Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 38

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 38
36 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Lýsing og skilgreining flokka Notkun sömu eða svipaðra flokksheita tryggir ekki fullkomlega, að flokkun lands og landsnytjakort verði að öllu leyti sam- bærileg á ýmsum svæðum og frá einum tíma til annars. Megineinkenni þeirrar flokkunar, sem hér er birt, eins og hinna útlendu aðferða, sem einkum var stuðzt við, eru þau að fjarkönnunargögn eru helztu vinnugögn og aðalheimildir til kortagerðar, þetta á sérstaklega við um tvö fyrstu stig flokkunarinnar, en sé beitt þremur eða fjórum stigum flokkunar (2. tafla), þarf að afla viðbótarupplýsinga. Sá hluti flokkunarkerfisins, sem einkum hefur verið reynt að staðla, er 1. og 2. stigs flokkun, en ýtarlegri skipting er breytilegri og fer eftir því, hver tilgangur og mæli- kvarði er hverju sinni. Borgar- og bajarland (1) er að mestu samfelld byggð, og þekja þar mannvirki af ýmsu tagi meginhluta landsins. íbúðar- byggð (11) er einn helzti undirflokkurinn, og þar með er talin öll slík byggð í borgum, bæjum og þorpum og einnig sumarbústað- ir, en ekki sveitabæir. íbúðarbyggð skiptist í fjóra 3. stigs flokka (111-114), sem svo má greina í 4. stigs flokka, eins og gert er í 2. töflu. Varla þarf að útskýra flokkun einbýlishúsa, en margbýlishús skiptast í sambýlishús (1121) °g jjölbýlishús (1122). í slíkum húsum eru fleiri en ein íbúð. Venjulega er ein íbúð á hverri hæð og með sérinngangi í sambýlis- húsum, en í fjölbýlishúsum er sami inn- gangur eða stigagangur að öllum íbúðum í húsinu, og algengt er, að fleiri en ein íbúð séu á hverri hæð. Safnheimili (113) eru hvers konar elliheimili eða dvalarheimili aldraðra (1131) og jjol- skylduheimili (1132), t. d. safnheimili fatl- aðra, einstæðra foreldra og unglingaheim- ili. Sumarbústaðir (114) eru sums staðar í hverfum og því auðvelt að sýna með flatartáknum eða á annan hátt sem sérstak- an flöt. Orlofshús og orlofsbúðir félaga eða stofnana eru hins vegar talin með þjónustu (13). Erfitt getur reynzt að greina íbúðar- byggðsérstaklegat. d. þarsemhúnerhluti byggðar á skólasetrum, vinnubúðum eða herstöðvum, og verður þá að telja hana með viðskiptum, þjónustu, iðnaði eða öðrum aðalflokki á hverjum stað. Viðskipti (12) og þjónusta (13) eru í einu lagi í 1. töflu, en er skipt í tvo 2. stigs flokka í 2. töflu. Er það gert til samræmis, svo að hver atvinnuvegur sé sérstakur flokkur (viðskipti 12, þjónusta 13, iðnaður 14, samgöngur 15). Auðvitað má segja að þessi skipting geti orkað tvímælis, af því að sjaldan er kleift að greina þessa flokka hvern frá öðrum á loftmyndum, og þarf vettvangskönnun til flokkunar og korta- gerðar. Nafngiftir og skipting flokkanna fara að mestu leyti eftir atvinnuvegaflokk- un Hagstofu íslands (sjá t. d. Hagtíðindi 1982,64. árg., nr. 6,107,—117. bls.) og þarf varla nánari skýringar á 3. og 4. stigs flokkun hér. Þó er rétt að benda á, að orlofsbúðirog orlofsheimili (1332) eru talin til þjónustu, enda greidd leiga fyrir afnot slíkra húsa. Sumarbústaðir einstaklinga (114) eru hins vegar taldir með íbúðar- byggð, af því að þeir eru oftast notaðir af fjölskyldu eigenda. Landnýting vegna iðnaðar (14) skiptist í níu 3. stigs flokka, sem svo greinast enn frekar, og er að mestu fylgt atvinnuvega- flokkun Hagstofunnar. Sú flokkun þykir eðlilegri á íslar.di en t. d. skipting í þungaiðnað og léttan iðnað, sem beitt er

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.