Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1982, Page 21
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1982 14, 1-2: 19-27
Reyniáta (Cytospora rubescens Fr. ex Fr.) á íslandi
Halldór Sverrisson
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Keldnaholti
YFIRLIT
Grein þessi fjallar um rannsóknir á átusveppum á reyni (Sorbus aucuparia L.), sem að mestu voru gerðar
sumarið 1980. Auk þess er rætt nokkuð um erlendar rannsóknir, sem þessu efni tengjast.
Athugun leiddi í ljós, að greinadauði á reyni er mun algengari í Reykjavík en á Akureyri, en á þessum
stöðum voru flest tré athuguð. Sár á stofni reyndust vera algengari á Akureyri en í Reykjavík, en þess ber
að gæta, að tré voru yfirleitt eldri fyrir norðan.
Frá skemmdum trjáberki á greinum var í flestum tilfellum unnt að einangra sveppi, en sjaldan úr
stofnsárum. í smitunartilraunum, sem gerðar voru á heilbrigðum greinabútum, kom í ljós, að aðeins ein
tegund sveppa, Cytospora rubescens Fr. ex Fr., gat vaxið á heilbrigðum berki.
Við prófun á vaxtarhraða 11 mismunandi ísólata við stofuhita reyndist það ísólat, sem hraðast óx, vaxa
14,8 mm að meðaltali á 10 dögum, en það, sem hægast óx, reyndist aðeins vaxa 3,8 mm á sama tíma, og
er þessi munur marktækur.
Niðurstöður prófunar á mótstöðu í berki mismunandi trjáa gegn sveppnum benda til þess, að mótstaða
sé misjöfn í ólíkum einstaklingum.
Ofangreindar niðurstöður ásamt niðurstöðum skozkrar rannsóknar benda til þess, að C. rubescens
leggist aðallega á reynitegundir á svæðum, þar sem veðurfar er þeim erfitt af einhverjum orsökum.
Frostáhrif á vetrum og óhagstæð sumarveðrátta gætu vegið þar þyngst.
Erlendar athuganir sýna, að varnaraðgerðir, svo sem meðhöndlun með sveppalyfjum og smitun með
varnarsvepp (Trichoderma-tegundum), geta gagnað. Þessar aðgerðir eru árangurslausar, ef sveppurinn
er kominn í tréð. Framvegis ber því að leggja áherzlu á ræktun tijáa með mótstöðu gegn Cytospora
rubescens hér á landi.
I. INNGANGUR
Reynir (Sorbus aucuparia L.) hefur verið
eitt helzta garðtré hér á landi, síðan
trjárækt hófst. Þrátt fyrir ræktun nýrra
trjátegunda á síðari áratugum heldur
reynir enn velli sem vinsælasta garðtréð,
enda hefur hann marga kosti, og nægir að
nefna skemmtilegt blaðform, fallega blóm-
og berjaklasa og fagra haustliti.
2
Það hefur skyggt nokkuð á gleði garð-
ræktenda víða um land, að skemmda
verður oft vart á berki reynitrjáa, bæði á
stofni og greinum. Oft eru þessi sár og
dauðar greinar mikil lýti á trjánum.
Skemmdir þessar hafa einu nafni verið
nefndar reyniáta og einkum eignaðar
tveimur tegundum sveppa, Nectria gal-