Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 26
FÆST Í VEFVERSLUN OKKAR www.uglautgafa.is fríheimsendingafsláttur25% af viðburðaríkri ævi á miklum breyt inga tímum. Í lífi Vigdísar Jack hafa sannarlega skipst á skin og skúrir, en upp úr stendur æðruleysi, umhyggja og ævintýraþrá einstakrar dugnaðarkonu. Einlæg og lifandi frásögn Bókin í ár inniheldur 33 örsögur eftir ritlistarnema sem allar eiga það sam- eiginlegt að falla undir eitt þema og innihalda 92 orð. „Reglan er þannig að á hverju ári er unnið undir nýju þema sem verður titill bókarinnar. Í ár rímar þemað og nafn bókarinnar, Heima, vel við ástandið í þjóðfélaginu þar sem fólk er ítrekað hvatt til að halda sig heima. Í fyrstu útgefnu jólabók Blekfjelagsins voru orðin 100 og á hverju ári er eitt orð skorið af orða- fjöldanum. Núna fá þátttakendur einungis 92 orð fyrir hverja sögu,“ segir Berglind Ósk Bergsdóttir rit- listarnemi, en hún gegnir hlutverki ritstjóra bókarinnar í ár. „Við vöndum ávallt vel valið á því hvaða örsögur eiga heima í bókinni. Þá er hver saga lesin yfir þrisvar af öðrum höfundum og ritstjóri les einnig yfir og er með heildaryfirsýn. Það er því í raun heilmikið ritstjórnarferli á hverri einustu sögu. Við leggjum líka mikið upp úr bókarkápunni og uppsetningu og erum svo heppin að vera með frábæran grafískan hönnuð í okkar hópi, hana Elínu Eddu Þorsteinsdóttur, sem sá um hönnun og umbrot bæði í ár og í fyrra.“ Það er alls ekki úr vegi að birta tvær stórskemmtilegar jólasögur úr bókinni í ár sem, eins og áður kom fram, ber nafnið Heima. Die Alone Höf. Örvar Smárason „Home Alone og Die Hard eru sama myndin,“ hvíslaði ég. Árið var 1895 og snjórinn féll mjúklega á timburhúsið okkar í Smálöndunum. „Börn tala oft tungum þegar þegar þau eru með mikinn sótt- hita,“ sagði læknirinn og setti hlustunarpípuna ofan í slitna leðurtöskuna. „Ég bið algóðan Guð á himnum að drengurinn nái að lifa fram á jóladag,“ snökti móðir mín og þurrkaði tárin. „Hann ætti að tóra í nokkra daga í viðbót,“ sagði læknirinn hughreystandi. „Kevin og McClane eru …“, ég hóstaði og fann lungun fyllast blóði, „… basically sami karakt- erinn.“ Í fjarska ómuðu sleðabjöllur. 92 orð fylla hjartað af jólagleði Jólabók Blekfjelagsins er fastur liður hjá mörgum í aðventunni en þessi litla bók kemur út árlega í desember á vegum Blekfjelagsins, nemendafélags meistaranema í Ritlist við Háskóla Íslands. Berglind rit- stýrir jólabók Blekfjelagsins, Heima, í ár og segir sögurnar hver annarri skemmtilegri. Elín Edda Þorsteinsdóttir, grafískur hönnuður og ritlistarnemi, sá um það vandasama verkefni að brjóta um bókina og hanna skemmtilega kápu. Hawaiian Tropic Höf. Kristín Nanna Einarsdóttir Um sexleytið hneppi ég síðustu tölunni á bleikmynstraðri stuttermaskyrtu. Undir venju- legum kringumstæðum væri ég að handfjatla drykkjarseðil á hótelbarnum, enda er tímamis- munurinn tvær klukkustundir á þessum tíma árs. Una cerveza por favor! Ég tylli uppáhaldsderinu á kollinn og dreifi sólkremi á handleggi og nefbrodd. Hátíðarilmur fyllir vitin. Við fjölskyldan ákváðum að halda í hefðirnar og höfum slegið upp kokteilakvöldi með suðrænu ívafi. Konan fjárfesti í ljósakorti á aðventunni og við reynum bara að gera gott úr hlutunum. Það brakar í sandölunum þegar ég tipla niður stigann og hækka hitastigið á öllum ofnum. Frábær tækifærisgjöf Fjórir höfundar sem eiga örsögu í bókinni taka þátt í jólabóka- flóðinu í ár. Þar má nefna Árna Árnason með bókina Háspenna, lífshætta á Spáni. Hinir þrír gáfu út ljóðabækur á vegum Blekfje- lagsins fyrr í vetur, en bækurnar voru upprunalega skrifaðar sem verkefni í náminu. Það eru þær Stefanía dóttir Páls með Blýhjarta, Rebekka Sif Stefánsdóttir með Jarðveg og Sigrún Björnsdóttir með Loftskeyti. Að sögn Berglindar selst Jólabók Blekfjelagsins vel á hverju ári enda lítil, ódýr og falleg aðventugjöf eða sem aukapakki með í jólapakk- ann. „Í fyrra seldist bókin upp, en þá voru prentuð 300 stykki. Þetta er það góð tekjulind fyrir nem- endafélagið að nemendur þurfa ekki að greiða félagsgjöld.“ Vaninn hefur verið að halda útgáfuteiti við útgáfu bókarinnar þar sem bókin er öll lesin upp af höfundum, en það er óljóst hvort það verði af því í ár. „Við erum að skoða hvort það sé mögulegt að framkvæma það miðað við samkomutakmarkanir en ég hvet áhugasama um að fylgjast með á Facebook-síðu Blekfjelagsins. Einnig munum við deila rafrænum upplestrum á @blekfjelagid á Instagram. Þess má líka geta að upplestur á bókinni frá því í fyrra má finna á Blekvarpinu, hlaðvarpi Blekfjelagsins á Spotify. Jólabók Blekfjelagsins er nú komin í allar helstu bókabúðir. Einnig verður hægt að kaupa hana beint af okkur í Blekfjelaginu.“ Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.