Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 49
Hugsaðu vel um
starfsfólkið þitt og
þá mun starfsfólkið
hugsa vel um fyrirtækið.
Svo einfalt er það. Heil-
brigðir starfsmenn með
fókusinn á réttum stað
eru það sem gefur þínu
fyrirtæki forskot.
Richard Branson
Það er ávallt mikilvægt að huga vel að heilsunni en kórón-aveiran hefur allhressilega
minnt okkur á mikilvægi þess að
efla varnir líkamans. Stjórnendur
fyrirtækja þekkja velflestir hversu
dýrt það getur verið að missa lykil-
starfsmenn í veikindi og því getur
fjárfesting í formi bætiefna skilað
sér fljótt í formi heilsuhraustari
starfsmanna,“ segir Úlfar Konráð
Svansson, heilsu- og markaðsfull-
trúi hjá Artasan. „Við hjá Artasan
bjóðum upp á heilsueflandi bæti-
efnapakka til jólagjafa, sem styðja
við heilsu starfsmanna. Heilsu-
pakkinn er byggður upp með það í
huga að efla varnir líkamans.“
Heilsupakkinn inniheldur
mikilvæg bætiefni sem við ættum
að huga að, en í pakkanum eru:
n Beta Glucans Immune Support+
sem er öflug blanda af vítamín-
um, steinefnum og jurtum. Meðal
innihaldsefna eru til dæmis A- og
C-vítamín, sink og selen, sem
öll stuðla að eðlilegri starfsemi
ónæmiskerfisins ásamt betaglúk-
ani, sem sýnt hefur verið fram á
að lækki/hækki kólesteról í blóði,
eftir því hvað við á. Eins og við
flest þekkjum er hátt kólesteról
áhættuþáttur í þróun kransæða-
sjúkdóma.
n Bio-Kult Advanced er sér-
hönnuð góðgerlablanda með það
markmið að byggja upp öfluga
þarmaflóru og stuðla að eðli-
legri virkni ónæmiskerfisins. Það
inniheldur 14 sérvalda góðgerla-
stofna.
n DLux 3000 munnúði, en D-víta-
mín er talið eitt mikilvægasta
vítamínið til að viðhalda góðri
heilsu þar sem það stuðlar að
eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis-
ins. n Saffrox sem inniheldur
blöndu sem talin er styðja við
andlega heilsu og hjálpar þér að
taka fagnandi á móti deginum.
Nánar um hverja vöru í
Heilsupakkanum:
Beta Glucans Immune Support+
Inniheldur öfluga blöndu af víta-
mínum, jurtum og steinefnum sem
geta styrkt og stutt við ónæmiskerfi
líkamans, eins og sjá má af neðan-
greindu:
n C-vítamín er mest notaða víta-
mínið gegn flensu og kvefi og
stuðlar að eðlilegri starfsemi
ónæmis- og taugakerfis líkam-
ans. Það getur einnig dregið úr
þreytu og lúa.
n D-vítamín stuðlar að eðlilegri
starfsemi ónæmiskerfisins.
n A-vítamín stuðlar að eðlilegri
starfsemi ónæmiskerfisins, auk
þess að stuðla að eðlilegri starf-
semi hjartans.
n Hvítlaukur og elderberry hafa
í aldaraðir verið talin heilsu-
eflandi ásamt því að styrkja
ónæmiskerfið og stuðla að
vörnum gegn umgangspestum.
n Sínk stuðlar að eðlilegri DNA-
nýmyndun og eðlilegum sýru-
og basaefnaskiptum sem veita
mikilvægt jafnvægi fyrir öflugt
ónæmiskerfi.
n Selen stuðlar að eðlilegri
starfsemi ónæmiskerfisins og
verndar frumur fyrir oxunarálagi.
Bio Kult Advance – fyrir jafnvægi í
bakteríuflóru líkamans.
Góðgerlar (probiotics) finnast í
gerjuðum mat eins og súrkáli,
jógúrt, kefir og kombucha en
einnig er hægt að fá þá í hylkjum.
Bio-Kult Advance mjólkursýru-
gerlarnir eru afar öf lugir og
innihalda sérhannaða blöndu af
fjórtán frostþurrkuðum gall- og
sýruþolnum gerlastofnum, með
það markmið að byggja upp
þarma f lóruna.
Er Saffrox eitthvað fyrir þig?
Saffrox inniheldur affron sem
er úrdráttur úr saffran-jurtinni.
Auk þess inniheldur það blöndu
B-vítamína og magnesíum sem
allt stuðlar að eðlilegri sálfræði-
legi starfsemi ásamt því að stuðla
að eðlilegri starfsemi tauga-
kerfisins. Saman vinna þessi
innihaldsefni að því að geta veitt
andlegt jafnvægi. Hver vill ekki
vakna glaður á hverjum morgni
og taka fagnandi á móti deginum?
Einungis þarf eitt hylki á dag og
mælt er með því að taka það fyrir
svefninn.
DLux 3000 er handhægur og
bragðgóður munnúði
n D-vítamínið frásogast í gegnum
slímhúð í munni.
n Í hverju glasi eru 100 úðar eða
rúmlega 3ja mánaða skammtur.
n Í hverjum skammti eru 3000iu.
n Náttúrulegt og bragðgott pipar-
myntubragð.
n Hentar grænmetisætum.
n Fyrir alla sem hafa áhyggjur af
skorti á sólarljósi.
n Er sykurlaus, án gerviefna og
hentar vegan.
n Umbúðir gerðar úr endurunnu
plasti úr sjónum.
Vörurnar eru fáanlegar í apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum
verslana. Ef áhugi er fyrir því að
panta Heilsupakkann fyrir hópa er
hægt að hafa samband við ulfar@
artasan.is
Passaðu upp á þína lykilstarfsmenn
Góð heilsa er gulli betri. Með Heilsupakkanum frá Artasan í jólagjöf til starfsmanna, ættingja og
vina er þeim sýnd umhyggja og kærleikur, og tryggð betri heilsa, hreysti og vellíðan á nýju ári.
Úlfar Konráð Svansson, heilsu- og markaðsfulltrúi hjá Artasan heldur utan um Heilsupakkann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Heilsupakkinn frá Artasan felur í sér loforð um heilsu og hreysti á nýárinu. Hann samanstendur af Bío-Kult Original, D-Lux 3000 vítamínúða, Saffrox og Beta-Glucans Immune Support.
KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 GJAFAKÖRFUR & GJAFAKORT