Fréttablaðið - 11.12.2020, Page 10

Fréttablaðið - 11.12.2020, Page 10
BREXIT Breska ríkisstjórnin og fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins eru nú í óðaönn að undirbúa þann möguleika að viðskiptasamningur náist ekki í þessum mánuði. Aðlög- unartímabilinu lýkur um áramót og tilraunir Boris Johnson til að þvinga fram samning hafa enn engu skilað. Hingað til hafa Bretar hafnað því að framlengja aðlögunartíma- bilið vegna þrýstings frá útgöngu- sinnum. Nú eru hins vegar farnar í gang viðræður um að framlengja hluta þess til eins árs í viðbót. Þar á meðal fiskveiðarnar sem hafa verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum. „Við áttum gott samtal en þetta er erfitt,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, við BBC eftir að hafa rætt við Johnson. Hann og samn- inganefndin eru nú í Brussel og verða yfir helgina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að viðræðurnar myndu klárast um helgina, hvort sem samningur næðist eða ekki. Í yfirlýsingu sem Evrópusam- bandið gaf úr í gær var sagt að helstu samgönguleiðir yrðu tryggðar til sex mánaða, svo sem leyfi fyrir flug- vélar og ferjur. Þó má búast við því að hægist á öllum farþega- og vöru- flutningum vegna herts eftirlits og tolla. Þá voru einstök ríki Evrópu- sambandsins hvött til að gera ekki tvíhliða samninga við Breta. Það myndi grafa undan samningsstöðu ESB og ógna innri markaði sam- bandsins. Von der Leyen ítrekaði að þó að samningar myndu nást um helg- ina gæti farið svo að Bretar færu samningslausir út úr sambandinu um áramót. Þing allra Evrópusam- bandslandanna þyrftu að sam- þykkja og staðfesta samninginn. Ekkert launungarmál er að Frakkar hafa þrýst á harðari afstöðu gagnvart Bretlandi í viðræðunum, og krafa ESB um aðgang að bresku hafsvæði er sögð runnin undan rifjum Emmanuel Macron Frakk- landsforseta. Frakkar eru þó ekki einir um að vilja verja innri markaðinn og sníða Bretum þröngan stakk vilji þeir áfram hafa aðgang að honum. Á miðvikudag funduðu Evrópu- sendiherrar Frakklands, Spánar, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Írlands og Danmerkur með Michel Barnier, samningamanni ESB, og hvöttu hann til að sýna Bretum ekki lin- kind í viðræðunum. Sættist Boris Johnson á að fram- lengja fiskveiðiréttindi ESB verða mjög þung skref fyrir hann aftur heim til Lundúna. Óvíst er að þing- menn Íhaldsflokksins myndu sam- þykkja slíkt samkomulag, enda væru það talin svik við hörðustu útgöngusinnana. Nigel Farage, for- maður Brexitf lokksins, sagði til- boðið „mikla móðgun“ við Breta. Þó að samkomulag um fiskveiðar yrði pólitískt högg fyrir ríkisstjórn Johnson gæti svo farið að það yrði samþykkt í ljósi hins efnahagslega veruleika. Aðgangur að innri mark- aðinum skiptir atvinnulíf Bretlands langtum meira máli en fiskveiðar. Bretar búast við því að vöruverð í búðum hækki töluvert um ára- mót náist ekki samningar í ljósi þess hversu stór hluti varnings er keyptur frá löndum Evrópusam- bandsins. Á miðvikudag sagði John Allan, stjórnarformaður verslunar- keðjunnar Tesco, að matarkarfan myndi hækka um fimm prósent og sumar vörur um allt að 40 prósent. Raab fullvissaði Breta hins vegar um að matarhillurnar myndu ekki tæmast. kristinnhaukur@frettabladid.is Rætt um tímabundnar lausnir Bretar og Evrópusambandið ræða nú um framlengingu fiskveiðiréttinda til eins árs. Samninganefndir funda í Brussel yfir helgina en útlit er fyrir að Bretland gangi samningslaust úr sambandinu um áramót. Johnson og Von der Leyen funduðu í Brussel. Líkur á samningi minnka með hverjum deginum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Við áttum gott samtal en þetta er erfitt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB Rýma byggingu í Hong Kong vegna COVID-19 Íbúar sjást yfirgefa þéttbyggða íbúðabyggingu í Hong Kong í gær eftir að þeim var gert að rýma húsið eftir að þar kom upp COVID-19 smit. Öllum íbúum var gert að gangast undir COVID-19 skimun og segja yfirvöld í Hong Kong að fundist hafi hönnunargalli við frárennslislagnir í húsinu sem leitt hafi til smits hjá íbúum á mörgum hæðum hússins. Alls höfðu í gær verið staðfest 7.292 tilfelli í Hong Kong og 114 dauðsföll. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY EVRÓPA Mannréttindavaktin og Amnesty International hafa birt skýrslur þar sem vitni lýsa stríðs- glæpum í skammvinnu stríði Armena og Asera um héraðið Nagornó-Karabak. Einnig fylgja 22 myndbandsupptökur. Samkvæmt skýrslunum voru stundaðar pynt- ingar og afhöfðanir í stríðinu. Aserar unnu sigur í stríðinu og náðu fjölda þorpa á sitt vald. Fleiri dæmi eru um stríðsglæpi Asera en skýrslurnar sýna hins vegar að glæpirnir voru stundaðir á báða bóga. Meðal annars kemur fram að tveir óbreyttir borgarar frá Armen- íu hafi verið afhöfðaðir og aserskur landamæravörður skorinn á háls. Einnig sýna myndböndin hvern- ig lík fórnarlambanna voru sví- virt. Ekki hefur hins vegar tekist að greina öll fórnarlömbin eða nákvæmlega hvar í héraðinu glæp- irnir voru framdir. „Myndböndin sína algjört sið- leysi og skort á mennsku. Ásetn- ingurinn var að valda fórnar- lömbunum ómældum skaða og niðurlægingu í trássi við alþjóða- lög,“ sagði Denis Krivosjev forstjóri Austur-Evrópu og Mið-Asíu deildar Amnesty. Þúsundir létust í stríðinu sem stóð yfir í einn og hálfan mánuð, frá 27. september til 10. nóvember síðastliðins. Samkvæmt vopnahlés- samkomulagi munu Rússar sjá um friðargæslu í héraðinu. Mörg stríð og skærur hafa verið háð í Nagornó- Karabak síðan Sovétríkin leystust upp fyrir tæpum 30 árum og sér- fræðingar eru ekki vongóðir um að vopnaskakinu sé lokið til framtíðar. – khg Stríðsglæpirnir á báða bóga Aserar fagna sigri eftir friðarsamn- ingana í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY BANDARÍKIN Fimm aftökur á vegum bandaríska alríkisins eru skipu- lagðar á síðasta mánuði Donalds Trump á forsetastóli. Verði af þeim öllum verður Trump sá forseti sem heimilað hefur f lestar aftökur í rúma öld. Meðal þeirra sem taka á af lífi er Brandon Bernard, sem er í dag fjörutíu ára gamall. Hann hefur setið á dauðadeildinni síðan hann tók þátt í ráni og morði á hjónum í Texas árið 1999, þá átján ára gamall. Annar maður, Christopher Vialva, skaut hjónin til bana í bíl og Bern- ard kveikti í honum. Til stendur að taka Bernard af lífi í fangelsinu í Terre Haute í Indianaríki og yrði hann þá sá yngsti sem alríkið tekur af lífi í meira en 70 ár. Fjölmargir hafa beðið Trump um að milda dóminn yfir Bernard, þar á meðal fimm af níu eftirlifandi með- limum kviðdómsins sem dæmdu hann. Einnig frægt fólk eins og Kim Kardashian, sem vakið hefur athygli á máli hans á samfélags- miðlum. William Barr, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur sagt að alríkisstjórnin sé eingöngu að fylgja lögunum. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á það að meira en aldargömul hefð er fyrir því að framfylgja ekki aftökum á stjórnar- skiptatímabili eins og nú er. – khg Aftökuhrina á lokadögum Trumps 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.