Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 10
BREXIT Breska ríkisstjórnin og fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins eru nú í óðaönn að undirbúa þann möguleika að viðskiptasamningur náist ekki í þessum mánuði. Aðlög- unartímabilinu lýkur um áramót og tilraunir Boris Johnson til að þvinga fram samning hafa enn engu skilað. Hingað til hafa Bretar hafnað því að framlengja aðlögunartíma- bilið vegna þrýstings frá útgöngu- sinnum. Nú eru hins vegar farnar í gang viðræður um að framlengja hluta þess til eins árs í viðbót. Þar á meðal fiskveiðarnar sem hafa verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum. „Við áttum gott samtal en þetta er erfitt,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, við BBC eftir að hafa rætt við Johnson. Hann og samn- inganefndin eru nú í Brussel og verða yfir helgina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að viðræðurnar myndu klárast um helgina, hvort sem samningur næðist eða ekki. Í yfirlýsingu sem Evrópusam- bandið gaf úr í gær var sagt að helstu samgönguleiðir yrðu tryggðar til sex mánaða, svo sem leyfi fyrir flug- vélar og ferjur. Þó má búast við því að hægist á öllum farþega- og vöru- flutningum vegna herts eftirlits og tolla. Þá voru einstök ríki Evrópu- sambandsins hvött til að gera ekki tvíhliða samninga við Breta. Það myndi grafa undan samningsstöðu ESB og ógna innri markaði sam- bandsins. Von der Leyen ítrekaði að þó að samningar myndu nást um helg- ina gæti farið svo að Bretar færu samningslausir út úr sambandinu um áramót. Þing allra Evrópusam- bandslandanna þyrftu að sam- þykkja og staðfesta samninginn. Ekkert launungarmál er að Frakkar hafa þrýst á harðari afstöðu gagnvart Bretlandi í viðræðunum, og krafa ESB um aðgang að bresku hafsvæði er sögð runnin undan rifjum Emmanuel Macron Frakk- landsforseta. Frakkar eru þó ekki einir um að vilja verja innri markaðinn og sníða Bretum þröngan stakk vilji þeir áfram hafa aðgang að honum. Á miðvikudag funduðu Evrópu- sendiherrar Frakklands, Spánar, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Írlands og Danmerkur með Michel Barnier, samningamanni ESB, og hvöttu hann til að sýna Bretum ekki lin- kind í viðræðunum. Sættist Boris Johnson á að fram- lengja fiskveiðiréttindi ESB verða mjög þung skref fyrir hann aftur heim til Lundúna. Óvíst er að þing- menn Íhaldsflokksins myndu sam- þykkja slíkt samkomulag, enda væru það talin svik við hörðustu útgöngusinnana. Nigel Farage, for- maður Brexitf lokksins, sagði til- boðið „mikla móðgun“ við Breta. Þó að samkomulag um fiskveiðar yrði pólitískt högg fyrir ríkisstjórn Johnson gæti svo farið að það yrði samþykkt í ljósi hins efnahagslega veruleika. Aðgangur að innri mark- aðinum skiptir atvinnulíf Bretlands langtum meira máli en fiskveiðar. Bretar búast við því að vöruverð í búðum hækki töluvert um ára- mót náist ekki samningar í ljósi þess hversu stór hluti varnings er keyptur frá löndum Evrópusam- bandsins. Á miðvikudag sagði John Allan, stjórnarformaður verslunar- keðjunnar Tesco, að matarkarfan myndi hækka um fimm prósent og sumar vörur um allt að 40 prósent. Raab fullvissaði Breta hins vegar um að matarhillurnar myndu ekki tæmast. kristinnhaukur@frettabladid.is Rætt um tímabundnar lausnir Bretar og Evrópusambandið ræða nú um framlengingu fiskveiðiréttinda til eins árs. Samninganefndir funda í Brussel yfir helgina en útlit er fyrir að Bretland gangi samningslaust úr sambandinu um áramót. Johnson og Von der Leyen funduðu í Brussel. Líkur á samningi minnka með hverjum deginum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Við áttum gott samtal en þetta er erfitt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB Rýma byggingu í Hong Kong vegna COVID-19 Íbúar sjást yfirgefa þéttbyggða íbúðabyggingu í Hong Kong í gær eftir að þeim var gert að rýma húsið eftir að þar kom upp COVID-19 smit. Öllum íbúum var gert að gangast undir COVID-19 skimun og segja yfirvöld í Hong Kong að fundist hafi hönnunargalli við frárennslislagnir í húsinu sem leitt hafi til smits hjá íbúum á mörgum hæðum hússins. Alls höfðu í gær verið staðfest 7.292 tilfelli í Hong Kong og 114 dauðsföll. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY EVRÓPA Mannréttindavaktin og Amnesty International hafa birt skýrslur þar sem vitni lýsa stríðs- glæpum í skammvinnu stríði Armena og Asera um héraðið Nagornó-Karabak. Einnig fylgja 22 myndbandsupptökur. Samkvæmt skýrslunum voru stundaðar pynt- ingar og afhöfðanir í stríðinu. Aserar unnu sigur í stríðinu og náðu fjölda þorpa á sitt vald. Fleiri dæmi eru um stríðsglæpi Asera en skýrslurnar sýna hins vegar að glæpirnir voru stundaðir á báða bóga. Meðal annars kemur fram að tveir óbreyttir borgarar frá Armen- íu hafi verið afhöfðaðir og aserskur landamæravörður skorinn á háls. Einnig sýna myndböndin hvern- ig lík fórnarlambanna voru sví- virt. Ekki hefur hins vegar tekist að greina öll fórnarlömbin eða nákvæmlega hvar í héraðinu glæp- irnir voru framdir. „Myndböndin sína algjört sið- leysi og skort á mennsku. Ásetn- ingurinn var að valda fórnar- lömbunum ómældum skaða og niðurlægingu í trássi við alþjóða- lög,“ sagði Denis Krivosjev forstjóri Austur-Evrópu og Mið-Asíu deildar Amnesty. Þúsundir létust í stríðinu sem stóð yfir í einn og hálfan mánuð, frá 27. september til 10. nóvember síðastliðins. Samkvæmt vopnahlés- samkomulagi munu Rússar sjá um friðargæslu í héraðinu. Mörg stríð og skærur hafa verið háð í Nagornó- Karabak síðan Sovétríkin leystust upp fyrir tæpum 30 árum og sér- fræðingar eru ekki vongóðir um að vopnaskakinu sé lokið til framtíðar. – khg Stríðsglæpirnir á báða bóga Aserar fagna sigri eftir friðarsamn- ingana í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY BANDARÍKIN Fimm aftökur á vegum bandaríska alríkisins eru skipu- lagðar á síðasta mánuði Donalds Trump á forsetastóli. Verði af þeim öllum verður Trump sá forseti sem heimilað hefur f lestar aftökur í rúma öld. Meðal þeirra sem taka á af lífi er Brandon Bernard, sem er í dag fjörutíu ára gamall. Hann hefur setið á dauðadeildinni síðan hann tók þátt í ráni og morði á hjónum í Texas árið 1999, þá átján ára gamall. Annar maður, Christopher Vialva, skaut hjónin til bana í bíl og Bern- ard kveikti í honum. Til stendur að taka Bernard af lífi í fangelsinu í Terre Haute í Indianaríki og yrði hann þá sá yngsti sem alríkið tekur af lífi í meira en 70 ár. Fjölmargir hafa beðið Trump um að milda dóminn yfir Bernard, þar á meðal fimm af níu eftirlifandi með- limum kviðdómsins sem dæmdu hann. Einnig frægt fólk eins og Kim Kardashian, sem vakið hefur athygli á máli hans á samfélags- miðlum. William Barr, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur sagt að alríkisstjórnin sé eingöngu að fylgja lögunum. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á það að meira en aldargömul hefð er fyrir því að framfylgja ekki aftökum á stjórnar- skiptatímabili eins og nú er. – khg Aftökuhrina á lokadögum Trumps 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.