Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 10
✿ Afdrif málskotsbeiðna til Hæstaréttar Sakamál 35 30 25 20 15 10 5 0 2018 2019 2020 100 80 60 40 20 0 Einkamál 2018 2019 2020 Hæstiréttur hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförum árum. Hlutverki hans var breytt þegar nýtt millidómstig var tekið upp 1. janú- ar 2018 og dómurum við réttinn fækkað úr níu í sjö. Auk þess hafa mikil kynslóðaskipti orðið í rétt- inum en fimm reynsluboltar hafa látið af embætti og farið á eftirlaun á rúmu ári. B ened i k t B og a son, for set i Hæstaréttar, segir að með breyttu hlutverki Hæstaréttar verði verk- efni réttarins sambærileg við það sem tíðkast annars staðar á Norð- urlöndunum og víðar. Við stofnun Landsréttar tók hann við hlutverki áfrýjunardómstóls og til hans má skjóta úrlausnum héraðsdóm- stólanna en Hæstiréttur dæmir í fordæmisgefandi málum. Eftir að dómur í Landsrétti liggur fyrir geta málsaðilar óskað eftir áfrýjunar- leyfi til Hæstaréttar. Rétturinn ákveður sjálfur hvort hann veitir slíkt leyfi. „Til að áfrýjunarleyfi verði veitt í einkamáli þarf að fullnægja lög- bundnum skilyrðum en þau eru að mál hafi verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hags- muni þess sem leitar leyfis. Einnig verður leyfi veitt ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð á lægri dóm- stigum hafi verið stórlega ábóta- vant eða dómur Landsréttar sé ber- sýnilega rangur,“ segir Benedikt. Það sama gildi um sakamál auk þess sem heimild til áfrýjunar til Hæstaréttar sé rýmri hafi ákærði verið sakfelldur í Landsrétti eftir að hafa verið sýknaður með héraðs- dómi. „Þetta breytta hlutverk Hæsta- réttar hefur haft mikil áhrif á störf réttarins,“ segir Benedikt. Dómarar við réttinn hafi lengst af verið níu en þeim var fjölgað tímabundið í tólf vegna mikils álags við réttinn eftir efnahagshrunið. Dómarar við rétt- inn eru nú sjö og á tímabilum starfa sex dómarar því dómarar eiga rétt á reglulegum námsleyfum. „Í eldra kerfinu tók hver dómari þátt í tveimur til þremur munnlega f luttum málum í hverri viku auk þess að dæma í málum sem voru skriflega flutt. Nú situr hver dómari að jafnaði í einu máli í hverri viku,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að málum hafi fækkað verulega bendir Benedikt á að f lest þeirra mála sem fá efnismeð- ferð eftir breytinguna séu mikil að umfangi og kalli því á meiri vinnu. Þá þurfi samning dóma að taka mið af því breytta hlutverki Hæstaréttar að vera fordæmisgefandi dómstóll á þriðja dómstigi. Þá hafi ný verkefni einnig bæst við, þar á meðal afgreiðsla mál- skotsbeiðna. „Þetta er orðinn snar þáttur í starfi réttarins en honum bárust 162 beiðnir á árinu 2019 og það sem af er þessu ári eru beiðn- irnar orðnar 118,“ segir Benedikt. Nefnd þriggja dómara fjallar um slíkar beiðnir en dómarar skiptast á að sitja í þessari nefnd. „Þegar fjallað er um slíka beiðni þarf að fara gaumgæfilega yfir þann dóm sem óskað er eftir að verði áfrýjað og meta þær röksemdir sem aðilar tefla fram með og á móti því að leyfi verið veitt. Þótt þetta sé mikið verk fer þó minni tími í að fjalla um þetta en að dæma þau mál sem flutt eru fyrir réttinum. Það er eftir sem áður helsta verkefnið,“ segir Benedikt. Málin mun færri en stærri að umfangi Fjórir af sjö dómurum við Hæstarétt voru skipaðir á þessu ári. Rétturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, segir starfið hafa tekið miklum breytingum. Málin sem fá afgreiðslu eru mun færri en stærri. Rifrildi ekki til siðs í Hæstarétti Aðspurður um vinnubrögð dómara við úrlausn mála segir Benedikt að rakleitt eftir að mál hafi verið flutt og dómtekið fundi dómarar um málið. „Þar gerir sá dómari sem falið hefur verið að hafa framsögu í máli grein fyrir því og sinni tillögu að niður- stöðunni. Aðrir dómarar hver fyrir sig tjá sig síðan um málið og gera grein fyrir hvernig þeir telji að dæma beri málið. Í kjölfarið semur síðan sá dómari sem er frummælandi drög að dómi og aðrir dómarar taka afstöðu til þeirra draga,“ segir Benedikt. Sé einhver dómari, einn eða fleiri, ósammála niðurstöðunni, skili minnihlutinn sínu séráliti en meiri- hlutinn gangi frá dómi í málinu. „Þegar verið er að fjalla um mál deila dómarar vissulega um niður- stöðuna en ná oft með samræðum einhug um hana. Það tekst þó ekki alltaf og þá skilar minnihlutinn sínu séráliti. Þetta gerist í friði og spekt og hér er ekki til siðs að rífast,“ segir Benedikt og bætir við: „Til marks um þetta er það gamall siður að hæstaréttardómarar hafa frá fornu fari heilsast með handabandi í upp- hafi dags til marks um að deilur gær- dagsins eru frá og hafa ekki áhrif á samstarfið. Þessi siður hefur því miður verið aflagður eftir COVID-19 en vonandi verður hann tekinn upp aftur um leið og aðstæður leyfa.“ Sakamálin mun fátíðari Hæstiréttur hafnar langf lestum málskotsbeiðnum í sakamálum og hefur aðeins samþykkt að taka átta sakamál til efnismeðferðar af tæplega 70 beiðnum sem borist hafa réttinum frá því nýtt kerfi var tekið upp. Það eru aðeins tíu pró- sent mála, samanborið við 24 pró- sent einkamála sem samþykkt hafa verið frá 1. janúar 2018. Benedikt bendir þó á að fyrsta málið sem Hæstiréttur tók til með- ferðar eftir að hlutverki hans var breytt var sakamál. Um er að ræða sama mál og dæmt var í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember síðastliðinn. Hins vegar séu réttmætar ástæður fyrir því hve sjaldan sakamál séu á dagskrá réttarins. Vitnaleiðslur fari aldrei fram í Hæstarétti og rétturinn endurskoði ekki mat Landsréttar um sönnunargildi munnlegra fram- burða fyrir dómi í sakamálum. Þetta sé vafalaust helsta ástæða þess að mun oftar séu veitt áfrýjunarleyfi í einkamálum en sakamálum. Benedikt segir þó að sakamál geti komið til skoðunar í Hæstarétti til dæmis ef vafi leiki á því hvernig skýra beri refsiákvæði í lögum og til að fá refsingu eða önnur viður- lög endurskoðuð. Þá séu dæmi um að áfrýjunarleyfi hafi verið veitt ef aðferðin við sönnunarmatið er ófullnægjandi. Benedikt bendir á nýlegan dóm réttarins þar sem sönnunarmat var til skoðunar en með honum var dómur Landsréttar ómerktur þar sem verulegir ann- markar voru að þessu leyti taldir á niðurstöðu réttarins. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, segir ekki til siðs að dómarar rífist um niðurstöðu mála. Dagurinn hefjist með handabandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR n Samþykkt n Hafnað n Samtals n Samþykkt n Hafnað n Samtals Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Hæstaréttardóm- arar hafa frá fornu fari heilsast með handa- bandi í upphafi dags til marks um að deilur gær- dagsins eru frá og hafa ekki áhrif á samstarfið. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar Framhald á síðu 12 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.