Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 26
Ég var alltaf skrifandi sem krakki og ég las mikið,“ segir Vilborg Davíðs-dóttir rithöfundur. Hún stefndi að því frá unga aldri að skrifa bækur og sú tíunda, Undir Yggdrasil, er nýkomin út. „Mín fyrstu skrif á prenti voru smásaga sem nafna mín, skáldið Vilborg Dagbjartsdóttir, birti á barnasíðu Þjóðviljans þegar ég var 13 ára,“ segir Vilborg. „Hún sendi mér í ritlaun bókina Hobbit eftir J.R.R. Tolkien og í því var mikil hvatning fyrir einrænan krakka. Ég heillaðist alveg af þeirri bók og því að stíga inn í annan heim þar sem hvert ævintýrið rak annað.“ Frá því að hún gaf út sína fyrstu skáldsögu, Við Urðarbrunn árið 1993, hefur Vilborg boðið lesendum sínum að stíga inn í annan heim. Það sama á við um þá nýjustu sem tilnefnd er til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna k venna. Undir Yggdrasil gerist um aldamót- in 900, á heiðnum tíma, og segir frá harmþrungnum og óskiljanlegum atburðum. Aðalsögupersóna bókar- innar er Þorgerður í Laxárdal sem þráir að verða völva. Í sögunni snertir Vilborg á ýmsum viðkvæmum málefnum, svo sem misnotkun, barnsmissi og sorg. Hún þekkir sorgina af eigin raun og segir mikilvægt að fjalla um hana sem hluta lífsins. „Mér finnst brýnt að við leysum okkur frá óttanum við að tala um dauð- ann og að við leyfum sorginni og dauðanum að vera hluta af lífinu,“ segir Vilborg. Þekkir sorgina af eigin raun „Í bókinni fjalla ég um yfirnátt- úrulega þætti en á þeim tíma sem sagan gerist var yfirnáttúrulegi heimurinn staðreynd. Það voru völvur í samfélaginu sem höfðu vald til þess að fara inn í annan heim og leita upplýsinga og þá, alveg eins og nú, langaði fólk að vita hvað gerist næst, til að geta undirbúið sig,“ segir Vilborg. „En svo er spurningin hvort okkur er fyrir bestu að vita hvað muni gerast eða ekki, og hana þekki ég af eigin raun,“ bætir hún við. Vilborg missti eiginmann sinn, Björgvin, úr heilakrabbameini árið 2013. Krabbinn greindist í nóvem- ber 2006, í sömu viku og hann lauk MA-prófi í heilsusálfræði og varð 41 árs. „Frá þeim degi vissum við að hann yrði ekki gamall,“ segir hún. „Lífslíkurnar voru tvö til fimm ár, jafnvel þótt tekist hefði að fjarlægja helming æxlisins í skurðaðgerð og geisla það sem eftir var.“ Við tóku fimm ár þar sem sjúk- dómurinn lá niðri og Björgvin kom ýmsu í verk. Hann lauk við kennslubók í rafeindavirkjun, kláraði starfsréttindanám í klín- ískri sálfræði og opnaði stofu í miðri kreppu. „Við vissum að hann myndi veikjast aftur og að tíminn yrði naumur,“ segir hún. Sjálf lauk hún meistaraprófi í þjóðfræði á sama tíma og skrifaði tvær skáld- sögur um Auði djúpúðgu. Vilborg segist oft hafa velt því fyrir sér hvort hún hefði kosið að vera laus við að vita hvað biði þeirra hjóna. „Þegar dauða Björgvins bar að komst ég að því að það er engin leið að undirbúa sig fyrir ástvina- missi,“ segir hún. Vilborg segist hafa fundið það eftir að Björgvin lést hversu mikið álag hafi fylgt því að vita að hann myndi deyja í blóma lífsins. „Við fengum þó tíma til að tala um það og lærdómurinn er þó sá að ég veit að það er óþarfi að óttast fram- tíðina. Því að þegar og ef það gerist sem þú kvíðir þá gerist það í núinu sem er einmitt eini staðurinn þar sem hægt er að takast á við það. Þar má setja annan fótinn fram fyrir hinn og taka daginn skref fyrir skref. Glíma við eitt í senn, það sem er fyrir framan mann, og leyfa morgundeginum að eiga sig.“ Snýst ekki um sanngirni Hún segist telja að þau hefðu lifað lífinu á sama veg og þau gerðu, hvað sem leið vitneskjunni um hvað koma skyldi. Þar hafi skapgerð Björgvins skipt miklu máli. „Hann var bæði æðrulaus og mjög jarð- bundinn,“ segir Vilborg og brosið leynir sér ekki þegar hún talar um Björgvin. „Daginn sem við fengum frétt- irnar sitjum við þrumu lostin inni í stofu. Þá segir hann upp úr eins manns hljóði að við séum eigin- lega heppin,“ segir Vilborg. „Ég spyr hvernig í ósköpunum hann fái það út. Hann benti þá á að f lestir sem fengju svona tíðindi yrðu að snúa lífi sínu á hvolf til þess að koma draumum sínum í verk. Við þyrftum þess ekki því við vorum þá þegar að láta alla okkar drauma rætast. Vorum nýgift, f lutt til Edin- borgar í framhaldsnám og áttum tveggja ára ástarbarn,“ segir hún. „Ég sagði honum að mér fyndist þetta nú samt ósanngjarnt og hann spurði hvort það væri sanngjarnara ef einhver annar hefði fengið þetta heilaæxli. Við því átti ég ekkert svar því auðvitað hafa sjúkdómar ekkert með sanngirni að gera. Það er eng- inn sem útdeilir þeim eftir einhvers konar leikreglum,“ segir Vilborg. Þegar Björgvin veiktist aftur haustið 2012 gerðist það snögglega. Nýtt heilaæxli óx hratt á öðrum stað, óskurðtækt, hann fékk mál- stol og önnur einkenni hrönnuðust upp. Fimm mánuðum síðar var hann dáinn. Skrítinn tími Í sömu viku og hann var borinn til grafar greindist pabbi Vilborgar með illvígt krabbamein og fékk þær fréttir að hann ætti ekki langt eftir ólifað. „Þetta var ótrúlega skrítinn tími,“ segir Vilborg, sem syrgði manninn sinn á sama tíma og hún reyndi að vera til staðar fyrir for- eldra sína og börn í djúpri sorg. „Björgvin deyr 9. febrúar 2013, tengdamóðir mín í nóvember sama ár og pabbi sumarið eftir,“ segir Vil- borg. Hún segist hafa fundið það vel og greinilega hverjir stóðu henni næst og hversu dýrmæt vináttan sé. „Ég skil það núna með hjarta, lifur og lungum að vináttan er það dýr- mætasta sem maður eignast í líf- inu. Því komst ég að í gegnum mína göngu og hef heyrt líka frá öðrum í sömu sporum,“ segir hún en Vilborg tók þátt í stofnun Ljónshjarta, sam- taka til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þess. „Mörgum er það ofviða að vera nálægt syrgjendum og það er skilj- anlegt vegna þess að það er erfitt að sitja uppi með sorg annarra. Fólk upplifir sig vanmáttugt og það er f lestum þungbært,“ segir Vilborg. „En það sem fólk áttar sig ekki á er að það eitt að vera til staðar og ljá því eyra að annarri manneskju líði illa felur í sér mikla hjálp. Bara það að geta setið og hlustað af sam- kennd er dýrmætur stuðningur.“ Vilborg segir að þegar áföll dynji á geti það verið syrgjendum óger- legt að biðja um stuðning. „Frum- kvæðið til að taka upp símann og rétta út höndina eftir aðstoð kostar eitthvað sem er horfið manni. Ég fann þetta hjá sjálfri mér og veit að þau eru fleiri sem hafa reynt þetta.“ Ræddu opinskátt um dauðann Vilborg og faðir hennar ræddu dauðann opinskátt sín á milli mán- uðina eftir að hann greindist með krabbamein. „Við vorum lánsöm að hafa hvort annað í því,“ segir hún. „Ég hafði mikla þörf fyrir það, Sorgin rífur hjartað upp á gátt Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, hefur kynnst bæði dauða og sorg á sinni lífsgöngu. Hún segir mikilvægt að leyfa dauðanum að vera hluta af lífinu og hefur sterkt hugboð um það að tilvistinni ljúki ekki við dauðann. Vilborg Davíðsdóttir gaf nýverið út sína tíundu bók, Undir Yggdrasil. Bókin, sem gerist um aldamótin 900, er söguleg skáldsaga þar sem hún snertir ýmis viðkvæm málefni, svo sem barnsmissi, misnotkun og sorg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ↣ Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is AUÐVITAÐ HAFA SJÚK- DÓMAR EKKERT MEÐ SANNGIRNI AÐ GERA. ÞAÐ ER ENGINN SEM ÚTDEILIR ÞEIM EFTIR EINHVERS KONAR LEIK- REGLUM. VIÐ VISSUM AÐ HANN MYNDI VEIKJAST AFTUR OG AÐ TÍMINN YRÐI NAUMUR. 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.