Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 28
Margir bíða með að panta bók á safninu fyrir jól í von um að fá ákveðnar bækur í jólagjöf. Ef hún leynist ekki í jólapakkanum koma þeir á nýju ári. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Bókaforlagið Angústúra var stofnað haustið 2016 og hefur sett svip sinn á markaðinn með útgáfu athyglisverðra bóka fyrir börn og fullorðna. Stofn- endur forlagsins eru þær María Rán Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir, sem báðar búa yfir fjölbreyttri reynslu úr útgáfu- heiminum. „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á þýðingar, bæði fyrir börn og fullorðna, en gefum einnig út einstakar bækur eftir íslenska höfunda. Þar má meðal annars nefna Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring, Birtu Þrastardóttur, doktor Ármann Jakobsson, Lani Yamamoto og Soffíu Bjarna- dóttur,“ segir Þorgerður Agla. Vinsælar í jólapakkann Angústúra gefur út bókaflokk sem samanstendur af fjórum þýðingum á ári sem hægt er að vera áskrifandi að og er ársáskrift vinsæl í jólapakkann að sögn Maríu Ránar. „Þá gefur viðkom- andi eina bók úr bókaflokknum og gjafakort upp á þrjár til viðbótar eða gjafakort upp á fjórar bækur. Þetta eru áhugaverð verk frá ýmsum heimshornum sem slegið hafa í gegn í heimalöndunum og víðar. Vandaðar þýðingar sem gefa innsýn í ólíka menningarheima og víkka sjóndeildarhringinn.“ Margverðlaunaðar bækur Ársáskrift kostar aðeins 11.920 krónur með sendingarkostnaði. „Snæfríð Þorsteins fékk tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir hönnun bókanna og þýðend- ur þeirra hafa fengið tilnefningar Bókin stendur alltaf fyrir sínu Það jafnast ekkert á við það að gleyma sér í lestri og láta bókina grípa sig heljartökum. Nú er hægt að kaupa ársáskrift að gæðabókum hjá bókaforlaginu Angústúru til að gefa í jólagjöf. María Rán Guð- jónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir eru stofnendur Angústúru. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Auk þess hafa bækurnar verið valdar bestu þýddu bækur ársins af bóksölum á Íslandi en í fyrra átti Angústúra allar þrjár bestu þýddu bækur ársins að þeirra mati: Glæp við fæðingu eftir Trevor Noah, Konu í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi og Hnitmiðaða kínversk- enska orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo. Verkin hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og hlotið virt verðlaun og viðurkenningar víða um heim. Það er því óhætt að segja að áskrifendur okkar fái frábærar bækur inn um lúguna,“ segir Þor- gerður Agla. Vinsælar í bókaklúbbum Þær segja áskrifendum hafa fjölgað jafnt og þétt á síðustu þremur árum. „Þeir eru á öllum aldri, frá tvítugu fólki og upp í nírætt. Bækurnar eru mikið lesnar í bókaklúbbum, enda eru þetta magnaðar sögur sem opna á fjölþætta umræðu eftir margverð- launaða höfunda. Við vöndum okkur mikið við val á verkum í bókaf lokkinn og leitum fanga víða. Einnig leggjum við mikla áherslu á gæði því þótt innihaldið sé það mikilvægasta skiptir hönnun, pappír og persónuleg þjónusta einnig máli. Að bókin sé fallegur gripur sem fólk vilji hafa heima hjá sér,“ segir María Rán. Lestur virkjar ímyndunaraflið Þrátt fyrir nær endalaust framboð af ýmiss konar af þreyingu heldur bókin svo sannarlega velli að þeirra mati. „Bókin stendur alltaf fyrir sínu. Bóklestur er einstakur því hann virkjar ímyndunar- af lið. Það jafnast eiginlega ekkert á við það að gleyma sér í lestri, láta bókina grípa sig heljartökum og sleppa oft ekki fyrr en löngu síðar,“ segir Þorgerður Agla. Þær eru því bjartsýnar á fram- haldið. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gefa út góðar og vandaðar þýðingar fyrir börn og fullorðna en einnig eru nokkrar spennandi bækur á útgáfulista næsta árs eftir íslenska höfunda,“ segir María Rán. Allar nánari upplýsingar á angustura.is.Nýjasta bókin er skáldsaga frá Íran. Sérhönnuð kort fylgja hverri bók. Guttormur segir að það hafi verið mikið pantað af nýju jólabókunum undanfarið og langir biðlistar hafi myndast. Vinsælustu höfundarnir eru með lengstu listana en þar nefnir hann Arnald Indriðason með Þagnar- múr, Ólaf Jóhann Ólafsson með Snertingu, Yrsu Sigurðardóttur og bók hennar Bráðin, Ragnar Jónasson með Vetrarmein, Auði Öva Ólafsdóttur með Dýralíf og Jón Kalman Stefánsson með bókina Fjarvera þín er myrkur. Ein bók hefur þó slegið þeim öllum við núna og það er Gata mæðranna eftir Kristínu Mörju Baldursdótt- ur. „Síðan hef ég tekið eftir áhuga á bókum sem ekki eru endilega á metsölulistum eins og Apríl- sólarkuldi eftir Elísabetu Jökuls- dóttur, Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur,“ segir Guttormur. „Umræða á samfélagsmiðlum hefur töluverð áhrif á hvaða bækur eru valdar í safninu höfum við tekið eftir,“ bætir hann við. „Spennubækur eru alltaf vin- sælar auk nýrra skáldsagna. Ævi- sögur hafa ekki eins mikinn lestur og þær höfðu fyrir nokkrum árum. Lestraráhugi hefur verið mikill á þessu ári og ótrúlega margar bækur hafa verið í útláni. Mér sýn- ist að þótt safnið hafi verið lokað á tímabili og svo einungis opið hálfan dag þá hafi útlán ekkert minnkað frá fyrra ári. Fólk hefur verið að birgja sig upp og hefur greinilega meiri tíma til lesturs.“ Hægt er að hafa nýjar bækur að láni í tvær vikur en Guttormur segir að flestir skili f ljótt aftur til að ná sér í aðra bók. Allar bækur eru sótthreinsaðar eftir notkun og tímarit eru sett í sóttkví. „Við fylgjum öllum sóttvarna- reglum og sprittum allt yfirborð á safninu. Hægt er að panta bækur í gegnum netið og sækja. Fólk þarf bara að skrá sig inn með leyni- orðinu sínu á heimasíðu safnsins en einnig er hægt að hringja til okkar,“ segir hann. „Gestir safnsins eru frekar í eldri kantinum. Börn eru þó stór hópur viðskiptavina og þau koma yfirleitt með foreldrum sínum. Nemendur hafa komið í safnið til að glugga í skólabækur en minna hefur verið um það á þessu ári vegna takmarkana. Margir bíða líka með að panta bók fyrir jól með von um að fá ákveðnar bækur í jólagjöf. Ef hún leynist ekki í jóla- pakkanum koma þeir á nýju ári.“ Guttormur hefur starfað við safnið frá árinu 2007 og líkað vel. „Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf. Ég hef verið með leshring á vegum safnsins og í honum lesum við að minnsta kosti eina skáldsögu í mánuði sem er mjög skemmtilegt,“ segir hann. Guttormur segist sjálfur lesa minna en hann langi til. Hans uppáhaldsbækur eru vísinda- skáldsögur og fræðibækur. Biðlistar eftir nýjustu bókunum Guttormur Þorsteinsson er sagn- fræðingur að mennt en starfar sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu í Kringlunni. Safnið er opið hálfan dag- inn og margir eru orðnir lestrarþurfi. Guttormur Þorsteinsson segir starf bókavarða mjög fjölbreytt og skemmti- legt en hann hefur verið með leshring á vegum safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 6 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓLKYNNINGARBLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.