu lokkgæði náist nú á eldri og þyngri lömbum en áður var, en hér sé lokkgæðum að byrja að fara aftur á venjulegum sláturtíma. Af öðrum atriðum í rannsókninni er sérstök ástæða til að benda á dökku hárin og tvískinnunginn. Dökku hárin og dökku blettirnir voru hvor tveggja mjög sjaldgæfí skinnunum, og þessir gallar stöfuðu eingöngu af eríð- um. Þeim er því auðvelt að útrýma með úrvali. Tvískinnungseinkunnin reyndist, sem betur fer, mjög lág í þessum skinnum eða 0.45 stig, en þaðjafngildir rúmlega 1 dm2 á hvert skinn eða innan við 2% afflatarmáli meðalskinns. Þessi rannsókn staðfestir hins vegar það sem áður hefur komið fram (Stefán Aðal- steinsson og Jón SteingrImsson, 1980; Stefán Aðalsteinsson o. fl., 1981), að tvískinnungur í gærum er arfgengur galli, og ef gera á gangskör að því að útrýma honum, þarf að gera það með afkvæma- rannsóknum á hrútum. Mikilvirkasta leiðin til að draga úr tvískinnungi í gærum í landinu í heild er að afkvæmarannsaka væntanlega sæðingar- hrúta með hliðsjón af þessum galla og nota aðeins þá þeirra, sem gefa lömb með lítinn tvískinnung. í rannsókn þeirri sem hér um ræðir komu fyrir 8 afkvæmi tveggj a sæðing- arhrúta, og fengu þau þrefalt hærri ein- kunn fyrir tvískinnung heldur en lömb heimahrúta sama árið (1.84:0.61) (Stefán Aðalsteinsson o. fl., 1981.) Þá kemur einnig fram í 11. töflu, að erfðafylgnin milli skinnþunga og gerðar lokks er mjög há og neikvæð, þannig að þyngri skinnin eru með opnari lokk. Sömu-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.