Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 116

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 116
Þetta er bara lang, lang­stærsta verkefnið sem við höfum ráðist í,“ segir Stefán Ingvar Vig­fússon, sem stofnaði uppistandsgrínhópinn VHS í fyrra ásamt þeim Vilhelm Neto og Hákoni Erni Helgasyni, um jólasýninguna VHS biðst fyrir, sem uppistandsgrínhópurinn heldur í þetta eina skipti í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég er einmitt tæknistjórinn í Tjarnarbíói samhliða uppistandinu og ég er búinn að vera að tala um það við þau sem eru með mér hérna að ef að einhver önnur uppistands­ sýning kæmi hérna inn í einn dag og vildi gera þetta allt saman þá myndi ég stíga fast á bremsuna mín megin,“ segir Stefán og leggur áherslu á að ekkert verði til sparað í kvöld. Alveg geggjað „Við komum fram ásamt hinni margrómuðu k.óla, Katrínu Helgu Ólafsdóttur og hljómsveit, sem er alveg geggjað. Þetta er uppáhalds­ hljómsveitin mín allavegana og í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Þau eru alveg geggjuð,“ segir Stefán. Hann segir sýninguna byggða á tón­ list, uppistandi og sketsum og bætir við að Hraðar hendur muni tákn­ málstúlka sýninguna. „Við hugsuðum þetta þannig að þetta er í fyrsta skipti sem við gerum eitthvað svona jólalegt og vildum þá bara gera það almennilega og fá túlka með okkur til þess að þetta sé aðgengilegt öllum sem annaðhvort tala táknmál eða íslensku.“ Hagkvæmur jólaandi Aðstæður leyfa ekki nema 50 gesti í sæti og til þess að allir komist að verður sýningunni streymt ókeypis á vhs.hringdu.is. „Það er hægt að kaupa miða í sal en streymið verður frítt vegna þess að okkur bara lang­ aði að dæla jólaanda út eins og við gátum,“ segir Stefán, en gerir svo­ litla játningu þegar hann er spurður hvort hópurinn sé í hugsjónastarfi. „Ég ætla reyndar að koma alveg hreint fram,“ segir hann og viður­ kennir að þau hafi í upphafi íhugað að selja miða á streymið. „En það var síðan bara svo f lókin útfærsla tæknilega að við ákváðum bara að láta jólaandann og praktíkina ráða. Þetta er svona praktískur jólaandi.“ Jólaglugginn Stefán segir söluna á þeim 50 miðum sem í boði eru á sýninguna sem hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói í kvöld hafa gengið vel og þegar þetta er skrifað er tæpur helmingur eftir. „Þannig að við bara vonumst til þess að fólk vilji nýta þennan glugga núna til þess að geta farið í leikhús og verið meðal annarra. Maður er ekkert bjartsýnn á að það endist eitthvað lengi sko,“ segir Stefán, sem er ekki í hópi þeirra sem treysta á að allt verði betra á næsta ári. „Ég er svartsýnn að eðlisfari. Ég held sko bara að 2. janúar 2021 þegar fólk er búið að stíga upp úr þynnk­ unni þá fatti það að við erum enn þá í sama skítnum.“ Vigdís Hafliðadóttir gekk til liðs við hópinn í sumar í tengslum við sýninguna VHS biðst forláts, sem gekk fyrir fullu húsi þegar COVID­ 19 sagði hingað og ekki lengra. „COVID lék okkur grátt og við þurftum því miður að fella sýning­ una niður.“ Beðið eftir sprautunni Stefán segir aðspurður að jóla­ sýningin sé alls ekki endurvinnsla á sýningunni í sumar þó vissulega sé vont að þurfa að hætta leik með nánast ónotað efni þá hæst hann stendur. „Þetta er glænýtt. Þetta er 90 mínútna langt prógramm með tón­ list og alles og það eru í mesta lagi að leka kannski einhverjar fimm mín­ útur frá sýningunni okkar í sumar og eldri sýningum yfir í þessa nýju. Við erum að vonast til að halda VHS biðst forláts aftur á næsta ári. Að vera með einhverja svona eina lokasýningu. Það eru margir búnir að biðja okkur um það. Þegar það verður búið að sprauta alla niður.“ toti@frettabladid.is Lífið í vikunni 06.12.20- 12.12.20 ÉG ER SVARTSÝNN AÐ EÐLISFARI. ÉG HELD SKO BARA AÐ 2. JANÚAR 2021 ÞEGAR FÓLK ER BÚIÐ AÐ STÍGA UPP ÚR ÞYNNKUNNI ÞÁ FATTI ÞAÐ AÐ VIÐ ERUM ENN ÞÁ Í SAMA SKÍTNUM. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Frá 19.120 kr. JÓLATILBOÐ Fullt verð frá: 23.900 kr. A F S L ÁT T U R 20% L Ú X U S B A Ð S L O P P A R T I LV A L I N J Ó L A G J Ö F SYNGJANDI SÍÐAN Í VÖGGU Jóhanna Elísa Skúladóttir gaf nýlega út plötuna Mystic Moon en hún sótti innblástur í lögin til mál- verka og sökkti sér ofan í ævintýra- heim við gerð plötunnar og nýtti tímann vel í upphafi faraldursins þótt aðstæðurnar hafi orðið lýjandi þegar á leið. MEÐ SKYRTUR Á HÖFÐINU Fjöllistamaðurinn Stefán Elí segist vilja virkja fólk með tónlist sinni og fjölbreyttri heimspeki sem krist- allast mögulega í litskrúðugum höfuðböndum sem hann saumar úr gömlum skyrtum. Þessi tvítugi Akureyringur gaf smáskífuna Candle Flame út, en segir óvíst hvenær stóra platan kemur. GJÖRNINGABLANDA Listamaðurinn Anton Lyngdal gaf út bókina Mr. Awkward Show Pre- sents: Mr. POSER og fylgdi henni úr hlaði með sýningu á verkum úr bókinni í Núllinu galleríi. Hann segist ekki festa sig við eitt list- form og í bókinni blandast saman gjörningar og vegglist. JÓLAFLÓTTINN MIKLI Þeir sem elska að hata jólalagið sígilda Last Christmas með Wham! geta nú keyrt upp jólastressið í leiknum Whamageddon og reynt að komast í gegnum aðventuna án þess að heyra lagið. Vitaskuld hæg- ara sagt en gert í ljósi vinsældanna en takmarkið í leiknum er að halda út til miðnættis 24. desember. Praktísk jólahugsjón Skaðræðisveiran lék grínarahópinn VHS grátt í sumar, en heltekin af „praktískum jólaanda“ bjóða þau í kvöld upp á ókeypis streymi frá VHS biðst fyrir, sem verður aðeins sýnt einu sinni í Tjarnarbíói. Vilhelm Neto, Stefán Ingvar Vigfússon, Vigdís Hafliðadóttir og Hákon Örn Helgason í VHS-hópnum eru haldin praktískum jólaanda og ætla að leyfa fjarstöddum að njóta grínsins í kvöld í ókeypis streymi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R72 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.