Fréttablaðið - 11.12.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 11.12.2020, Síða 8
Til stendur að hækka verðskrána um rúmlega 13 prósent. HEILBRIGÐISMÁL Landspítala er ekkert að vanbúnaði að taka í notkun DRG-fjármögnunarkerfi á þessu ári ef það tekst að ná samn- ingi við Sjúkratryggingar Íslands. Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðu- neytisins munu Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka kerfið að fullu í notkun í byrjun árs 2022, ári síðar verði það komið til fram- kvæmda á öðrum heilbrigðisstofn- unum, þar á meðal einkareknum. Árið 2030 verði allt heilbrigðis- kerfið búið að taka kerfið í notkun. Fram kemur í svari Landspítala við fyrirspurn Fréttablaðsins að stefnt sé að því að gera samning til lengri tíma. Leysa þurfi þó fjölmörg atriði, þar á meðal hvernig fjárhags- legum samskiptum verður háttað. Bolli Héðinsson hagfræðingur segir það óréttlátt og óhagkvæmt að opinberar heilbrigðisstofnanir sitji ekki við sama borð og einka- reknar heilbrigðisstofnanir. Spítal- ar séu á föstum fjárlögum á meðan einkareknar stöðvar fái greitt eftir afköstum. „Opinberu spítalarnir þurfa að fá að búa við sama kerfi og einkageir- inn, annað er ekki sanngjarnt. Þeir eiga ekki að þurfa að búa við það að vera á föstum fjárlögum. Ef það er mikið að gera hjá þeim þá fá þeir ekki meiri pening,“ segir Bolli. Telur hann þetta jákvæðar breytingar í átt frá stofnanamiðuðu kerfi í átt að einstaklingsmiðuðu kerfi þar sem fjármagn fylgi einstaklingnum og heilbrigðisstofnanir hafi hag af umönnun sjúklinga. Skipti þá ekki höfuðmáli hvort notast sé við DRG eða annað kerfi til að reikna út kostnað við hvert viðvik. „Það er mjög mikilvægt upp á hagkvæmni að hægt sé að f letta upp hvað hvert viðvik kostar, allt frá umbúðum til launakostnaðar,“ segir Bolli. „Þarna breytist staða heilbrigðisstofnana gagnvart fjár- veitingarvaldinu. Þá er hægt að leggja fram hvað er gert og hvað það kostar. Það er allt önnur staða en að fá eina upphæð fyrir árið og vera síðan sagt að gera sitt besta.“ Það að borgað sé eftir afköstum þýðir þó ekki að skrúfað sé frá krana þar sem engar hömlur eru á hversu mikið ríkissjóður greiðir til heilbrigðismála. Segir Bolli að Alþingi muni áfram fara með fjár- veitingarvaldið, greitt sé til Sjúkra- trygginga sem greiði svo heilbrigð- isstofnunum eftir afköstum. Slíkt kerfi þar sem greitt er eftir af köstum og eftir því hvar lægsta verðið er að fá þarf ekki að þýða að skurðaðgerðir færist í meira mæli til einkarekinna aðila. „Í dag tapar spítalinn á því að gera fleiri aðgerð- ir. Með svona kerfi skapast hvati til að breyta skipulaginu, það kæmi ekki á óvart þó að afköstin myndu aukast umtalsvert.“ arib@frettabladid.is Tapa á að gera fleiri aðgerðir Hagfræðingur segir að með innleiðingu nýs fjármögnunarkerfis muni opinberar heilbrigðisstofnanir sitja við sama borð og einkaaðilar. Muni það ekki koma á óvart að afköst spítala aukist umtalsvert. Landspítalinn notar nú þegar DRG-kerfið í starfsemi sinni. Nú er unnið að samningi við Sjúkratryggingar til lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í dag tapar spítal- inn á því að gera fleiri aðgerðir. Með svona kerfi skapast hvati til að breyta skipulaginu, það kæmi ekki á óvart þó að afköstin myndu aukast umtalsvert. Bolli Héðinsson hagfræðingur Jólin eru hátíð ljósa og gleði. Fagnaðu á öruggan og áhyggjulausan hátt með okkur. Þú færð brunavarnapakka í nýrri vefverslun okkar www.securitas.is/jolin Öryggiskerfi SAMSTARFSAÐILI 15:04 100%ÖRUGG JÓL SKEMMTUN „Það hefur verið svo- lítið um það þótt það sé engin hol- skefla,“ segir Hildur Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri miðasölunnar Tix, aðspurð hvort mikið sé um að fólk nýti ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa aðgang að jólatónleikum. Um síðustu mánaðamót höfðu um 150 þúsund manns ekki nýtt fimm þúsund króna ferðagjöfina. Hægt er f lytja gjöfina yfir á aðra og gefa sem jólagjöf. Nota má hana til að kaupa ýmsa af þreyingu, til dæmis aðgang að tónleikum sem nú eru margir í boði. Hildur segir að frá því í júní hafi Tix í samstarfi við Ferðamálastofu getað tekið við ferðagjöfinni við kaup á aðgangi að viðburðum inn- lendra listamanna. Það sé hugsað sem stuðningur við íslenskt menn- ingarlíf. Tix hafi ekki vakið sér- staklega athygli á þessari aðferð við miðakaup fyrir utan tölvupóst til viðskiptavina í sumar. Það geti því verið að einhverjir hafi ekki áttað sig á þessum möguleika. „Fólk sér það strax ef það er að kaupa sér miða að hægt er að nota ferðagjöf- ina sem greiðslu,“ segir hún. Margir tónleikar eru í boði á aðventunni í streymi í gegn um vefinn og sjónvarpsveitur. Hildur segir aðsóknina framar vonum. „Jólagestir Björgvins eru lang- stærstir,“ segir Hildur. „Sigga Bein- teins var með streymi og svo er náttúrlega Bubbi með Þorláks- messutónleikana sem komnir eru í sölu og einhverjir minni líka. „Fólk tekur þessu mjög vel enda er verðið sanngjarnt.“ – gar Nota má ferðagjöf til að kaupa miða á jólatónleika Sviðið kannað fyrir Jólagesti Björgvins árið 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins hefur óskað eftir því að hækka verðskrá sína um rúmlega þrettán prósent. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi í nóvember en stjórnir allra aðildarsveitarfélaga þurfa að samþykkja skrána. Tvær ástæður eru fyrir hækkun- inni. Annars vegar til þess að mæta áhrifum launahækkana á þessu ári og því næsta. Hins vegar er þetta gert til þess að gera Slökkviliðið að minna aðlaðandi kosti til að sinna ólögbundnum verkefnum. Samkvæmt hinni nýju verðskrá kostar grunneining lögbundinnar þjónustu 16.830 krónur. Undir það falla meðal annars öryggisvaktir, lokanir mannvirkja og lokaúttektir. Ólögbundin þjónusta myndi kosta 22.721 krónu. Undir það hefur fallið meðal annars verðmætabjörg- un vegna vatnsleka, tækjaleigu, fylgd sprengiefnaflutninga og við- búnaður vegna mengunaróhappa. „Mikilvægt þykir að gjaldtakan sé þess eðlis að hún hvetji heldur til þess að leitað sé til aðila á hinum almenna markaði eftir þessari þjónustu, sé þess kostur, þar sem slökkviliðið eigi aldrei að vera eftir- sóknarverður valkostur til að sinna ólögbundnum verkefnum sem aðrir geti hugsanlega sinnt,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í bréfi til sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. – khg Vilja losna við aukaverkefni Slökkviliðsmenn hafa þegar í nógu að snúast. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.