Fréttablaðið - 11.12.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 11.12.2020, Síða 18
FÓTBOLTI Meginmarkmið afreks­ stefnu KSÍ er að skilgreina aðferða­ f r æ ð i k n at t s py r nu s v ið s i n s . Aðferðafræði afreksstefnunnar leggur grunn fyrir afreksfólk framtíðarinnar og gerir lands­ liðum Íslands kleift að ná árangri á alþjóðlegum mótum á vegum UEFA og FIFA. Arnar Þór Viðarsson var ráðinn yfirmaður knattspyrnu­ sviðs þegar það var sett á laggirnar vorið 2019. Arnar Þór segir að vinna hafi staðið yfir við að setja saman afreksstefnuna frá því að hann tók við en unnið hafi verið eftir þeim gildum sem fram koma í stefnunni og hugmyndafræðinni sem hún byggir á allan þann tíma sem hún var í smíðum. „Þarna erum við komin með ákveð­ inn vegvísi fyrir KSÍ sem unnið er eftir í öllu starfi yngri landsliðanna og í samskiptum við félögin. Hugmyndin er svo að félögin geti notað beinagrindina til þess að hanna sína afreksstefnu en það er alveg augljóst að einkenni félaga hafa svo áhrif á það hvernig stefnu þau hafa í mótun sinna leikmanna. Þetta er ekki einhver biblía þar sem er grafið í stein hvernig á að gera hlutina heldur lifandi skjal sem tekur breytingum eftir því hvernig fótboltinn þróast,“ segir Arnar Þór í samtali við Fréttablaðið um afreks­ stefnuna. Búa til landsliðsstiga „Sem dæmi þá koma þarna fram ákveðin gildi, hugmyndafræði og verklag sem við krefjumst þess að þjálfarar yngri landsliðanna fari eftir. Þá er búið að búa til svo­ kallaðan landsliðsstiga þar sem við skilgreinum hvað á að kenna í hverjum aldursf lokki og hvers er krafist af leikmönnum þar. Það er hins vegar undir hverjum þjálfara komið hvaða leikkerfi hann spilar. Ætlast er þó til þess að liðin geti spilað bæði með þriggja manna vörn og f jögurra manna vörn. Við getum ekki kóperað afreks­ stefnu hollenska knattspyrnusam­ bandsins og unnið eins og þeir. Farið fram á að yngri landsliðin spili ákveðið leikkerfi og ég sem yfirmaður knattspyrnusviðs get ekki sett þá kröfu að þjálfarar yngri landsliðanna skili mér ákveðnum tegundum af leikmönnum. Við getum verið með árganga þar sem þrír bestu leikmennirnir eru kant­ menn þannig að jafnvægið getur verið þannig að þeir leikmenn sem skila sér upp í U­21 árs landsliðið og svo A­landsliðið sé þannig að það sé gat í ákveðnum leikstöðum. Þann­ ig er bara landslagið á Íslandi og við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti,“ segir Arnar Þór enn fremur. Eftir að Arnar Þór tók við hafa ýmis jákvæð skref verið tekin í starfi yngri landsliðanna. Dæmi um það er að fyrir ári hófust reglulegar mælingar á öllum leikmönnum yngri landsliða karla en það hefur verið gert kvennamegin í sex ár. „Við erum að mæla líkamlega og andlega þætti hjá öllum leikmönn­ um yngri landsliðanna bæði karla­ og kvennamegin. Með þessu getum við fylgst með þróun leikmanna og gripið inn í ef þess þarf. Það er ekki hægt að lesa mikið út úr gögnum karlamegin á svona skömmum tíma. Kvennamegin held ég að þess­ ar mælingar hafi hjálpað til við að þróa leikmenn á borð við Karólínu Leu [Vilhjálmsdóttur], Alexöndru [Jóhannsdóttur], Sveindísi Jane [Jónsdóttur] og Hlín [Eiríksdóttur] sem eru núna orðnar lykilleikmenn í kvennalandsliðinu tvítugar,“ segir hann. Endurmetum stöðuna 2025 „Ástæðan fyrir því að afreks­ stefnunni er settur ákveðinn tíma­ rammi, það er til 2025, er að á þeim tíma tel ég að það væri hollt að setj­ ast niður og endurmeta stöðuna. Meðal annars með tilliti til mælan­ legra gagna um líkamlegt ástand, stöðu á styrkleikalista FIFA og hversu oft við komumst inn á loka­ keppni yngri landsliða og A­lands­ liða,“ segir Arnar Þór. „Við vitum að við erum eftir á hvað líkamlega þáttinn varðar með þá leikmenn sem æfa og spila hér á landi og ég tel að næsta skref hjá okkur sé að koma í gagnið töl­ fræðiupptökuker f i sem getur búið til miðlægan gagnagrunn um hlaupatölur. Fyrr á þessu ári settum við upp myndavélar sem nýtast vel hvað leikgreiningu varðar og næst á dagskrá er að bæta okkur í öflun tölfræðilegra gagna. Félögin eru mörg hver farin að nota GPS­mælingar við æfingar og leiki en við verðum að geta borið okkur saman við önnur lönd og það er innan seilingar að semja við fyrirtæki sem getur sett upp töl­ fræðiupptökur hér á landi. Það er mikilvægt upp á það að geta selt leikmenn út að geta nálgast gögn úr slíkum miðlægum gagnagrunni um tölfræði,“ segir yfirmaður knatt­ spyrnusviðs. Bið eftir næsta skrefi Auk þess að vera yfirmaður knatt­ spyrnuviðs er Arnar Þór þjálfari U­21 árs landsliðsins sem tryggði sér á dögunum sæti í lokakeppni EM 2021. Hann segir árangurinn vissulega hafa aukið áhugann á leikmönnum liðsins en til þess að kveikja enn meiri eftirspurn þurfi leikmennirnir svo að standa sig á stóra sviðinu. „Ég fann það alveg að njósnarar frá félögum höfðu samband við mig um ákveðna leikmenn þegar þeir sáu að þeir gátu plumað sig á móti ítalska liðinu til að mynda. Það er hins vegar ekki þannig að síminn stoppi ekki. Flestir leikmenn liðs­ ins hafa tekið þetta milliskref að vera komnir til liða á Norðurlönd­ unum og eru að spila reglulega þar. Þeir eru því á góðum stað og það liggur ekkert á að taka næsta skref. Til þess að njósnarar frá félögum í stærri deildum fari að hafa sam­ band þurfa þeir að sýna það og sanna að þeir ráði við tempóið og geti plumað sig á móti bestu leik­ mönnum Evrópu í þeirra aldurs­ f lokki næsta vor. Ef þeir standa sig þar þá gæti það hæglega opnað fleiri dyr,“ segir þjálfarinn um fram­ haldið. Ísland verður með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli í loka­ keppni EM 2021 sem hefst í mars. hjorvaro@frettabladid.is Hugmyndin er svo að félögin geti notað beinagrindina til þess að hanna sína afreksstefnu. Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 ára liðs karla Næsta skref að auka aðgengi að tölfræði fyrir lið á Íslandi Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, kynnti á dögunum afreksstefnu sína en hún er afrakstur vinnu knattspyrnusviðs sambandsins frá því í apríl árið 2019. Arnar Þór Viðarsson leiddi vinnuna við gerð af- reksstefnunnar og segir hann mikilvægt að hún sé endurmetin eftir fimm ár til að skoða afraksturinn. ÍÞRÓTTIR Samþykkt var í gær að veita undanþágu til að leyfa félög­ um í næstefstu deild á landsvísu að hefja æfingar á ný ef gætt er að reglum um sóttvarnir á æfingum. Lið í Lengjudeildinni í knattspyrnu, Grill 66­deildinni í körfubolta og 1. deildinni í körfubolta geta því hafið æfingar á ný eftir langa pásu. Fyrr í vikunni var ákveðið að veita félögum í efstu deild og ein­ staklingum í afreksíþróttum leyfi til að hefja æfingar á ný. Sú ákvörð­ un heilbrigðisy f ir valda vakti óánægju enda fjölmörg dæmi á Íslandi þar sem karla­ og kvennalið félaganna leika ekki í sömu deild. HSÍ, KKÍ og KSÍ sóttu því öll um undanþágu til að heimila æfingar í 1. deild en lið í neðri deildum þurfa að bíða lengur eftir að fá heimild til æfinga á ný. – kpt Rýmka leyfi til æfinga á Íslandi Blikakonur geta farið að æfa saman á ný á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Landsliðsf yrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var í 24. sæti í vali breska fjölmiðilsins The Guardian á hundrað bestu leik­ mönnum heims. Sara hefur verið fastagestur á listanum undanfarin ár en tekur stökk upp um 28. sæti að þessu sinni frá síðasta ári. Hafnf irðingurinn samdi við franska stórveldið Lyon í sumar eftir fjögur farsæl ár í herbúðum Wolfsburg sem innihélt fjóra þýska meistaratitla. Sara skoraði þriðja mark Lyon sem innsiglaði sigurinn gegn Wolfsburg í úrslitaleik Meist­ aradeildar Evrópu í sumar. Með því varð Sara Björk annar Íslendingurinn til að vinna Meist­ aradeild Evrópu í knattspyrnu og sá fyrsti til að skora í úrslitaleiknum sjálfum. Í umsögninni á vef The Guardian kemur fram að Sara hafi átt frábært ár og sagt að það séu fáir leikmenn með jafn góðan leikskilning og Íslendingurinn. Hæfileiki hennar að lesa leikinn, brjóta upp sóknir andstæðinganna og stýra miðjunni geri það að verkum að hún eigi fylli­ lega sæti skilið meðal bestu leik­ manna heims. – kpt Sara Björk ein af þeim bestu Sara hefur verið á lista The Guardian yfir bestu knattspyrnukonur heims öll árin sem listinn hefur komið út. Sara varð fyrr á þessu ári leikjahæst í sögu landsliðsins. MYND/VALLI 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Árangur U21 ára liðs Ísland hefur vakið athygli liða í Evrópu og fékk Arnar nokkur símtöl þar sem spurst var fyrir um fram- tíðarleikmenn karlalands- liðsins. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.