Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 82

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Síða 82
80 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ÁLYKTANIR Helstu ályktanir, sem draga má af þeim niðurstöðum, sem lagðar eru fram hér, eru eftirfarandi: Mjög lítið samband fannst í gögnum frá árinu 1980 milli feldgæðaeinkunna á lif- andi lömbum og sömu einkunna, sem gefnar voru á sútuðum skinnum af sömu lömbum. í norskum rannsóknum kom fram lág fylgni milli feldgæðaeinkunna á lifandi lömbum og á skinnum þeirra eftir sútun (Eikje og Steine, 1974), en í sænskum rannsóknum hefur fylgnin milli einkunna á lifandi lömbum og skinnum reynst mun hærri (sjá Ahlén, 1978, vegna tilvísana í sænskar rannsóknir). Vera má að hin lága fylgni í þeim rannsóknum, sem hér er lýst, stafi að einhverju leyti af því, að lítill brey tileiki hafi verið í feldgæðaeiginleikum Reykhólalambanna haustið 1980 og þau lömbin, sem skáru sig mest úr að gæðum, hafi verið sett á. Þess vegna er mikil þörf á að endurtaka þennan þátt rannsóknarinnar á efnivið, þar sem er meiri breytileiki og hærra meðaltal fyrir feldgæði en var á Reykhólum haustið 1980. Arfgengi var lágt, en marktækt á ein- kunnum fyrir útbreiðslu og gerð lokks að vori, en 0 á gljáa að vori og útbreiðslu, gerð og gljáa lokks að hausti, sjá 6. töflu. Þessar niðurstöður benda til, að lítils sé að vænta í umbótum á feldgæðum með skoðun og vali á lifandi lömbum. Hin lága fylgni feldgæðaeinkunna á lifandi lömbum að hausti við sömu atriði á sútuðum skinnum bendir ennfremur til þess, að einkunnagjöf á lifandi lömbum hafi haft lítið sem ekkert spágildi um einkunnirnar eftir sútun. Það er athyglisvert í 4. töflu, að gæru- þungi er tiltölulega mikill eða 23.2% af fallþunga. Hann hefur því verið 1.2% yhr reiknuðum gæruþunga. Það er ljóst á fylgni gæruþunga við fallþunga í 8. töflu, 0.65, að fallþunginn gefur ekki nákvæma mynd af gæruþunga einstakra lamba. Eins má sjá á 4. töflu, að aukning í gæruþunga með aldri er nærri 37% af aukningu í fallþunga með aldri, þannig að eldri lömbin hafa verið með mun þyngri gæru miðað við fallþunga heldur en yngri lömbin. Þessar tölur gefa tilefni til að ætla, að endurskoða þurfr reiknihlutfallið, sem nú er notað í slátur- húsum landsins, þar sem gæruþungi reiknast sem 22% af þurrum fallþunga án mörs. Sú meðaltalstala ívilnar þeim, sem hafa ullarrýr lömb með léttar gærur, en tekur frá þeim, sem eiga ullarmikil lömb með þungar gærur. Samkvæmt niðurstöðum í 9. og 10. töflu virðast hafa komið til muna betri gærur af Reykhólalömbunum haustið 1981 heldur en haustið 1980. Ekkier hægt að útiloka að munurinn milli ára stafi af mismun í notkun einkunnastigans, og skal því ekki fjölyrt um þann mun. Þó er áberandi, hve útbreiðsla lokks er meiri seinna árið, og þá fara 71% skinnanna í pelsvinnslu, en ekki nema 43% árið áður. Áberandi og marktækur munur kemur fram milli kynja á feldgæðaeinkunnum í 9. töflu, og eru gimbrarnar allsstaðar hærri. Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem fundist hefur í norskum (Eikje og Steine, 1974) og sænskum rannsóknum (Ahlén, 1978). Það er athyglisvert, að öll feldgæðaatrið- in í 9. töflu lækka marktækt með aldri lambanna. Þetta má að öllum líkindum skýra með því, að eftir því sem lömbin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.