Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 87

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Qupperneq 87
ISL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1982 14, 1-2: 85-88 Ofvöxtur í klaufum á haustlömbum Stefán Aðalsteinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti. SAMANDREGIÐ YFIRLIT Lýst er ofvöxnum klaufum á þremur haustlömbum. Hafa klaufirnar mælzt allt að 7 cm langar, og áttu lömbin erfitt um gang, þegar þau komu af fjalli. Lömbin með þennan galla voru skyld hvert öðru og öll úr hálfsystkinapörunum með sama afann í báðar ættir. Sú ályktun er dregin, að galli þessi sé arfgengur og megi kenna hann einum víkjandi erfðavísi í arfhreinu ástandi. Haustið 1982 komu þrjár gimbrar fyrir í dropótta fjárstofninum á Hólum með ofvöxt í klaufum. Lengstu klaufir, sem mældust, voru um 7 cm, sjá mynd, en eðlileg lengd klaufa á haustlömbum er um 3.5-4 cm, sjá mynd. Lömbin með ofvöxnu klaufirnar áttu erfitt um gang og virtust ekki geta staðið á uppréttum fótum, heldur lögðust fætur fram, svo að afturhluti klaufa og lágklaufir námu við jörð. Á gangi báru þau höfuð óeðlilega lágt, vegna þess að þau teygðu framfætur fram og gengu á afturhluta klaufa og lágklaufum. Afturfætur gengu einnig óeðlilega langt inn undir kvið á göngu. Grunur lék á, að hér gæti verið um arfgengan galla að ræða, þar eð hann var einvörðungu bundinn við dropótta féð. Við athugun á ætt lambanna kom í ljós, að mæður þeirra voru allar undan Bekk 244 frá Hriflu og feður lambanna, Flibbi 252 faðir tveggja og Pristur 256 faðir eins þeirra, eru báðir undan Bekk 244, sjá 1. töflu. Haustið 1982 komu til vigtunar 32 lömb undan þessum hrútum og Bekks-dætrum eða dætrum þeirra sjálfra, og samsvarar hlutfallið 3/32 vel hlutfallinu 4/32 = 1/8, sem búast mætti við, ef um einfaldan víkjandi erfðavísi væri að ræða, sjá 2. töflu. Vorið 1981 fæddust alls 19 lömb úr pörunum, þar sem von gat verið á slíkum fyrirbærum, en ekki er vitað til, að neitt lamb með þennan galla hafi komið fram þá. Af þeim lömbum hefðu 2-3 (2.375) átt að vera með gallann. Hlutfall gallaðra lamba af þessari heild, 3/51, víkur ekki marktækt frá væntanlega hlutfallinu 6.375/51. Sú vitneskja, sem fyrir liggur fram að þessu, bendir því til, að um geti verið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.