Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 6
Við höfum ein- göngu áhuga á að lýsa hlutunum eins og þeir eru. Ómar Harðarson, fagstjóri manntals JÓL Í aðdraganda jóla stendur Fréttablaðið fyrir leik meðal les­ enda sinna. Dagana 12. til 24. desember munu allir íslensku jóla­ sveinarnir birtast einhvers staðar í Fréttablaðinu þá daga sem þeir koma til byggða. Myndirnar af jólasveinunum eru eftir Halldór Baldursson, teiknara blaðsins. Daglega verður dreginn út einn þátttakandi sem svaraði rétt. Meðal vinninga er 10.000 króna inneignarkort í Bónus, miðar á Þor­ láksmessutónleika Bubba Morth­ ens, eitt kíló af Quality Street, 10.000 króna gjafabréf frá Brand­ son, gjafabréf fyrir tvo í leyndar­ dóm Matarkjallarans og svo verður í lokin dreginn út einn úr hópi þátt­ takenda sem hlýtur gistingu og morgunmat fyrir tvo hjá Íslands­ hótelum. Til að taka þátt í leiknum þarf að finna jólasveininn í blaðinu. Á laugardögum og þriðjudögum verða þeir tveir. Síðan þarf að fara inn á frettabladid.is/jolaleikur og skrá inn á hvaða blaðsíðu þú fannst jólasveininn eða ­sveinana. Á þeirri slóð má einnig finna nán­ ari upplýsingar um leikinn. Fyrstu tveir sveinarnir, Stekkjarstaur og Giljagaur, birtast í blaði dags­ ins. – jþ Finndu sveininn ORKUMÁL Fram kemur í tölum sem Hagstofa Íslands tók saman um orkuflæði að orkunotkun heimila á hvern einstakling sé mest á Íslandi í samanburði við önnur ríki innan Evrópu. Þessi samanburður gildir sérstaklega fyrir árið 2017, en þetta er nýjasta árið sem gögn frá öllum löndum Evrópu liggja fyrir. „Þessar tölur koma ekki á óvart þar sem hér á landi er stöðug notkun á orku til þess að hita upp heimilin á meðan meiri sveif lur eru í öðrum löndum Evrópu. Það eru mjög fáir dagar á ári á Íslandi þar sem mögulegt er að halda uppi stofuhita án þess að kynda heimilið. Þá búum við í veglegum húsum þar sem hver einstaklingur hefur f leiri fermetra til umráða en víða annars staðar í Evrópu. Þetta sýnir mikilvægi þess að við höfum jafn greiðan aðgang að heitu vatni og raun ber vitni og þar af leið­ andi ódýrri orku,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmda­ stjóri Orkuseturs, í samtali við Fréttablaðið. Orkunotkun, þegar eingöngu er litið á orku sem fór til heimilisnota, var tæp 77 megajúl (MJ) á einstak­ ling hérlendis. Næstu lönd á eftir eru Svíþjóð (57 MJ/einstakling) og Finnland (55 MJ/einstakling). Þá koma Lúxemborg, Danmörk og Noregur á þennan mælikvarða en heimilishitun í Lúxemborg er almennt með bruna á jarðgasi sem hefur í för með sér meira orkutap en þegar hiti er framleiddur í orku­ verum. Árið 2018 var hitanotkun um 60 prósent af heildar orkunotkun heimila á Íslandi. Jarðefnaeldsneyti var rúmlega fjórðungur en afgang­ urinn raforka. „Vonandi sjáum við áframhald í þeirri þróun að fólk noti raforku í meira mæli þegar kemur að samgöngum. Auk þess að vera vera vistvænni ferðamáti þá eru bílar sem knúnir eru af raf­ orku mun orkunýtnari en þeir sem nota jarðefnaeldsneyti og minnka þar af leiðandi orkunotkun,“ segir Sigurður um þróun mála hvað orku­ neyslu landans varðar. „Við erum líka að sjá jákvæða þróun í því að orkan sem þarf við lýsingu og heimilistæki hefur minnkað undanfarin ár. Það er ekki vegna þess að neyslumynstrið hafi minnkað. Við notum enn svipað magn af raftækjum og notkunin er ámóta mikil. Innleiðing LED­ljósa og önnur þróun við gerð raftækja skiptir þar sköpun við að minnka raforkuþörf. Þá erum við hægt og rólega að að losna við orkufreka ísskápa og eldavélar af heimilum landsins,“ segir hann. Raforkunotkun á Íslandi hefur vaxið lítillega frá 2014 en sú þróun er nokkuð tengd rafvæðingu fisk­ vinnslustöðva á meðan notkun stóriðju, til að mynda álframleiðslu, hefur verið nokkuð stöðug. Nokkur breyting hefur líka orðið í notkun hita, frá um 30 þúsund terajúlum (TJ) upp í 42 þúsund TJ. Mest breyt­ ing er hins vegar í notkun eldsneytis sem er fyrst og fremst tilkomin vegna mikillar aukningar í notkun þotueldsneytis. hjorvaro@frettabladid.is Jákvæð teikn eru á lofti um orkunýtingu heimilanna Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir jákvæða þróun vera í notkun raforku hér á landi og að hún muni vonandi halda áfram. Þá séu raftæki heimila orðin þess eðlis að minni raforku þarf til þess að knýja þau áfram. Þetta á meðal annars við um innleiðingu LED-ljósa og fækkun orkufrekra ísskápa. Heimilisorkunotkun er tæp 77 megajúl á Íslandi miðað við 57 í Svíþjóð og 55 í Finnlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessar tölur koma ekki á óvart þar sem hér á landi er stöðug notkun á orku til þess að hita upp heimilin. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs UNDIRBÚÐU JÓLIN Á HAFNARTORGI Við tökum vel á móti þér og minnum á öll bílastæðin í bílakjallaranum. Til að taka þátt þarf að finna jólasveininn í blaðinu. Á þriðjudögum og laugar- dögum eru þeir tveir. STJÓRNSÝSLA Hagstofa Íslands mun nú framkvæma manntal á hverju ári en hingað til hefur það verið gert á tíu ára fresti. Er þetta gert til þess að tölur um búsetu og nýtingu hús­ næðis verði sem sambærilegastar því sem gerist erlendis. Ómar Harðarson, fagstjóri mann­ tals, segir um tiltölulega einfalda aðgerð að ræða. Safnað er upplýs­ ingum úr þjóðskrá, fasteignaskrá, skattskrá, frá sveitarfélögum og fleirum í eina heild. Ekki er gengið í hús eins og í Bandaríkjunum. Manntalið kostar 150 milljónir en myndi kosta 2,2 milljarða með bandarísku aðferðinni. „Við höfum eingöngu áhuga á að lýsa hlutunum eins og þeir eru,“ segir Ómar og að upplýsingarnar verði birtar, ríkisstofnunum, sveit­ arfélögum og fleirum til gagns. Fólk verður talið til heimilis þar sem það býr að staðaldri í stað lögheimilis. Þetta geti til dæmis átt við um fólk sem býr í sumarbústað og hefur því verið skráð með ótilgreint heimilisfang. „Síðan er fólk sem býr í iðnaðarhúsnæði, það má ekki skrá sig þar en hefur ekki í nein önnur hús að venda,“ segir Ómar. Alls eru næstum þrjú þúsund manns með ótilgreint heimili sem er óeðlilega há tala að mati Ómars. Manntalið muni þó ekki breyta því hvar fólk kjósi eða borgi sína skatta. Samhliða manntali er gert húsnæðistal, til að sjá hvernig hús­ næði er notað. Svo sem þau sem eru skráð auð en eru nýtt. – khg Of margir landsmenn skráðir með ótilgreint heimilisfang 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.