Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 72
er að hann kom bara einu sinni í
desember til að gefa börnunum
gjafir. Ég var mjög fegin þegar ég
bjó þar að þurfa ekki að hugsa út
í þrettán smágjafir í desember.“
Aðspurð segir Arna að þau hjónin
séu nýjungagjörn hvað varðar
mat þegar kemur að jólahefðum.
„En við erum með nokkra fasta
liði eins og venjulega, eins og að
byrja jólin í Fríkirkjunni kl. 18 á
aðfangadag. Hangikjöt verður að
vera á boðstólunum á jóladag. Við
förum mikið upp í kirkjugarðana
um jól og áramót og kveikjum á
kertum hjá ástvinum og það er ein-
staklega friðsælt og fallegt að vera
þar á þessum hátíðardögum.“
Sætabrauðskrans
½ l mjólk
1 bréf þurrger
½ tsk. salt
1 tsk. kardimommur (duft)
100 g smjör (mjúkt)
850 g hveiti
Leysið gerið upp í smá volgri
mjólk, bætið salti, sykri, kardi-
mommum og smjöri út í volga
mjólkina. Bætið hveitinu rólega
saman við. Hnoðið deigið vel,
skiptið deiginu í þrjá jafna hluta
og rúllið þeim í þrjár jafnlangar
lengjur. Fléttið og mótið hring á
bökunarpappír á ofnplötu. Leggið
viskastykki yfir og látið hefast í
sirka klst. Penslið kransinn með
pískuðu eggi og stráið perlusykri
yfir. Bakið við 190°C blástur í sirka
30 mín.
Eggjapúnskaka
Fyrst bý ég til smá eggjapúns,
þessi uppskrift er svo til bara fyrir
kökuna og kannski nokkrir sopar
til að smakka. Eggjapúnsupp-
skriftin sjálf er fyrir tvo og hægt er
að margfalda hana til að fá eggja-
púns fyrir f leiri.
2 egg
3 msk. sykur
3 msk. romm
1 bolli (250 ml) heit mjólk
Þeytið egg og sykur saman þar
til það verður eins og ljóst mjúkt
krem. Bætið romminu við. Hitið
bolla af mjólk, hellið mjólkinni í
blönduna. Geymið einn bolla af
eggjapúnsi fyrir kökuna.
Kakan sjálf
230 g smjör við stofuhita
200 g sykur
1 tsk. vanilludropar
3 stór egg
315 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
½ tsk. múskat
½ tsk. kanill
1 bolli (250 ml) eggjapúns
Hitið ofninn í 160°C (blástur).
Þeytið saman smjör, sykur og
vanilludropa í nokkrar mínútur
eða þar til blandan er orðin krem-
kennd. Bætið eggjunum við einu
í einu og þeytið vel á milli hvers
og eins. Blandið þurrefnunum
saman í skál. Hellið þurrefnunum
og eggjapúnsinu til skiptis út í
eggjablönduna og hrærið varlega
saman. Skiptið deiginu í tvö form
og bakið í 25-30 mín. eða þar til
tannstöngull kemur hreinn úr
miðju kökunnar. Kælið botnana.
Eggjapúnssmjörkrem
230 g smjör
3 ½ bolli flórsykur
2-3 tsk. rommdropar eða eggja-
púns (kremið verður bragðmeira
með rommdropum).
Þeytið smjörið þar til það verður
kremkennt, bætið flórsykrinum
í smáskömmtum út í. Að lokum
eru rommdroparnir eða eggja-
púnsið sett út í og kremið þeytt
vel, eða þar til það er orðið fallega
kremkennt. Dreifið kreminu á
milli botnanna og þekið kökuna
með því. Í mínu tilfelli skreytti ég
með glitrandi snjókornum, sem
voru bráðið hvítt súkkulaði sem
ég sprautaði sem snjókornum á
bökunarpappír og stráði hvítu
glimmeri sem heitir Rainbow dust
og fæst að öllum líkindum í Allt í
köku. Einnig stráði ég því yfir kök-
una sjálfa til að fá glitrandi áhrif á
kökuna eins og nýfallinn snjó.
Arna heldur úti síðunni Kökukræsingar Örnu á Facebook og þar eru kökur
sem hún hefur bakað fyrir vini
og vandamenn. „Ég baka samt
lítið sem ekkert af smákökum á
aðventunni. Aðallega piparkökur
ef ég baka.“
Við fengum Örnu til að deila
með lesendum uppskrift að jóla-
kökunni sem hún ætlar að baka í
ár og svipta hulunni af aðventu-
sætabrauðskransinum sínum sem
hún er þekkt fyrir að baka.
Er saga á bak við aðventusæta-
brauðskransinn og eggjapúnskök-
una sem þú bakaðir fyrir lesendur?
„Aðventusætabrauðskransinn
á sér sögu. Mamma mín bakaði
hann alltaf á aðventunni á mínu
æskuheimili. Hann var alltaf
bakaður samdægurs og borinn
fram með smjöri sem bráðnaði
í brauðið. Einnig má bera hann
fram með osti og sultu.
Eggjapúnskakan er ný af
nálinni. Ég hef alltaf verið mun
hrifnari af eggjapúnsi frá því að ég
smakkaði það í Bandaríkjunum
fyrir 25 árum heldur en jólaglögg.
Þessi kaka er mjög ljúffeng og ber
með sér mikinn keim af eggja-
púnsinu og tilvalið að bera hana
fram með eggjapúnsi, nú eða bara
heitu kakói eða kaffi.“
Elskar að halda veislur
Jólin eru ávallt haldin mjög hátíð-
leg á heimili Örnu og hefur verið
frá hennar barnæsku. „Þar sem að
ég elska að halda veislur þá finnst
mér einstaklega gaman að dekka
upp falleg borð og eru jóla- og ára-
mótaborðin skipulögð langt fram
í tímann. Ég er líka mikið jólabarn
og held því mikið upp á þennan
tíma. Þá stendur samveran með
fjölskyldunni og vinum upp úr.“
Áttu þinn uppáhaldsjólasvein?
„Já, en hann er ekki íslenskur. Ég
kynntist hinum eina sanna jóla-
sveini þegar ég bjó níu ár í Belgíu
en hann heitir heilagur Nikulás
og var í raun og veru til (og alls
enginn jólasveinn þó svo að hann
sé það í dag). Heilagur Nikulás var
verndari barna þegar hann var á
lífi. Hann deildi út gjöfum til bág-
staddra, sérstaklega barna. Hann
er fyrirmyndin að bandaríska
jólasveininum sem íslensku jóla-
sveinarnir eru líka farnir að líkjast
verulega mikið í klæðaburði.
Kosturinn við heilagan Nikulás
Jólin koma með eggjapúnskökunni
Arna Guðlaug Einarsdóttir, kökuskreytingameistari og fagurkeri með meiru veit fátt skemmti-
legra en að baka og skreyta kökur. Sætabrauðskrans er til að mynda afar jólalegur og góður.
Arna með kransinn sem ætíð er á borðum um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Glæsileg hvít
jólaterta sem
minnir á hvíta
jörð.
Matarást
Sjafnar
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn@torg.is
6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RGJAFAKÖRFUR & GJAFAKORT